Handbolti

Rut Jónsdóttir kemur aftur inn í landsliðið fyrir tvo leiki við Svía

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rut Jónsdóttir hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu á undanförnum árum.
Rut Jónsdóttir hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu á undanförnum árum. vísir/ernir
Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta, hefur valið 21 leikmann fyrir tvo vináttulandsleiki við Svía sem fram fara í Schenker-höllinni í Hafnarfirði fimmtudaginn 27. september kl. 19.30 og laugardaginn 29. september kl. 16.00. Hópurinn kemur saman 24. september.

Rut Jónsdóttir kemur nú aftur inn í landsliðið eftir barnsburðarleyfi en hún var búin vera lykilmaður í íslenska landsliðinu í mörg ár.

Hk-konan Sigríður Hauksdóttir er líka valin í landsliðið en hún er lykilmaður hjá nýliðum HK í Olís deild kvenna í vetur.

Steinunn Björnsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og Guðrún Ósk Maríasdóttir gefa ekki kost á sér að þessu sinni og munar talsvert um þær allar í varnarleiknum.

Leikmannahópinn má sjá hér:

Markmenn

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, ÍBV

Hafdís Renötudóttir, Boden

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel Håndb.

Vinstra horn

Steinunn Hansdóttir, Horsens HH

Sigríður Hauksdóttir, HK

Vinstri skytta

Andrea Jacobsen, Kristianstad

Helena Rut Örvarsdóttir, Byåsen

Lovísa Thompson, Valur

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram

Miðjumenn

Ester Óskarsdóttir, ÍBV

Eva Björk Davíðsdóttir, Ajax    

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss

Karen Knútsdóttir, Fram

Hægri skytta

Díana Dögg Magnúsdóttir, Valur

Rut Jónsdóttir, Esbjerg

Thea Imani Sturludóttir, Volda

 

Hægra horn

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjarnan

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram    

Línumenn

Arna Sif Pálsdóttir, ÍBV

Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss

Varnarmaður

Berglind Þorsteinsdóttir, HK




Fleiri fréttir

Sjá meira


×