Slökkviliðskonum fjölgað úr einni í sjö: „Þetta er allt að koma“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2018 16:15 Ómar Ágústsson og Birna Björnsdóttir. „Ég er búin að vera hérna í rúm tíu ár og var lengi vel ein. Við erum hins vegar orðnar sjö núna og það er mikill sigur – okkur hefur fjölgað úr einni í sjö síðan 2015, þannig að þetta er allt að koma,“ segir slökkviliðskonan Birna Björnsdóttir. Birna verður meðal þátttakenda í Íslandsmóti slökkviliða í Mosfellsbæ á morgun, en keppnin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fyrirkomulagið er hins vegar vel þekkt erlendis, en m.a. er keppt í lagnavinnu, 70 kílóa brúðudrætti og brúsaburði svo dæmi séu tekin. Ísland í dag leit við á slökkvistöðinni í Hafnarfirði, þar sem fólk var í óða önn að æfa fyrir mót morgundagsins. Á stöðinni starfar fólk úr ýmsum áttum sem er sammála um að starfið togi í, þó leiðin hafi í upphafi legið allt annað. Einn þeirra er hinn 35 ára gamli Gylfi Jónsson, sem hefur verið slökkviliðsmaður í hálft annað ár.Úr félagsráðgjöf í slökkviliðið„Ég er félagsráðgjafi og hef unnið mikið í barnaverndarmálum. Hér koma margar starfsgreinar saman, sem er mikill kostur, enda alls konar störf sem við þurfum að ganga í,“ segir Gylfi, en í faginu eru líka sálfræðingar og stjórnmálafræðingar, svo dæmi séu tekin. Þau segja meirihluta starfsins felast í að bruna um bæinn á sjúkrabíl, en þess á milli vinnur fólk í að halda sér og stöðinni við – auk þess sem reglulega þarf að slökkva elda, klippa fólk út úr bílum og fara inn í aðstæður sem flestu fólki finnst líklega afar yfirþyrmandi. „Það eru náttúrulega bara ákveðnar týpur sem fúnkera í þessu. Ég held samt að flestir sem eru hjá slökkviliðinu séu ekkert þessi stressaða týpa. Við erum róleg þegar við komum á vettvang, sama hvað er í gangi. Það þarf svolítið að ákveða það bara,“ segir Ómar Ágústsson, slökkviliðsmaður og skipuleggjandi Íslandsmótsins.Nánar verður fjallað um málið í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Í þætti kvöldsins verður einnig litið við á Skólavörðuholtinu, þar sem viðskiptagreinakennari í Verzló ákvað að venda kvæði sínu í kross og opna snúðasöluvagn ásamt syni sínum. Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Fleiri fréttir Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Sjá meira
„Ég er búin að vera hérna í rúm tíu ár og var lengi vel ein. Við erum hins vegar orðnar sjö núna og það er mikill sigur – okkur hefur fjölgað úr einni í sjö síðan 2015, þannig að þetta er allt að koma,“ segir slökkviliðskonan Birna Björnsdóttir. Birna verður meðal þátttakenda í Íslandsmóti slökkviliða í Mosfellsbæ á morgun, en keppnin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fyrirkomulagið er hins vegar vel þekkt erlendis, en m.a. er keppt í lagnavinnu, 70 kílóa brúðudrætti og brúsaburði svo dæmi séu tekin. Ísland í dag leit við á slökkvistöðinni í Hafnarfirði, þar sem fólk var í óða önn að æfa fyrir mót morgundagsins. Á stöðinni starfar fólk úr ýmsum áttum sem er sammála um að starfið togi í, þó leiðin hafi í upphafi legið allt annað. Einn þeirra er hinn 35 ára gamli Gylfi Jónsson, sem hefur verið slökkviliðsmaður í hálft annað ár.Úr félagsráðgjöf í slökkviliðið„Ég er félagsráðgjafi og hef unnið mikið í barnaverndarmálum. Hér koma margar starfsgreinar saman, sem er mikill kostur, enda alls konar störf sem við þurfum að ganga í,“ segir Gylfi, en í faginu eru líka sálfræðingar og stjórnmálafræðingar, svo dæmi séu tekin. Þau segja meirihluta starfsins felast í að bruna um bæinn á sjúkrabíl, en þess á milli vinnur fólk í að halda sér og stöðinni við – auk þess sem reglulega þarf að slökkva elda, klippa fólk út úr bílum og fara inn í aðstæður sem flestu fólki finnst líklega afar yfirþyrmandi. „Það eru náttúrulega bara ákveðnar týpur sem fúnkera í þessu. Ég held samt að flestir sem eru hjá slökkviliðinu séu ekkert þessi stressaða týpa. Við erum róleg þegar við komum á vettvang, sama hvað er í gangi. Það þarf svolítið að ákveða það bara,“ segir Ómar Ágústsson, slökkviliðsmaður og skipuleggjandi Íslandsmótsins.Nánar verður fjallað um málið í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Í þætti kvöldsins verður einnig litið við á Skólavörðuholtinu, þar sem viðskiptagreinakennari í Verzló ákvað að venda kvæði sínu í kross og opna snúðasöluvagn ásamt syni sínum.
Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Fleiri fréttir Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Sjá meira