Hefur fundið krákustíg í veðurfari: „Það hlýnar í 35 ár og kólnar í 35 ár“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2018 16:30 Páll Bergþórsson er reynslumesti veðurfræðingur landsins. Þó Páli Bergþórssyni hafi verið gert að hætta störfum á Veðurstofunni fyrir 25 árum sökum aldurs er hann hvergi banginn, birtir daglega veðurspá á Facebook og skellir sér í fallhlífarstökk. Auk þess vinnur Páll að umfangsmikilli vísindagrein og leggur mikla áherslu á daglega hreyfingu og agað mataræði. Hann segir mikilvægt að finna sér einhvern tilgang og lúra ekki bara heima, þrátt fyrir að vera kominn á miðjan tíræðisaldur. Þess utan situr hann þó ekki auðum höndum og birtir t.a.m. daglega veðurspá á Facebook síðu sinni tíu daga fram í tímann. Fjölmargir fylgjast með spánni á hverjum morgni, enda á Páll tæplega fimm þúsund vini á miðlinum. Fjallað var um Pál í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Bergþór sonur minn fór í svona fallhlífarstökk og Albert hans og ég fylgist alveg með því. Um leið og þeir voru lentir, þá bara datt mér í hug að ég ætti að fara líka. Mér fannst þetta vel við eiga því ég hef verið að eiga við gufuhvolfið geysilega lengi. Það eru, núna í haust, sjötíu ár síðan ég var ráðinn á veðurstofuna. Ég hef alltaf verið tengdur þessu gufuhvolfi en aldrei farið í gegnum það án þess að vera í flugvél.“Gott að hafa verkefni Páll segist ekkert hafa verið smeykur í frjálsu falli. „Eftir að ég var orðinn ekkjumaður, þá var ekki þörf fyrir mig lengur. Ég fylgdist með konunni minni meðan hún var á dvalarheimili, en svo fannst mér ég vera orðinn eitthvað svona umkomulaus og atvinnulaus svo ég tók upp á því að fara að útbúa spár á Fésbókinni og senda þær á hverjum morgni og hef gert það í fimm ár síðan,“ segir Páll og bætir við: „Ég hef gaman að þessu og finnst það sérstaklega gaman að hafa einhvern tilgang, hafa einhver verkefni og fara á fætur nákvæmlega klukkan sjö og tek smá morgunleikfimi og fer í göngutúr. Þá er maður búinn að fá svona einhverskonar dagsverk rétt eins og þegar maður var á skikkanlegum aldri.“ Auk þess hefur hann undanfarið unnið að umfangsmikilli vísindagrein um þróun veðurfars á jörðinni til næstu aldamóta, sem er vel á veg komin. „Þar þykist ég hafa fundið eitthvað sem enginn kannast við. Það er einskonar krákustígur sem hitinn fylgir upp og niður. Það hlýnar í 35 ár og kólnar í 35 ár.“ Hér að neðan má sjá spjallið við Pál. Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Þó Páli Bergþórssyni hafi verið gert að hætta störfum á Veðurstofunni fyrir 25 árum sökum aldurs er hann hvergi banginn, birtir daglega veðurspá á Facebook og skellir sér í fallhlífarstökk. Auk þess vinnur Páll að umfangsmikilli vísindagrein og leggur mikla áherslu á daglega hreyfingu og agað mataræði. Hann segir mikilvægt að finna sér einhvern tilgang og lúra ekki bara heima, þrátt fyrir að vera kominn á miðjan tíræðisaldur. Þess utan situr hann þó ekki auðum höndum og birtir t.a.m. daglega veðurspá á Facebook síðu sinni tíu daga fram í tímann. Fjölmargir fylgjast með spánni á hverjum morgni, enda á Páll tæplega fimm þúsund vini á miðlinum. Fjallað var um Pál í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Bergþór sonur minn fór í svona fallhlífarstökk og Albert hans og ég fylgist alveg með því. Um leið og þeir voru lentir, þá bara datt mér í hug að ég ætti að fara líka. Mér fannst þetta vel við eiga því ég hef verið að eiga við gufuhvolfið geysilega lengi. Það eru, núna í haust, sjötíu ár síðan ég var ráðinn á veðurstofuna. Ég hef alltaf verið tengdur þessu gufuhvolfi en aldrei farið í gegnum það án þess að vera í flugvél.“Gott að hafa verkefni Páll segist ekkert hafa verið smeykur í frjálsu falli. „Eftir að ég var orðinn ekkjumaður, þá var ekki þörf fyrir mig lengur. Ég fylgdist með konunni minni meðan hún var á dvalarheimili, en svo fannst mér ég vera orðinn eitthvað svona umkomulaus og atvinnulaus svo ég tók upp á því að fara að útbúa spár á Fésbókinni og senda þær á hverjum morgni og hef gert það í fimm ár síðan,“ segir Páll og bætir við: „Ég hef gaman að þessu og finnst það sérstaklega gaman að hafa einhvern tilgang, hafa einhver verkefni og fara á fætur nákvæmlega klukkan sjö og tek smá morgunleikfimi og fer í göngutúr. Þá er maður búinn að fá svona einhverskonar dagsverk rétt eins og þegar maður var á skikkanlegum aldri.“ Auk þess hefur hann undanfarið unnið að umfangsmikilli vísindagrein um þróun veðurfars á jörðinni til næstu aldamóta, sem er vel á veg komin. „Þar þykist ég hafa fundið eitthvað sem enginn kannast við. Það er einskonar krákustígur sem hitinn fylgir upp og niður. Það hlýnar í 35 ár og kólnar í 35 ár.“ Hér að neðan má sjá spjallið við Pál.
Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira