Krakkafréttir Þórarinn Þórarinsson skrifar 28. september 2018 07:00 Margt skrýtið býr í hausum fólksins sem heldur til í ysta hægra horni tilverunnar. Hnattræn hlýnun er blekking, Donald Trump er æði, Ísraelar eru ætíð í rétti með öll sín fólskuverk í Palestínu og borgarlínan er hraðbraut til helvítis. Af því bara. Þessir handhafar sannleikans fóru á háa c-ið nýlega í sameiginlegu móðursýkiskasti yfir Krakkafréttum RÚV. Þar er hvert tækifæri nýtt til þess að eitra huga barnanna okkar; innræta þeim gyðingahatur og ljúga að þeim að Trump sé skrýtinn kjáni. Hvað nákvæmlega er að því að fréttir eru gerðar börnum aðgengilegar? Í versta falli kennir þessi sakleysislegi dagskrárliður börnum að fylgjast með veröldinni í kringum sig. Velta hlutum fyrir sér, hugsa og spyrja. Sennilega hatar þetta fólk bara gagnrýna hugsun meira en allt annað. Krakkar eru engin fífl eins og foreldrar Ara, hvers spurningum var erfitt að svara, geta staðfest. Getur verið að krakkafréttahatararnir nenni einfaldlega ekki að ræða við börnin sín? Ég og vinir mínir máttum gera okkur „fullorðinsfréttir“ að góðu. Nutum þess samt að foreldrar okkar og kennarar töluðu við okkur og það fyrsta sem okkur var kennt var að trúa aldrei öllu í fréttunum. Fréttagláp getur tæplega skaðað nokkurt barn. Og þó. Ég var á barnsaldri þegar ég sagði alltaf „Nixon gerði það“ þegar ég var staðinn að skammarstrikum. Kannski tókst vondum vinstri mönnum að heilaþvo mig strax í bernsku? Svona í ljósi þess að Richard Nixon er samkvæmt þeim sem allt vita næstbesti forseti Bandaríkjanna á eftir Donald Trump. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Margt skrýtið býr í hausum fólksins sem heldur til í ysta hægra horni tilverunnar. Hnattræn hlýnun er blekking, Donald Trump er æði, Ísraelar eru ætíð í rétti með öll sín fólskuverk í Palestínu og borgarlínan er hraðbraut til helvítis. Af því bara. Þessir handhafar sannleikans fóru á háa c-ið nýlega í sameiginlegu móðursýkiskasti yfir Krakkafréttum RÚV. Þar er hvert tækifæri nýtt til þess að eitra huga barnanna okkar; innræta þeim gyðingahatur og ljúga að þeim að Trump sé skrýtinn kjáni. Hvað nákvæmlega er að því að fréttir eru gerðar börnum aðgengilegar? Í versta falli kennir þessi sakleysislegi dagskrárliður börnum að fylgjast með veröldinni í kringum sig. Velta hlutum fyrir sér, hugsa og spyrja. Sennilega hatar þetta fólk bara gagnrýna hugsun meira en allt annað. Krakkar eru engin fífl eins og foreldrar Ara, hvers spurningum var erfitt að svara, geta staðfest. Getur verið að krakkafréttahatararnir nenni einfaldlega ekki að ræða við börnin sín? Ég og vinir mínir máttum gera okkur „fullorðinsfréttir“ að góðu. Nutum þess samt að foreldrar okkar og kennarar töluðu við okkur og það fyrsta sem okkur var kennt var að trúa aldrei öllu í fréttunum. Fréttagláp getur tæplega skaðað nokkurt barn. Og þó. Ég var á barnsaldri þegar ég sagði alltaf „Nixon gerði það“ þegar ég var staðinn að skammarstrikum. Kannski tókst vondum vinstri mönnum að heilaþvo mig strax í bernsku? Svona í ljósi þess að Richard Nixon er samkvæmt þeim sem allt vita næstbesti forseti Bandaríkjanna á eftir Donald Trump.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar