Fyrir fólkið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. október 2018 07:00 Það má hafa nokkurn skilning á því að verkalýðsleiðtogar láti sér ekki segjast þótt þeim sé margsagt að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana. Eins og landsmenn allir hafa þeir heyrt þessi orð sögð árum og áratugum saman í hvert sinn sem kemur að kjarasamningum. Kauphækkanir nást svo fram, mismiklar að vísu en allmiklar á síðustu árum. Þær miklu launahækkanir hafa ekki sett þjóðarbúið á hausinn, eins og varað var við. Ekkert reyndist því að marka þau háværu varnaðarorð sem þá heyrðust. Einu sinni enn segja forsvarsmenn atvinnulífsins að lítið sé til skiptanna. Verkalýðsleiðtogarnir taka ekkert mark á því og neita að viðurkenna að launahækkanir liðinna ára hafi verið svo umtalsverðar að ekki sé hægt að endurtaka þær án þess að illa fari. Það blasir þó við að aðstæður eru ekki jafn góðar og þær voru fyrir örfáum árum, það má greina niðursveiflu í þjóðfélaginu og ástæða er til að fara varlega. Miklar launahækkanir geta auðveldlega leitt til þess að vextir muni hækka, verðbólga fara á skrið og fyrirtæki, sem þola ekki aukinn launakostnað, munu þá vitanlega grípa til uppsagna. Ekki er þetta frýnileg mynd, enda afneitar verkalýðsforystan henni kröftuglega. Hún segir að ekkert þessu líkt muni gerast. Má ekki vera að hún sé þar í vissri afneitun? Fari hlutir illa í kjölfar komandi kjarasamninga og launahækkanir hins venjulega Íslendings verði étnar upp á svipstundu vegna hærri vaxta og verðbólgu þá er verkalýðshreyfingin ekki í sérlega góðum málum. Þá hefur hún brugðist fólkinu í landinu, vaðið áfram með óhóflegar og óraunsæjar kröfur án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Vill verkalýðshreyfingin kalla yfir sig það hlutskipti að hafa verið þeim verst sem hún unni mest? Varla. Menn mega ekki vera svo blindir á eigin málstað að þeir sjái í forsvarsmönnum atvinnulífsins holdgervinga hins gráðuga kapítalisma, menn sem standi nákvæmlega á sama um kjör venjulegs fólks. Forsvarsmenn atvinnulífs og verkalýðshreyfingar verða að geta unnið saman og talast við af heilindum, án þess að grípa til skætings. Báðir hópar eru að vinna fyrir fólkið í landinu og hafa skyldum að gegna við það. Samtök atvinnurekenda sendu á dögunum viðsemjendum sínum bréf þar sem meðal annars kom fram að miklar launahækkanir myndu draga úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Þar var einnig lögð áhersla á að auka þyrfti framboð á húsnæði fyrir tekjulága hópa. Óskað var eftir formlegum viðræðum um ýmis efnisatriði bréfsins, sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson, sagði vera útrétta sáttarhönd til verkalýðshreyfingarinnar. Ekki vakti þessi sending mikla lukku hjá verkalýðsforystunni en formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, afgreiddi bréfið með þeim orðum að engin ástæða væri til viðræðna ef ekkert væri til skiptanna. Verkalýðsforinginn herskái hefur talað um skæruverkföll sem lausn til að knésetja atvinnurekendur, leið sem ekki verður séð að almenningur þrái. Æsingur leysir engan vanda, eykur einungis á hann. Enginn ætlast til að hjörtu fulltrúa atvinnulífs og verkalýðshreyfingar slái fullkomlega í takt, en á báðum stöðum þarf að hafa hagsmuni fólksins að leiðarljósi. Varla er það til of mikils mælst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Það má hafa nokkurn skilning á því að verkalýðsleiðtogar láti sér ekki segjast þótt þeim sé margsagt að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana. Eins og landsmenn allir hafa þeir heyrt þessi orð sögð árum og áratugum saman í hvert sinn sem kemur að kjarasamningum. Kauphækkanir nást svo fram, mismiklar að vísu en allmiklar á síðustu árum. Þær miklu launahækkanir hafa ekki sett þjóðarbúið á hausinn, eins og varað var við. Ekkert reyndist því að marka þau háværu varnaðarorð sem þá heyrðust. Einu sinni enn segja forsvarsmenn atvinnulífsins að lítið sé til skiptanna. Verkalýðsleiðtogarnir taka ekkert mark á því og neita að viðurkenna að launahækkanir liðinna ára hafi verið svo umtalsverðar að ekki sé hægt að endurtaka þær án þess að illa fari. Það blasir þó við að aðstæður eru ekki jafn góðar og þær voru fyrir örfáum árum, það má greina niðursveiflu í þjóðfélaginu og ástæða er til að fara varlega. Miklar launahækkanir geta auðveldlega leitt til þess að vextir muni hækka, verðbólga fara á skrið og fyrirtæki, sem þola ekki aukinn launakostnað, munu þá vitanlega grípa til uppsagna. Ekki er þetta frýnileg mynd, enda afneitar verkalýðsforystan henni kröftuglega. Hún segir að ekkert þessu líkt muni gerast. Má ekki vera að hún sé þar í vissri afneitun? Fari hlutir illa í kjölfar komandi kjarasamninga og launahækkanir hins venjulega Íslendings verði étnar upp á svipstundu vegna hærri vaxta og verðbólgu þá er verkalýðshreyfingin ekki í sérlega góðum málum. Þá hefur hún brugðist fólkinu í landinu, vaðið áfram með óhóflegar og óraunsæjar kröfur án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Vill verkalýðshreyfingin kalla yfir sig það hlutskipti að hafa verið þeim verst sem hún unni mest? Varla. Menn mega ekki vera svo blindir á eigin málstað að þeir sjái í forsvarsmönnum atvinnulífsins holdgervinga hins gráðuga kapítalisma, menn sem standi nákvæmlega á sama um kjör venjulegs fólks. Forsvarsmenn atvinnulífs og verkalýðshreyfingar verða að geta unnið saman og talast við af heilindum, án þess að grípa til skætings. Báðir hópar eru að vinna fyrir fólkið í landinu og hafa skyldum að gegna við það. Samtök atvinnurekenda sendu á dögunum viðsemjendum sínum bréf þar sem meðal annars kom fram að miklar launahækkanir myndu draga úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Þar var einnig lögð áhersla á að auka þyrfti framboð á húsnæði fyrir tekjulága hópa. Óskað var eftir formlegum viðræðum um ýmis efnisatriði bréfsins, sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson, sagði vera útrétta sáttarhönd til verkalýðshreyfingarinnar. Ekki vakti þessi sending mikla lukku hjá verkalýðsforystunni en formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, afgreiddi bréfið með þeim orðum að engin ástæða væri til viðræðna ef ekkert væri til skiptanna. Verkalýðsforinginn herskái hefur talað um skæruverkföll sem lausn til að knésetja atvinnurekendur, leið sem ekki verður séð að almenningur þrái. Æsingur leysir engan vanda, eykur einungis á hann. Enginn ætlast til að hjörtu fulltrúa atvinnulífs og verkalýðshreyfingar slái fullkomlega í takt, en á báðum stöðum þarf að hafa hagsmuni fólksins að leiðarljósi. Varla er það til of mikils mælst.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar