Slökkviliðskonum fjölgað úr einni í sjö: „Þetta er allt að koma“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2018 16:15 Ómar Ágústsson og Birna Björnsdóttir. „Ég er búin að vera hérna í rúm tíu ár og var lengi vel ein. Við erum hins vegar orðnar sjö núna og það er mikill sigur – okkur hefur fjölgað úr einni í sjö síðan 2015, þannig að þetta er allt að koma,“ segir slökkviliðskonan Birna Björnsdóttir. Birna verður meðal þátttakenda í Íslandsmóti slökkviliða í Mosfellsbæ á morgun, en keppnin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fyrirkomulagið er hins vegar vel þekkt erlendis, en m.a. er keppt í lagnavinnu, 70 kílóa brúðudrætti og brúsaburði svo dæmi séu tekin. Ísland í dag leit við á slökkvistöðinni í Hafnarfirði, þar sem fólk var í óða önn að æfa fyrir mót morgundagsins. Á stöðinni starfar fólk úr ýmsum áttum sem er sammála um að starfið togi í, þó leiðin hafi í upphafi legið allt annað. Einn þeirra er hinn 35 ára gamli Gylfi Jónsson, sem hefur verið slökkviliðsmaður í hálft annað ár.Úr félagsráðgjöf í slökkviliðið„Ég er félagsráðgjafi og hef unnið mikið í barnaverndarmálum. Hér koma margar starfsgreinar saman, sem er mikill kostur, enda alls konar störf sem við þurfum að ganga í,“ segir Gylfi, en í faginu eru líka sálfræðingar og stjórnmálafræðingar, svo dæmi séu tekin. Þau segja meirihluta starfsins felast í að bruna um bæinn á sjúkrabíl, en þess á milli vinnur fólk í að halda sér og stöðinni við – auk þess sem reglulega þarf að slökkva elda, klippa fólk út úr bílum og fara inn í aðstæður sem flestu fólki finnst líklega afar yfirþyrmandi. „Það eru náttúrulega bara ákveðnar týpur sem fúnkera í þessu. Ég held samt að flestir sem eru hjá slökkviliðinu séu ekkert þessi stressaða týpa. Við erum róleg þegar við komum á vettvang, sama hvað er í gangi. Það þarf svolítið að ákveða það bara,“ segir Ómar Ágústsson, slökkviliðsmaður og skipuleggjandi Íslandsmótsins.Nánar verður fjallað um málið í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Í þætti kvöldsins verður einnig litið við á Skólavörðuholtinu, þar sem viðskiptagreinakennari í Verzló ákvað að venda kvæði sínu í kross og opna snúðasöluvagn ásamt syni sínum. Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
„Ég er búin að vera hérna í rúm tíu ár og var lengi vel ein. Við erum hins vegar orðnar sjö núna og það er mikill sigur – okkur hefur fjölgað úr einni í sjö síðan 2015, þannig að þetta er allt að koma,“ segir slökkviliðskonan Birna Björnsdóttir. Birna verður meðal þátttakenda í Íslandsmóti slökkviliða í Mosfellsbæ á morgun, en keppnin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fyrirkomulagið er hins vegar vel þekkt erlendis, en m.a. er keppt í lagnavinnu, 70 kílóa brúðudrætti og brúsaburði svo dæmi séu tekin. Ísland í dag leit við á slökkvistöðinni í Hafnarfirði, þar sem fólk var í óða önn að æfa fyrir mót morgundagsins. Á stöðinni starfar fólk úr ýmsum áttum sem er sammála um að starfið togi í, þó leiðin hafi í upphafi legið allt annað. Einn þeirra er hinn 35 ára gamli Gylfi Jónsson, sem hefur verið slökkviliðsmaður í hálft annað ár.Úr félagsráðgjöf í slökkviliðið„Ég er félagsráðgjafi og hef unnið mikið í barnaverndarmálum. Hér koma margar starfsgreinar saman, sem er mikill kostur, enda alls konar störf sem við þurfum að ganga í,“ segir Gylfi, en í faginu eru líka sálfræðingar og stjórnmálafræðingar, svo dæmi séu tekin. Þau segja meirihluta starfsins felast í að bruna um bæinn á sjúkrabíl, en þess á milli vinnur fólk í að halda sér og stöðinni við – auk þess sem reglulega þarf að slökkva elda, klippa fólk út úr bílum og fara inn í aðstæður sem flestu fólki finnst líklega afar yfirþyrmandi. „Það eru náttúrulega bara ákveðnar týpur sem fúnkera í þessu. Ég held samt að flestir sem eru hjá slökkviliðinu séu ekkert þessi stressaða týpa. Við erum róleg þegar við komum á vettvang, sama hvað er í gangi. Það þarf svolítið að ákveða það bara,“ segir Ómar Ágústsson, slökkviliðsmaður og skipuleggjandi Íslandsmótsins.Nánar verður fjallað um málið í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Í þætti kvöldsins verður einnig litið við á Skólavörðuholtinu, þar sem viðskiptagreinakennari í Verzló ákvað að venda kvæði sínu í kross og opna snúðasöluvagn ásamt syni sínum.
Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira