Hefur fundið krákustíg í veðurfari: „Það hlýnar í 35 ár og kólnar í 35 ár“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2018 16:30 Páll Bergþórsson er reynslumesti veðurfræðingur landsins. Þó Páli Bergþórssyni hafi verið gert að hætta störfum á Veðurstofunni fyrir 25 árum sökum aldurs er hann hvergi banginn, birtir daglega veðurspá á Facebook og skellir sér í fallhlífarstökk. Auk þess vinnur Páll að umfangsmikilli vísindagrein og leggur mikla áherslu á daglega hreyfingu og agað mataræði. Hann segir mikilvægt að finna sér einhvern tilgang og lúra ekki bara heima, þrátt fyrir að vera kominn á miðjan tíræðisaldur. Þess utan situr hann þó ekki auðum höndum og birtir t.a.m. daglega veðurspá á Facebook síðu sinni tíu daga fram í tímann. Fjölmargir fylgjast með spánni á hverjum morgni, enda á Páll tæplega fimm þúsund vini á miðlinum. Fjallað var um Pál í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Bergþór sonur minn fór í svona fallhlífarstökk og Albert hans og ég fylgist alveg með því. Um leið og þeir voru lentir, þá bara datt mér í hug að ég ætti að fara líka. Mér fannst þetta vel við eiga því ég hef verið að eiga við gufuhvolfið geysilega lengi. Það eru, núna í haust, sjötíu ár síðan ég var ráðinn á veðurstofuna. Ég hef alltaf verið tengdur þessu gufuhvolfi en aldrei farið í gegnum það án þess að vera í flugvél.“Gott að hafa verkefni Páll segist ekkert hafa verið smeykur í frjálsu falli. „Eftir að ég var orðinn ekkjumaður, þá var ekki þörf fyrir mig lengur. Ég fylgdist með konunni minni meðan hún var á dvalarheimili, en svo fannst mér ég vera orðinn eitthvað svona umkomulaus og atvinnulaus svo ég tók upp á því að fara að útbúa spár á Fésbókinni og senda þær á hverjum morgni og hef gert það í fimm ár síðan,“ segir Páll og bætir við: „Ég hef gaman að þessu og finnst það sérstaklega gaman að hafa einhvern tilgang, hafa einhver verkefni og fara á fætur nákvæmlega klukkan sjö og tek smá morgunleikfimi og fer í göngutúr. Þá er maður búinn að fá svona einhverskonar dagsverk rétt eins og þegar maður var á skikkanlegum aldri.“ Auk þess hefur hann undanfarið unnið að umfangsmikilli vísindagrein um þróun veðurfars á jörðinni til næstu aldamóta, sem er vel á veg komin. „Þar þykist ég hafa fundið eitthvað sem enginn kannast við. Það er einskonar krákustígur sem hitinn fylgir upp og niður. Það hlýnar í 35 ár og kólnar í 35 ár.“ Hér að neðan má sjá spjallið við Pál. Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Þó Páli Bergþórssyni hafi verið gert að hætta störfum á Veðurstofunni fyrir 25 árum sökum aldurs er hann hvergi banginn, birtir daglega veðurspá á Facebook og skellir sér í fallhlífarstökk. Auk þess vinnur Páll að umfangsmikilli vísindagrein og leggur mikla áherslu á daglega hreyfingu og agað mataræði. Hann segir mikilvægt að finna sér einhvern tilgang og lúra ekki bara heima, þrátt fyrir að vera kominn á miðjan tíræðisaldur. Þess utan situr hann þó ekki auðum höndum og birtir t.a.m. daglega veðurspá á Facebook síðu sinni tíu daga fram í tímann. Fjölmargir fylgjast með spánni á hverjum morgni, enda á Páll tæplega fimm þúsund vini á miðlinum. Fjallað var um Pál í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Bergþór sonur minn fór í svona fallhlífarstökk og Albert hans og ég fylgist alveg með því. Um leið og þeir voru lentir, þá bara datt mér í hug að ég ætti að fara líka. Mér fannst þetta vel við eiga því ég hef verið að eiga við gufuhvolfið geysilega lengi. Það eru, núna í haust, sjötíu ár síðan ég var ráðinn á veðurstofuna. Ég hef alltaf verið tengdur þessu gufuhvolfi en aldrei farið í gegnum það án þess að vera í flugvél.“Gott að hafa verkefni Páll segist ekkert hafa verið smeykur í frjálsu falli. „Eftir að ég var orðinn ekkjumaður, þá var ekki þörf fyrir mig lengur. Ég fylgdist með konunni minni meðan hún var á dvalarheimili, en svo fannst mér ég vera orðinn eitthvað svona umkomulaus og atvinnulaus svo ég tók upp á því að fara að útbúa spár á Fésbókinni og senda þær á hverjum morgni og hef gert það í fimm ár síðan,“ segir Páll og bætir við: „Ég hef gaman að þessu og finnst það sérstaklega gaman að hafa einhvern tilgang, hafa einhver verkefni og fara á fætur nákvæmlega klukkan sjö og tek smá morgunleikfimi og fer í göngutúr. Þá er maður búinn að fá svona einhverskonar dagsverk rétt eins og þegar maður var á skikkanlegum aldri.“ Auk þess hefur hann undanfarið unnið að umfangsmikilli vísindagrein um þróun veðurfars á jörðinni til næstu aldamóta, sem er vel á veg komin. „Þar þykist ég hafa fundið eitthvað sem enginn kannast við. Það er einskonar krákustígur sem hitinn fylgir upp og niður. Það hlýnar í 35 ár og kólnar í 35 ár.“ Hér að neðan má sjá spjallið við Pál.
Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira