Engir tuddar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 20. september 2018 07:00 Á dögunum skrifuðu þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins grein, vitanlega í málgagn sitt Morgunblaðið, þar sem þeir vöruðu við því að lagður yrði steinn í götu einkareksturs í heilbrigðiskerfinu. Tilefnið er ærið því slíkt er einmitt kappsmál hjá heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur og ekki kemur á óvart að þar nýtur hún stuðnings samflokksmanna sinna. Ljóst er að þessi skrif gerðu enga lukku hjá Vinstri grænum, sérstaklega ekki hjá Rósu Björk Brynjólfsdóttur, sem sagði skrifin einkennast af tuddalegu orðalagi. Tuddalegt orðalag er ekki áberandi í skrifum þingmannanna þriggja, þeirra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, Jóns Gunnarssonar og Brynjars Níelssonar. Reyndar er þetta hin kurteislegasta grein. Það má jafnvel segja að hún hafi einkennst af hógværð í orðalagi, sérstaklega ef haft er í huga að einn greinarhöfunda hefur einstakt lag á að orða skoðanir sínar á svo kröftugan hátt að pólitískir andstæðingar komast í mikið uppnám og eru dágóðan tíma að jafna sig. Ljóst er að innan Vinstri grænna er litið á þessi skrif þingmannanna þriggja sem ögrun. Það verður ekki til að bæta stjórnarsamstarfið og það er svo sem allt í lagi. Þjóðin þarf ekkert sérstaklega á þessari ríkisstjórn að halda. Það er ljóst að heilbrigðisráðherra hefur horn í síðu einkareksturs í heilbrigðiskerfinu. Ráðherrann er einfaldlega að framfylgja stefnu flokks sem hefur alltaf haft vissa andúð á einkaframtaki þar sem hætta er á að einstaklingar geti hagnast. Það hefur aldrei verið fallið til velþóknunar innan Vinstri grænna að menn hagnist á starfsemi sinni, hversu vel meinandi sem þeir annars eru. Það eru því ekki óvænt tíðindi að þingmenn Vinstri grænna ætla að leggja fram frumvarp sem tryggir að ríkið semji ekki við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem hafa hagnað í huga. Einhver kann að spyrja hvernig hægt sé að reka fyrirtæki eða vera í starfsemi án þess að huga að hagnaði, reksturinn hlýtur að verða að bera sig. Vinstri græn spyrja þó ekki slíkra spurninga, enda gamaldags vinstri flokkur þar sem hagnaður er litinn hornauga. Vitanlega er það lykilatriði í velferðarsamfélagi að tryggja trausta heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð fjárhag þeirra. Þar þurfa opinberi geirinn og sá einkarekni að vinna saman með hag sjúklinga að leiðarljósi. Það er ekkert vit í öðru en að gott rými sé fyrir einkarekstur í heilbrigðisþjónustu og það á ekki að hindra hann, eins og virðist vera stefna Vinstri grænna, heldur búa honum ramma. Það er ólíðandi að sjúklingar þurfi að þola það að lenda á löngum biðlistum. Furðulegt er að sjúklingar fari í aðgerðir erlendis þegar vel mætti framkvæma þær á einkareknum stofum hér á landi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki alltaf lög að mæla. Blessunarlega koma þó þær stundir að þeim ratast satt á munn. Þingmennirnir sem tjáðu sig í Morgunblaðinu eru á bandi skynseminnar þegar kemur að áherslum í heilbrigðiskerfinu. Það er gott. Verra er að vonlítið er að Vinstri græn láti sér segjast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum skrifuðu þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins grein, vitanlega í málgagn sitt Morgunblaðið, þar sem þeir vöruðu við því að lagður yrði steinn í götu einkareksturs í heilbrigðiskerfinu. Tilefnið er ærið því slíkt er einmitt kappsmál hjá heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur og ekki kemur á óvart að þar nýtur hún stuðnings samflokksmanna sinna. Ljóst er að þessi skrif gerðu enga lukku hjá Vinstri grænum, sérstaklega ekki hjá Rósu Björk Brynjólfsdóttur, sem sagði skrifin einkennast af tuddalegu orðalagi. Tuddalegt orðalag er ekki áberandi í skrifum þingmannanna þriggja, þeirra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, Jóns Gunnarssonar og Brynjars Níelssonar. Reyndar er þetta hin kurteislegasta grein. Það má jafnvel segja að hún hafi einkennst af hógværð í orðalagi, sérstaklega ef haft er í huga að einn greinarhöfunda hefur einstakt lag á að orða skoðanir sínar á svo kröftugan hátt að pólitískir andstæðingar komast í mikið uppnám og eru dágóðan tíma að jafna sig. Ljóst er að innan Vinstri grænna er litið á þessi skrif þingmannanna þriggja sem ögrun. Það verður ekki til að bæta stjórnarsamstarfið og það er svo sem allt í lagi. Þjóðin þarf ekkert sérstaklega á þessari ríkisstjórn að halda. Það er ljóst að heilbrigðisráðherra hefur horn í síðu einkareksturs í heilbrigðiskerfinu. Ráðherrann er einfaldlega að framfylgja stefnu flokks sem hefur alltaf haft vissa andúð á einkaframtaki þar sem hætta er á að einstaklingar geti hagnast. Það hefur aldrei verið fallið til velþóknunar innan Vinstri grænna að menn hagnist á starfsemi sinni, hversu vel meinandi sem þeir annars eru. Það eru því ekki óvænt tíðindi að þingmenn Vinstri grænna ætla að leggja fram frumvarp sem tryggir að ríkið semji ekki við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem hafa hagnað í huga. Einhver kann að spyrja hvernig hægt sé að reka fyrirtæki eða vera í starfsemi án þess að huga að hagnaði, reksturinn hlýtur að verða að bera sig. Vinstri græn spyrja þó ekki slíkra spurninga, enda gamaldags vinstri flokkur þar sem hagnaður er litinn hornauga. Vitanlega er það lykilatriði í velferðarsamfélagi að tryggja trausta heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð fjárhag þeirra. Þar þurfa opinberi geirinn og sá einkarekni að vinna saman með hag sjúklinga að leiðarljósi. Það er ekkert vit í öðru en að gott rými sé fyrir einkarekstur í heilbrigðisþjónustu og það á ekki að hindra hann, eins og virðist vera stefna Vinstri grænna, heldur búa honum ramma. Það er ólíðandi að sjúklingar þurfi að þola það að lenda á löngum biðlistum. Furðulegt er að sjúklingar fari í aðgerðir erlendis þegar vel mætti framkvæma þær á einkareknum stofum hér á landi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki alltaf lög að mæla. Blessunarlega koma þó þær stundir að þeim ratast satt á munn. Þingmennirnir sem tjáðu sig í Morgunblaðinu eru á bandi skynseminnar þegar kemur að áherslum í heilbrigðiskerfinu. Það er gott. Verra er að vonlítið er að Vinstri græn láti sér segjast.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar