Slökkviliðskonum fjölgað úr einni í sjö: „Þetta er allt að koma“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2018 16:15 Ómar Ágústsson og Birna Björnsdóttir. „Ég er búin að vera hérna í rúm tíu ár og var lengi vel ein. Við erum hins vegar orðnar sjö núna og það er mikill sigur – okkur hefur fjölgað úr einni í sjö síðan 2015, þannig að þetta er allt að koma,“ segir slökkviliðskonan Birna Björnsdóttir. Birna verður meðal þátttakenda í Íslandsmóti slökkviliða í Mosfellsbæ á morgun, en keppnin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fyrirkomulagið er hins vegar vel þekkt erlendis, en m.a. er keppt í lagnavinnu, 70 kílóa brúðudrætti og brúsaburði svo dæmi séu tekin. Ísland í dag leit við á slökkvistöðinni í Hafnarfirði, þar sem fólk var í óða önn að æfa fyrir mót morgundagsins. Á stöðinni starfar fólk úr ýmsum áttum sem er sammála um að starfið togi í, þó leiðin hafi í upphafi legið allt annað. Einn þeirra er hinn 35 ára gamli Gylfi Jónsson, sem hefur verið slökkviliðsmaður í hálft annað ár.Úr félagsráðgjöf í slökkviliðið„Ég er félagsráðgjafi og hef unnið mikið í barnaverndarmálum. Hér koma margar starfsgreinar saman, sem er mikill kostur, enda alls konar störf sem við þurfum að ganga í,“ segir Gylfi, en í faginu eru líka sálfræðingar og stjórnmálafræðingar, svo dæmi séu tekin. Þau segja meirihluta starfsins felast í að bruna um bæinn á sjúkrabíl, en þess á milli vinnur fólk í að halda sér og stöðinni við – auk þess sem reglulega þarf að slökkva elda, klippa fólk út úr bílum og fara inn í aðstæður sem flestu fólki finnst líklega afar yfirþyrmandi. „Það eru náttúrulega bara ákveðnar týpur sem fúnkera í þessu. Ég held samt að flestir sem eru hjá slökkviliðinu séu ekkert þessi stressaða týpa. Við erum róleg þegar við komum á vettvang, sama hvað er í gangi. Það þarf svolítið að ákveða það bara,“ segir Ómar Ágústsson, slökkviliðsmaður og skipuleggjandi Íslandsmótsins.Nánar verður fjallað um málið í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Í þætti kvöldsins verður einnig litið við á Skólavörðuholtinu, þar sem viðskiptagreinakennari í Verzló ákvað að venda kvæði sínu í kross og opna snúðasöluvagn ásamt syni sínum. Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Sjá meira
„Ég er búin að vera hérna í rúm tíu ár og var lengi vel ein. Við erum hins vegar orðnar sjö núna og það er mikill sigur – okkur hefur fjölgað úr einni í sjö síðan 2015, þannig að þetta er allt að koma,“ segir slökkviliðskonan Birna Björnsdóttir. Birna verður meðal þátttakenda í Íslandsmóti slökkviliða í Mosfellsbæ á morgun, en keppnin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fyrirkomulagið er hins vegar vel þekkt erlendis, en m.a. er keppt í lagnavinnu, 70 kílóa brúðudrætti og brúsaburði svo dæmi séu tekin. Ísland í dag leit við á slökkvistöðinni í Hafnarfirði, þar sem fólk var í óða önn að æfa fyrir mót morgundagsins. Á stöðinni starfar fólk úr ýmsum áttum sem er sammála um að starfið togi í, þó leiðin hafi í upphafi legið allt annað. Einn þeirra er hinn 35 ára gamli Gylfi Jónsson, sem hefur verið slökkviliðsmaður í hálft annað ár.Úr félagsráðgjöf í slökkviliðið„Ég er félagsráðgjafi og hef unnið mikið í barnaverndarmálum. Hér koma margar starfsgreinar saman, sem er mikill kostur, enda alls konar störf sem við þurfum að ganga í,“ segir Gylfi, en í faginu eru líka sálfræðingar og stjórnmálafræðingar, svo dæmi séu tekin. Þau segja meirihluta starfsins felast í að bruna um bæinn á sjúkrabíl, en þess á milli vinnur fólk í að halda sér og stöðinni við – auk þess sem reglulega þarf að slökkva elda, klippa fólk út úr bílum og fara inn í aðstæður sem flestu fólki finnst líklega afar yfirþyrmandi. „Það eru náttúrulega bara ákveðnar týpur sem fúnkera í þessu. Ég held samt að flestir sem eru hjá slökkviliðinu séu ekkert þessi stressaða týpa. Við erum róleg þegar við komum á vettvang, sama hvað er í gangi. Það þarf svolítið að ákveða það bara,“ segir Ómar Ágústsson, slökkviliðsmaður og skipuleggjandi Íslandsmótsins.Nánar verður fjallað um málið í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Í þætti kvöldsins verður einnig litið við á Skólavörðuholtinu, þar sem viðskiptagreinakennari í Verzló ákvað að venda kvæði sínu í kross og opna snúðasöluvagn ásamt syni sínum.
Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið