Lífið

Verkamaðurinn mætti aftur: Louis hjálpaði Russell í meðferð og hann er að blómstra

Stefán Árni Pálsson skrifar
Russell heillaði Breta annað árið í röð.
Russell heillaði Breta annað árið í röð.

Anthony Russell er verkamaður frá Liverpool sem mætti aftur í áheyrnaprufu í bresku útgáfuna af X-Factor á dögunum en hann vakti mikla athygli í sömu þáttum fyrir ári síðan, en þá mætti hann glóðarauga á staðinn.

Russell stóð sig vel í fyrra en ætlar sér greinilega að gera enn betri hluti í ár en hann hefur í mörg ár glímt við töluverða fíkn og segist vera edrú í dag.

Hann flutti lagið Wake me up eftir sænska plötusnúðinn Avicii sem lést fyrr á þessu ári.

Þessi 28 ára verkamaður sló aftur í gegn í fyrstu prufu og heillaði hann dómnefndina og áhorfendur upp úr skónum.

Eftir síðustu þáttaröð hafði Louis Tomlinson samband við Russell og bauðst til að aðstoða hann. Stuttu seinna fór hann í meðferð og virðist hafa náð sér á strik en Tomlinson er dómari í X-Factor. Söngvarinn flaug áfram í næstu umferð eins og sjá má hér að neðan.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.