Lífið

Verkamaður frá Liverpool mætti með glóðarauga og heillaði dómnefndina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Russell tók lagið Issues.
Russell tók lagið Issues.

Anthony Russell er verkamaður frá Liverpool sem mætti með glóðarauga í áheyrnaprufu í bresku útgáfuna af X-Factor á dögunum.

Þættirnir hófu göngu sína á Stöð 2 á föstudagskvöldið og var Russell einn af þeim sem sló í gegn í fyrsta þætti.

Hann tók lagið Issues með Julia Michaels og gjörsamlega negldi lagið. Ráðist var á Russell þegar hann var úti að skemmta sér nokkrum dögum fyrir áheyrnarprufuna en hann mætti samt sem áður. Russell segist hafa átt erfitt líf og vill hann breyta því fyrir sig og dóttur sína.

Hér að neðan má sjá þessa flottu áheyrnarprufu en hann rauk í gegn með fjögur já.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.