Slökkviliðskonum fjölgað úr einni í sjö: „Þetta er allt að koma“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2018 16:15 Ómar Ágústsson og Birna Björnsdóttir. „Ég er búin að vera hérna í rúm tíu ár og var lengi vel ein. Við erum hins vegar orðnar sjö núna og það er mikill sigur – okkur hefur fjölgað úr einni í sjö síðan 2015, þannig að þetta er allt að koma,“ segir slökkviliðskonan Birna Björnsdóttir. Birna verður meðal þátttakenda í Íslandsmóti slökkviliða í Mosfellsbæ á morgun, en keppnin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fyrirkomulagið er hins vegar vel þekkt erlendis, en m.a. er keppt í lagnavinnu, 70 kílóa brúðudrætti og brúsaburði svo dæmi séu tekin. Ísland í dag leit við á slökkvistöðinni í Hafnarfirði, þar sem fólk var í óða önn að æfa fyrir mót morgundagsins. Á stöðinni starfar fólk úr ýmsum áttum sem er sammála um að starfið togi í, þó leiðin hafi í upphafi legið allt annað. Einn þeirra er hinn 35 ára gamli Gylfi Jónsson, sem hefur verið slökkviliðsmaður í hálft annað ár.Úr félagsráðgjöf í slökkviliðið„Ég er félagsráðgjafi og hef unnið mikið í barnaverndarmálum. Hér koma margar starfsgreinar saman, sem er mikill kostur, enda alls konar störf sem við þurfum að ganga í,“ segir Gylfi, en í faginu eru líka sálfræðingar og stjórnmálafræðingar, svo dæmi séu tekin. Þau segja meirihluta starfsins felast í að bruna um bæinn á sjúkrabíl, en þess á milli vinnur fólk í að halda sér og stöðinni við – auk þess sem reglulega þarf að slökkva elda, klippa fólk út úr bílum og fara inn í aðstæður sem flestu fólki finnst líklega afar yfirþyrmandi. „Það eru náttúrulega bara ákveðnar týpur sem fúnkera í þessu. Ég held samt að flestir sem eru hjá slökkviliðinu séu ekkert þessi stressaða týpa. Við erum róleg þegar við komum á vettvang, sama hvað er í gangi. Það þarf svolítið að ákveða það bara,“ segir Ómar Ágústsson, slökkviliðsmaður og skipuleggjandi Íslandsmótsins.Nánar verður fjallað um málið í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Í þætti kvöldsins verður einnig litið við á Skólavörðuholtinu, þar sem viðskiptagreinakennari í Verzló ákvað að venda kvæði sínu í kross og opna snúðasöluvagn ásamt syni sínum. Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
„Ég er búin að vera hérna í rúm tíu ár og var lengi vel ein. Við erum hins vegar orðnar sjö núna og það er mikill sigur – okkur hefur fjölgað úr einni í sjö síðan 2015, þannig að þetta er allt að koma,“ segir slökkviliðskonan Birna Björnsdóttir. Birna verður meðal þátttakenda í Íslandsmóti slökkviliða í Mosfellsbæ á morgun, en keppnin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fyrirkomulagið er hins vegar vel þekkt erlendis, en m.a. er keppt í lagnavinnu, 70 kílóa brúðudrætti og brúsaburði svo dæmi séu tekin. Ísland í dag leit við á slökkvistöðinni í Hafnarfirði, þar sem fólk var í óða önn að æfa fyrir mót morgundagsins. Á stöðinni starfar fólk úr ýmsum áttum sem er sammála um að starfið togi í, þó leiðin hafi í upphafi legið allt annað. Einn þeirra er hinn 35 ára gamli Gylfi Jónsson, sem hefur verið slökkviliðsmaður í hálft annað ár.Úr félagsráðgjöf í slökkviliðið„Ég er félagsráðgjafi og hef unnið mikið í barnaverndarmálum. Hér koma margar starfsgreinar saman, sem er mikill kostur, enda alls konar störf sem við þurfum að ganga í,“ segir Gylfi, en í faginu eru líka sálfræðingar og stjórnmálafræðingar, svo dæmi séu tekin. Þau segja meirihluta starfsins felast í að bruna um bæinn á sjúkrabíl, en þess á milli vinnur fólk í að halda sér og stöðinni við – auk þess sem reglulega þarf að slökkva elda, klippa fólk út úr bílum og fara inn í aðstæður sem flestu fólki finnst líklega afar yfirþyrmandi. „Það eru náttúrulega bara ákveðnar týpur sem fúnkera í þessu. Ég held samt að flestir sem eru hjá slökkviliðinu séu ekkert þessi stressaða týpa. Við erum róleg þegar við komum á vettvang, sama hvað er í gangi. Það þarf svolítið að ákveða það bara,“ segir Ómar Ágústsson, slökkviliðsmaður og skipuleggjandi Íslandsmótsins.Nánar verður fjallað um málið í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Í þætti kvöldsins verður einnig litið við á Skólavörðuholtinu, þar sem viðskiptagreinakennari í Verzló ákvað að venda kvæði sínu í kross og opna snúðasöluvagn ásamt syni sínum.
Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira