Stærsta baráttumálið Gunnar Einarsson skrifar 20. september 2018 08:00 Sveitarfélögin í landinu verða að vera nægjanlega burðug til að sinna lögbundnum verkefnum og stjórnsýslu en með stærri og öflugri sveitarfélögum skapast svigrúm til að lækka stjórnsýslukostnað á íbúa og auka skilvirkni. Efling sveitarstjórnarstigsins er því eitt stærsta byggðabaráttumál okkar tíma. Þjónusta við íbúa þarf að vera góð og hagræðing í rekstri býr til aukin tækifæri til að veita hana. Þó þarf að forðast þvingaðar sameiningar sem þykja ekki ákjósanlegur kostur og skoða þarf vel með hvaða hætti hægt er að bæta regluverk Jöfnunarsjóðs svo hann verði hvatning til sameininga. Landshlutasamtökin þurfa líka að vera öflug, sinna hagsmunagæslu íbúa og vinna að auknu samstarfi sveitarfélaganna. Við þurfum að fá fleiri verkefni til sveitarfélaga þar sem þau eru mun betur til þess fallin að veita nærþjónustu en ríkið. En fjármagnið verður að fylgja þeim verkefnum því það dregur úr krafti sveitarfélaga að taka við verkefnum sem ekki fylgir nægt fjármagn. Efla þarf formlegt samstarf ríkis og sveitarfélaga og efla gagnkvæman skilning á viðfangsefnunum. Hugsa þarf um landsbyggðina og höfuðborgina sem eitt svæði en það veikir stöðu sveitarfélaga gegn ríkinu ef gjá myndast þar á milli. Réttur sveitarfélaga til sjálfstjórnar hefur verið verndaður allt frá 1874 þegar Íslendingar fengu sína fyrstu stjórnarskrá. Sveitarfélögin eru handhafar framkvæmdarvaldsins, gegna mikilvægu lýðræðislegu hlutverki og eru það stjórnvald sem er næst íbúum landsins. Að efla sveitarfélögin í landinu hefur sjaldan verið eins mikilvægt og ef ég næ kjöri sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, mun ég leggja mig hart fram til að ná okkar sameiginlegu markmiðum. Mér þykir afar vænt um uppbyggileg samtöl sem ég hef átt á síðustu dögum við flestalla fulltrúa landsþings sveitarfélaga sem fram fer á Akureyri 26.-28. september nk. Sambandið er sameiginlegur málsvari sveitarfélaga og á að vinna að hagsmunamálum þeirra allra. Ég vil leiða það starf og hlakka mikið til að takast á við komandi verkefni, fái ég tækifæri til.Höfundur býður sig fram sem formann Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin í landinu verða að vera nægjanlega burðug til að sinna lögbundnum verkefnum og stjórnsýslu en með stærri og öflugri sveitarfélögum skapast svigrúm til að lækka stjórnsýslukostnað á íbúa og auka skilvirkni. Efling sveitarstjórnarstigsins er því eitt stærsta byggðabaráttumál okkar tíma. Þjónusta við íbúa þarf að vera góð og hagræðing í rekstri býr til aukin tækifæri til að veita hana. Þó þarf að forðast þvingaðar sameiningar sem þykja ekki ákjósanlegur kostur og skoða þarf vel með hvaða hætti hægt er að bæta regluverk Jöfnunarsjóðs svo hann verði hvatning til sameininga. Landshlutasamtökin þurfa líka að vera öflug, sinna hagsmunagæslu íbúa og vinna að auknu samstarfi sveitarfélaganna. Við þurfum að fá fleiri verkefni til sveitarfélaga þar sem þau eru mun betur til þess fallin að veita nærþjónustu en ríkið. En fjármagnið verður að fylgja þeim verkefnum því það dregur úr krafti sveitarfélaga að taka við verkefnum sem ekki fylgir nægt fjármagn. Efla þarf formlegt samstarf ríkis og sveitarfélaga og efla gagnkvæman skilning á viðfangsefnunum. Hugsa þarf um landsbyggðina og höfuðborgina sem eitt svæði en það veikir stöðu sveitarfélaga gegn ríkinu ef gjá myndast þar á milli. Réttur sveitarfélaga til sjálfstjórnar hefur verið verndaður allt frá 1874 þegar Íslendingar fengu sína fyrstu stjórnarskrá. Sveitarfélögin eru handhafar framkvæmdarvaldsins, gegna mikilvægu lýðræðislegu hlutverki og eru það stjórnvald sem er næst íbúum landsins. Að efla sveitarfélögin í landinu hefur sjaldan verið eins mikilvægt og ef ég næ kjöri sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, mun ég leggja mig hart fram til að ná okkar sameiginlegu markmiðum. Mér þykir afar vænt um uppbyggileg samtöl sem ég hef átt á síðustu dögum við flestalla fulltrúa landsþings sveitarfélaga sem fram fer á Akureyri 26.-28. september nk. Sambandið er sameiginlegur málsvari sveitarfélaga og á að vinna að hagsmunamálum þeirra allra. Ég vil leiða það starf og hlakka mikið til að takast á við komandi verkefni, fái ég tækifæri til.Höfundur býður sig fram sem formann Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar