Handbolti

Seinni bylgjan: Sóknarleikur Hauka er áhyggjuefni fyrir Elías

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þriðja umferðin í Olís-deild kvenna var spiluð um helgina og þar var eitthvað um óvænt úrslit en Fram meðal annars rótburstaði Stjörnuna, 47-24.

Seinni bylgjan var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi þar sem var farið yfir umferðina. Sérstaklega var farið yfir leik sjónvarpsleik Vals og Hauka en Valsstúlkur unnu sjö marka sigur, 27-20.

Varnarleikur Vals var frábær í leiknum, sér í í lagi í síðari hálfleik. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Gerður Arinbjarnar voru frábærir í miðri vörninni og þar fyrir aftan var Íris Björk Símonardóttir í miklu stuði.

„Lykilatriði í handbolta er varnarleikur og með Önnu Úrsúlu og Gerði Arinbjarnar þarna saman er gífurlega öflugt. Anna Úrsúla er fræg fyrir það að taka góða hávörn. Með tvo turna gegn litlum liðum er þetta gífurlega erfitt að skora,” sagði Gunnar Berg Viktorsson.

„Sóknarleikur Hauka er áhyggjuefni fyrir Elías. Ég veit ekki hvort kemur á undan; góður varnarleikur eða lélegur sóknarleikur. Ég hef aldrei skilið þetta. Þær voru hættar að reyna kerfi og þetta var orðið sending, sending og ég ætla að reyna skjóta,” sagði Jóhann Gunnar Einarsson.

Umræðuna um leiki umferðarinnar, leikmann umferðarinnar og lið umferðarinnar má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×