Selfyssingar unnu góðan sex marka sigur á Dragunas, 34-28, í fyrri leik liðanna er leikið var í nýju höllinni á Selfossi í fyrri leik liðanna í gær.
Afar skemmtileg tilþrif sáust í leiknum og hinn ungi og efnilegi Haukur Þrastarson heldur áfram að slá í gegn.
Hann átti algjörlega magnaða sendingu í leiknum er hann sendi boltann aftur fyrir bak, inn á Atla Ævar Ingólfsson sem skoraði.
Þessi glæsilegu tilþrif má sjá hér að neðan.
Það er ekki víst hvort EHF velji tilþrif umferðarinnar. En við erum ávalt reiðubúin að hjálpa til við slíkt val.
— Selfoss handbolti (@selfosshandb) September 2, 2018
Við kynnum því tilþrif umferðarinnar í EHF Cup!#selfosshandbolti #mjaltavélin #olisdeildin #handbolti pic.twitter.com/p8yZK34gPw