Lífið

Ísland í dag: „Hafði aldrei tækifæri til að segja takk við hann“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórleikarinn og mannvinurinn Stefán Karl Stefánsson féll frá í síðustu viku eftir tveggja ára baráttu við krabbamein, aðeins 43 ára gamall.
Stórleikarinn og mannvinurinn Stefán Karl Stefánsson féll frá í síðustu viku eftir tveggja ára baráttu við krabbamein, aðeins 43 ára gamall. vísir/valgarður
Stórleikarinn og mannvinurinn Stefán Karl Stefánsson féll frá í síðustu viku eftir tveggja ára baráttu við krabbamein, aðeins 43 ára gamall. Stefán kom víða við á litríkum ferli sínum, sem hófst snemma á unglingsárum hans í Hafnarfirði.

Eftir því sem árin liðu átti hann þó eftir að gleðja landsmenn á skjánum og á sviðinu, rétt eins og heimsbyggðina alla sem Glanni glæpur.

Því fer þó fjarri að leiklistin ein hafi verið Stefáni hugleikin, en sama hvert litið er þá virðast flestir kunna af því sögu hvernig hann áreynslulaust gerði líf fólksins í kringum sig aðeins betra.

Í þætti kvöldsins af Íslandi í dag verður rætt við vini og samferðafólk Stefáns Karls í gegnum árin, og m.a. rifjað upp hvernig samtökin Regnbogabörn urðu til, við eldhúsborð eitt í Hafnarfirði með níu ára stelpu sem treysti sér ekki í skólann vegna eineltis.

Hér að neðan má sjá stiklu úr þættinum, sem hefst klukkan 18.55.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×