Handbolti

Stjarnan kom til baka eftir skellinn gegn Fram og kláraði HK

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stefanía skoraði fimm mörk í kvöld.
Stefanía skoraði fimm mörk í kvöld. vísir/ernir

Stjarnan vann sjö marka sigur á HK, 26-19, í Olís-deild kvenna í kvöld. Stjarnan náði því að hefna fyrir skellinn gegn Fram í síðustu umferð.

Í síðustu umferð tapaði Stjarnan með 23 marka mun, 47-24, og þær voru í vandræðum í fyrri hálfleik í kvöld. HK leiddi í hálfleik, 11-10.

Í síðari hálfleik voru heimastúlkur í Garðabæ sterkari og þá sér í lagi á síðustu tíu mínútum leiksins þar sem þær voru mun sterkari. Lokatölur 26-19.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Þórhildur Gunnarsdóttir og Stefanía Theodórsdóttir skoruðu fimm mörk fyrir Stjörnuna. Þetta var fyrsti sigur Stjörnunnar sem er með þrjú stig eftir fjóra leiki.

Í liði HK var Sigríður Hauksdóttir í sérflokki. Hún skoraði níu mörk en næst kom Dajana Jovanovska með fjögur mörk. HK er með fjögur stig af átta mögulegum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.