Lífið

Þurftu að léttast eða leggja inn á Samfylkinguna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigmundur Davíð verður í þætti Íslands í dag í kvöld.
Sigmundur Davíð verður í þætti Íslands í dag í kvöld.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er búinn að missa þrjátíu kíló undanfarna mánuði og er hvergi nærri hættur. Sigmund þekkja líklega flestir sem fyrrum forsætisráðherra, formann Miðflokksins og sjónvarpsmann í fyrri tíð.

Færri þekkja hann hins vegar sem mikinn líkamsræktarfrömuð, en þar hefur hann látið til sín taka undanfarna mánuði. Átakið byrjaði þegar kílóin voru orðin 127 á vigtinni, fleiri en nokkru sinni fyrr.

Nokkrir Miðflokksmenn ákváðu að snúa við blaðinu að frumkvæði þingmannsins Bergþórs Ólasonar, enda hafi þingflokkur þeirra verið orðinn sá lang þyngsti.

„Þá kom Beggi með þessa hugmynd, að við ættum að sammælast um það að sá sem næði ekki að missa fimmtán kíló fyrir tiltekna dagsetningu þyrfti að greiða í eigin nafni 100 þúsund krónur í kosningasjóð Samfylkingarinnar,“ segir Sigmundur.

Þetta tókst hjá þeim öllum enda mikið lagt í átakið, en Sigmundur æfir þrisvar í viku undir handleiðslu einkaþjálfara og leggur mikla áherslu á hollt mataræði. Hann leyfir sér þó enn að gæða sér af og til á hráu íslensku kjöti, en sleppir kexinu sem áður fylgdi.

Sjá einnig: Sigmundur Davíð með frumlegasta nestið á Alþingi

Rætt verður við Sigmund Davíð í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar verður m.a. farið yfir heilsuna, mataræðið og frímerkjaáráttuna sem Sigmundur hefur alla tíð verið haldinn, auk þess sem Hersir Aron Ólafsson kíkir með honum í ræktina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.