Fyrir fólkið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. október 2018 07:00 Það má hafa nokkurn skilning á því að verkalýðsleiðtogar láti sér ekki segjast þótt þeim sé margsagt að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana. Eins og landsmenn allir hafa þeir heyrt þessi orð sögð árum og áratugum saman í hvert sinn sem kemur að kjarasamningum. Kauphækkanir nást svo fram, mismiklar að vísu en allmiklar á síðustu árum. Þær miklu launahækkanir hafa ekki sett þjóðarbúið á hausinn, eins og varað var við. Ekkert reyndist því að marka þau háværu varnaðarorð sem þá heyrðust. Einu sinni enn segja forsvarsmenn atvinnulífsins að lítið sé til skiptanna. Verkalýðsleiðtogarnir taka ekkert mark á því og neita að viðurkenna að launahækkanir liðinna ára hafi verið svo umtalsverðar að ekki sé hægt að endurtaka þær án þess að illa fari. Það blasir þó við að aðstæður eru ekki jafn góðar og þær voru fyrir örfáum árum, það má greina niðursveiflu í þjóðfélaginu og ástæða er til að fara varlega. Miklar launahækkanir geta auðveldlega leitt til þess að vextir muni hækka, verðbólga fara á skrið og fyrirtæki, sem þola ekki aukinn launakostnað, munu þá vitanlega grípa til uppsagna. Ekki er þetta frýnileg mynd, enda afneitar verkalýðsforystan henni kröftuglega. Hún segir að ekkert þessu líkt muni gerast. Má ekki vera að hún sé þar í vissri afneitun? Fari hlutir illa í kjölfar komandi kjarasamninga og launahækkanir hins venjulega Íslendings verði étnar upp á svipstundu vegna hærri vaxta og verðbólgu þá er verkalýðshreyfingin ekki í sérlega góðum málum. Þá hefur hún brugðist fólkinu í landinu, vaðið áfram með óhóflegar og óraunsæjar kröfur án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Vill verkalýðshreyfingin kalla yfir sig það hlutskipti að hafa verið þeim verst sem hún unni mest? Varla. Menn mega ekki vera svo blindir á eigin málstað að þeir sjái í forsvarsmönnum atvinnulífsins holdgervinga hins gráðuga kapítalisma, menn sem standi nákvæmlega á sama um kjör venjulegs fólks. Forsvarsmenn atvinnulífs og verkalýðshreyfingar verða að geta unnið saman og talast við af heilindum, án þess að grípa til skætings. Báðir hópar eru að vinna fyrir fólkið í landinu og hafa skyldum að gegna við það. Samtök atvinnurekenda sendu á dögunum viðsemjendum sínum bréf þar sem meðal annars kom fram að miklar launahækkanir myndu draga úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Þar var einnig lögð áhersla á að auka þyrfti framboð á húsnæði fyrir tekjulága hópa. Óskað var eftir formlegum viðræðum um ýmis efnisatriði bréfsins, sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson, sagði vera útrétta sáttarhönd til verkalýðshreyfingarinnar. Ekki vakti þessi sending mikla lukku hjá verkalýðsforystunni en formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, afgreiddi bréfið með þeim orðum að engin ástæða væri til viðræðna ef ekkert væri til skiptanna. Verkalýðsforinginn herskái hefur talað um skæruverkföll sem lausn til að knésetja atvinnurekendur, leið sem ekki verður séð að almenningur þrái. Æsingur leysir engan vanda, eykur einungis á hann. Enginn ætlast til að hjörtu fulltrúa atvinnulífs og verkalýðshreyfingar slái fullkomlega í takt, en á báðum stöðum þarf að hafa hagsmuni fólksins að leiðarljósi. Varla er það til of mikils mælst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Það má hafa nokkurn skilning á því að verkalýðsleiðtogar láti sér ekki segjast þótt þeim sé margsagt að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana. Eins og landsmenn allir hafa þeir heyrt þessi orð sögð árum og áratugum saman í hvert sinn sem kemur að kjarasamningum. Kauphækkanir nást svo fram, mismiklar að vísu en allmiklar á síðustu árum. Þær miklu launahækkanir hafa ekki sett þjóðarbúið á hausinn, eins og varað var við. Ekkert reyndist því að marka þau háværu varnaðarorð sem þá heyrðust. Einu sinni enn segja forsvarsmenn atvinnulífsins að lítið sé til skiptanna. Verkalýðsleiðtogarnir taka ekkert mark á því og neita að viðurkenna að launahækkanir liðinna ára hafi verið svo umtalsverðar að ekki sé hægt að endurtaka þær án þess að illa fari. Það blasir þó við að aðstæður eru ekki jafn góðar og þær voru fyrir örfáum árum, það má greina niðursveiflu í þjóðfélaginu og ástæða er til að fara varlega. Miklar launahækkanir geta auðveldlega leitt til þess að vextir muni hækka, verðbólga fara á skrið og fyrirtæki, sem þola ekki aukinn launakostnað, munu þá vitanlega grípa til uppsagna. Ekki er þetta frýnileg mynd, enda afneitar verkalýðsforystan henni kröftuglega. Hún segir að ekkert þessu líkt muni gerast. Má ekki vera að hún sé þar í vissri afneitun? Fari hlutir illa í kjölfar komandi kjarasamninga og launahækkanir hins venjulega Íslendings verði étnar upp á svipstundu vegna hærri vaxta og verðbólgu þá er verkalýðshreyfingin ekki í sérlega góðum málum. Þá hefur hún brugðist fólkinu í landinu, vaðið áfram með óhóflegar og óraunsæjar kröfur án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Vill verkalýðshreyfingin kalla yfir sig það hlutskipti að hafa verið þeim verst sem hún unni mest? Varla. Menn mega ekki vera svo blindir á eigin málstað að þeir sjái í forsvarsmönnum atvinnulífsins holdgervinga hins gráðuga kapítalisma, menn sem standi nákvæmlega á sama um kjör venjulegs fólks. Forsvarsmenn atvinnulífs og verkalýðshreyfingar verða að geta unnið saman og talast við af heilindum, án þess að grípa til skætings. Báðir hópar eru að vinna fyrir fólkið í landinu og hafa skyldum að gegna við það. Samtök atvinnurekenda sendu á dögunum viðsemjendum sínum bréf þar sem meðal annars kom fram að miklar launahækkanir myndu draga úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Þar var einnig lögð áhersla á að auka þyrfti framboð á húsnæði fyrir tekjulága hópa. Óskað var eftir formlegum viðræðum um ýmis efnisatriði bréfsins, sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson, sagði vera útrétta sáttarhönd til verkalýðshreyfingarinnar. Ekki vakti þessi sending mikla lukku hjá verkalýðsforystunni en formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, afgreiddi bréfið með þeim orðum að engin ástæða væri til viðræðna ef ekkert væri til skiptanna. Verkalýðsforinginn herskái hefur talað um skæruverkföll sem lausn til að knésetja atvinnurekendur, leið sem ekki verður séð að almenningur þrái. Æsingur leysir engan vanda, eykur einungis á hann. Enginn ætlast til að hjörtu fulltrúa atvinnulífs og verkalýðshreyfingar slái fullkomlega í takt, en á báðum stöðum þarf að hafa hagsmuni fólksins að leiðarljósi. Varla er það til of mikils mælst.
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar