Lífið

Bjóða upp fyrstu gullslaufuna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páll Sveinsson smíðaði slaufuna.
Páll Sveinsson smíðaði slaufuna.

Páll Sveinsson, yfirgullsmiður Jóns & Óskars, vann á dögunum hönnunarsamkeppni Félags Íslenskra Gullsmiða um hönnun Bleiku Slaufunnar í ár.

Til að styrkja Krabbameinsfélagið enn frekar kom Páll með þá hugmynd að hanna gullslaufu sem boðin verður upp á Facebooksíðu Bleiku Slaufunnar 10.-12. október og verður slaufan til sýnis í verslun Jóns & Óskars, Laugavegi 61, á meðan uppboðinu stendur.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Bleika Slaufan er smíðuð úr gulli. Til að vekja athygli á gullútgáfu Bleiku Slaufunnar, sem einungis er gerð í einu eintaki, verður haldið Bleikt boð við Laugaveg 61 á miðvikudaginn milli 17 og 19 og geta þá gestir og gangandi skoðað slaufuna sjálfa.

Jón Jósep Snæbjörnsson mun syngja fyrir gesti. Uppboðið hefst í 70.000 kr. og stendur til 12. október kl.15:00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.