Hefur fundið krákustíg í veðurfari: „Það hlýnar í 35 ár og kólnar í 35 ár“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2018 16:30 Páll Bergþórsson er reynslumesti veðurfræðingur landsins. Þó Páli Bergþórssyni hafi verið gert að hætta störfum á Veðurstofunni fyrir 25 árum sökum aldurs er hann hvergi banginn, birtir daglega veðurspá á Facebook og skellir sér í fallhlífarstökk. Auk þess vinnur Páll að umfangsmikilli vísindagrein og leggur mikla áherslu á daglega hreyfingu og agað mataræði. Hann segir mikilvægt að finna sér einhvern tilgang og lúra ekki bara heima, þrátt fyrir að vera kominn á miðjan tíræðisaldur. Þess utan situr hann þó ekki auðum höndum og birtir t.a.m. daglega veðurspá á Facebook síðu sinni tíu daga fram í tímann. Fjölmargir fylgjast með spánni á hverjum morgni, enda á Páll tæplega fimm þúsund vini á miðlinum. Fjallað var um Pál í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Bergþór sonur minn fór í svona fallhlífarstökk og Albert hans og ég fylgist alveg með því. Um leið og þeir voru lentir, þá bara datt mér í hug að ég ætti að fara líka. Mér fannst þetta vel við eiga því ég hef verið að eiga við gufuhvolfið geysilega lengi. Það eru, núna í haust, sjötíu ár síðan ég var ráðinn á veðurstofuna. Ég hef alltaf verið tengdur þessu gufuhvolfi en aldrei farið í gegnum það án þess að vera í flugvél.“Gott að hafa verkefni Páll segist ekkert hafa verið smeykur í frjálsu falli. „Eftir að ég var orðinn ekkjumaður, þá var ekki þörf fyrir mig lengur. Ég fylgdist með konunni minni meðan hún var á dvalarheimili, en svo fannst mér ég vera orðinn eitthvað svona umkomulaus og atvinnulaus svo ég tók upp á því að fara að útbúa spár á Fésbókinni og senda þær á hverjum morgni og hef gert það í fimm ár síðan,“ segir Páll og bætir við: „Ég hef gaman að þessu og finnst það sérstaklega gaman að hafa einhvern tilgang, hafa einhver verkefni og fara á fætur nákvæmlega klukkan sjö og tek smá morgunleikfimi og fer í göngutúr. Þá er maður búinn að fá svona einhverskonar dagsverk rétt eins og þegar maður var á skikkanlegum aldri.“ Auk þess hefur hann undanfarið unnið að umfangsmikilli vísindagrein um þróun veðurfars á jörðinni til næstu aldamóta, sem er vel á veg komin. „Þar þykist ég hafa fundið eitthvað sem enginn kannast við. Það er einskonar krákustígur sem hitinn fylgir upp og niður. Það hlýnar í 35 ár og kólnar í 35 ár.“ Hér að neðan má sjá spjallið við Pál. Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Þó Páli Bergþórssyni hafi verið gert að hætta störfum á Veðurstofunni fyrir 25 árum sökum aldurs er hann hvergi banginn, birtir daglega veðurspá á Facebook og skellir sér í fallhlífarstökk. Auk þess vinnur Páll að umfangsmikilli vísindagrein og leggur mikla áherslu á daglega hreyfingu og agað mataræði. Hann segir mikilvægt að finna sér einhvern tilgang og lúra ekki bara heima, þrátt fyrir að vera kominn á miðjan tíræðisaldur. Þess utan situr hann þó ekki auðum höndum og birtir t.a.m. daglega veðurspá á Facebook síðu sinni tíu daga fram í tímann. Fjölmargir fylgjast með spánni á hverjum morgni, enda á Páll tæplega fimm þúsund vini á miðlinum. Fjallað var um Pál í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Bergþór sonur minn fór í svona fallhlífarstökk og Albert hans og ég fylgist alveg með því. Um leið og þeir voru lentir, þá bara datt mér í hug að ég ætti að fara líka. Mér fannst þetta vel við eiga því ég hef verið að eiga við gufuhvolfið geysilega lengi. Það eru, núna í haust, sjötíu ár síðan ég var ráðinn á veðurstofuna. Ég hef alltaf verið tengdur þessu gufuhvolfi en aldrei farið í gegnum það án þess að vera í flugvél.“Gott að hafa verkefni Páll segist ekkert hafa verið smeykur í frjálsu falli. „Eftir að ég var orðinn ekkjumaður, þá var ekki þörf fyrir mig lengur. Ég fylgdist með konunni minni meðan hún var á dvalarheimili, en svo fannst mér ég vera orðinn eitthvað svona umkomulaus og atvinnulaus svo ég tók upp á því að fara að útbúa spár á Fésbókinni og senda þær á hverjum morgni og hef gert það í fimm ár síðan,“ segir Páll og bætir við: „Ég hef gaman að þessu og finnst það sérstaklega gaman að hafa einhvern tilgang, hafa einhver verkefni og fara á fætur nákvæmlega klukkan sjö og tek smá morgunleikfimi og fer í göngutúr. Þá er maður búinn að fá svona einhverskonar dagsverk rétt eins og þegar maður var á skikkanlegum aldri.“ Auk þess hefur hann undanfarið unnið að umfangsmikilli vísindagrein um þróun veðurfars á jörðinni til næstu aldamóta, sem er vel á veg komin. „Þar þykist ég hafa fundið eitthvað sem enginn kannast við. Það er einskonar krákustígur sem hitinn fylgir upp og niður. Það hlýnar í 35 ár og kólnar í 35 ár.“ Hér að neðan má sjá spjallið við Pál.
Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“