Ætla að gera KA-húsið svart í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2018 14:00 Auglýsing fyrir leikinn. Mynd/http://www.ka.is/ Það má búast við troðfullu húsi og æsispennandi leik í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld þegar nýliðarnir mætast í KA-húsinu á Akureyri. Lið Akureyrar og KA komu bæði upp úr Grill 66 deild karla síðasta vor og mætast í fyrsta leik sínum í efstu deild í vetur. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. KA-menn hafa ráðlagt fólki að kaupa miða í forsölu því annars gætu verið engir miðar í boði. „Í fyrra var uppselt og þurftum við að vísa fólki frá,“ segir í Twitter-færslu KA-manna. Síðustu fréttir frá Akureyri eru að það séu örfáir miðar eftir.Mikil eftirvænting er fyrir stórslag KA og Akureyrar annaðkvöld í #olisdeildin. Til að sporna gegn löngum biðröðum bjóðum við upp á forsölu aðgöngumiða í KA-Heimilinu á morgun milli kl. 10 og 16. Í fyrra var uppselt og þurftum við að vísa fólki frá, tryggðu þér miða sem fyrst! pic.twitter.com/cLaHRCSVB5 — KA (@KAakureyri) September 9, 2018 Akureyringar ætla að fjölmenna í KA-húsið og munu reyna að kæfa gula litinn hjá KA-mönnum ef marka má Twitter-reikning Handboltafélags Akureyrar. „Gerum KA-húsið svart og styðjum okkar menn til sigurs,“ segir í færslu þeirra sem má sjá hér fyrir neðan.Ef þú styður AHF þurfum við á þér að halda í KA-húsið á morgun, mánudaginn 10.september‼️ Gerum KA-húsið svart og styðjum okkar menn til sigurs Mikilvægt að mæta tímanlega því húsið rúmar ekki marga. Í fyrra komust færri að en vildu#AkureyriHandbolti#olisdeildinpic.twitter.com/UpvtxC1rA0 — Akureyri Handboltafélag (@AkureyriH) September 9, 2018Þetta er í fyrsta sinn sem KA og Akureyri mætast í efstu deild karla í handbolta og jafnframt fyrsti Akureyrarslagurinn í efstu deild karla síðan 16. desember 2005. Þá unnu KA-menn eins marks sigur, 26-25, í Höllinni á Akureyri. Veturinn eftir voru KA og Þór komin í samstarf undir merkjum Handboltafélags Akureyrar en vorið 2017 slitnaði upp úr samstarfi Þórs og KA um Akureyri Handboltafélag og stofnuðu KA-menn sitt eigið lið á meðan Þórsarar héldu áfram að spila undir merkjum Akureyrar. Akureyri er með upphitun fyrir leikinn á heimasíðu sinni og þar kemur fram að það eru miklar tengingar á milli liðanna. „Til að mynda er fyrirliði KA-manna, Andri Snær Stefánsson, leikjahæsti leikmaður í sögu Akureyrar Handboltafélags. Í leikmannahópi KA má finna fleiri goðsagnir úr sögu AHF og ber þar helsta að nefna gömlu brýnin Heimi Örn Árnason og Hrein Þór Hauksson,“ segir í fréttinni. Þegar liðin mættust á sama stað í upphafi síðustu leiktíðar í Grill 66 deild karla vann KA 10-0 sigur eftir að leikurinn hafði endað með 19-19 jafntefli. Í síðari leik liðanna vann Akureyri fjögurra marka sigur, 24-20, fyrir framan meira en 1100 áhorfendur í Íþróttahöllinni. KA-menn auglýsa líka leikinn á heimasíðu sinni og kalla leikinn „baráttuna um bæinn“ en það má lesa upphitun þeirra með því að smella hér. Olís-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Það má búast við troðfullu húsi og æsispennandi leik í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld þegar nýliðarnir mætast í KA-húsinu á Akureyri. Lið Akureyrar og KA komu bæði upp úr Grill 66 deild karla síðasta vor og mætast í fyrsta leik sínum í efstu deild í vetur. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. KA-menn hafa ráðlagt fólki að kaupa miða í forsölu því annars gætu verið engir miðar í boði. „Í fyrra var uppselt og þurftum við að vísa fólki frá,“ segir í Twitter-færslu KA-manna. Síðustu fréttir frá Akureyri eru að það séu örfáir miðar eftir.Mikil eftirvænting er fyrir stórslag KA og Akureyrar annaðkvöld í #olisdeildin. Til að sporna gegn löngum biðröðum bjóðum við upp á forsölu aðgöngumiða í KA-Heimilinu á morgun milli kl. 10 og 16. Í fyrra var uppselt og þurftum við að vísa fólki frá, tryggðu þér miða sem fyrst! pic.twitter.com/cLaHRCSVB5 — KA (@KAakureyri) September 9, 2018 Akureyringar ætla að fjölmenna í KA-húsið og munu reyna að kæfa gula litinn hjá KA-mönnum ef marka má Twitter-reikning Handboltafélags Akureyrar. „Gerum KA-húsið svart og styðjum okkar menn til sigurs,“ segir í færslu þeirra sem má sjá hér fyrir neðan.Ef þú styður AHF þurfum við á þér að halda í KA-húsið á morgun, mánudaginn 10.september‼️ Gerum KA-húsið svart og styðjum okkar menn til sigurs Mikilvægt að mæta tímanlega því húsið rúmar ekki marga. Í fyrra komust færri að en vildu#AkureyriHandbolti#olisdeildinpic.twitter.com/UpvtxC1rA0 — Akureyri Handboltafélag (@AkureyriH) September 9, 2018Þetta er í fyrsta sinn sem KA og Akureyri mætast í efstu deild karla í handbolta og jafnframt fyrsti Akureyrarslagurinn í efstu deild karla síðan 16. desember 2005. Þá unnu KA-menn eins marks sigur, 26-25, í Höllinni á Akureyri. Veturinn eftir voru KA og Þór komin í samstarf undir merkjum Handboltafélags Akureyrar en vorið 2017 slitnaði upp úr samstarfi Þórs og KA um Akureyri Handboltafélag og stofnuðu KA-menn sitt eigið lið á meðan Þórsarar héldu áfram að spila undir merkjum Akureyrar. Akureyri er með upphitun fyrir leikinn á heimasíðu sinni og þar kemur fram að það eru miklar tengingar á milli liðanna. „Til að mynda er fyrirliði KA-manna, Andri Snær Stefánsson, leikjahæsti leikmaður í sögu Akureyrar Handboltafélags. Í leikmannahópi KA má finna fleiri goðsagnir úr sögu AHF og ber þar helsta að nefna gömlu brýnin Heimi Örn Árnason og Hrein Þór Hauksson,“ segir í fréttinni. Þegar liðin mættust á sama stað í upphafi síðustu leiktíðar í Grill 66 deild karla vann KA 10-0 sigur eftir að leikurinn hafði endað með 19-19 jafntefli. Í síðari leik liðanna vann Akureyri fjögurra marka sigur, 24-20, fyrir framan meira en 1100 áhorfendur í Íþróttahöllinni. KA-menn auglýsa líka leikinn á heimasíðu sinni og kalla leikinn „baráttuna um bæinn“ en það má lesa upphitun þeirra með því að smella hér.
Olís-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira