Staðalímyndir, jafnrétti og launaþróun meðal lækna Reynir Arngrímsson skrifar 6. september 2018 07:00 Mikið hefur áunnist í jafnréttismálum læknastéttarinnar. Í dag eru 40% lækna konur og í útskriftarárgöngum lækna eru nú tveir af hverjum þremur kandídötum konur. Um 80% lækna í framhaldsnámi í heimilislækningum eru konur. Konur í læknastétt eru greinilega góðar fyrirmyndir ungra kvenna þegar kemur að vali á háskólanámi og starfsvettvangi. Þannig má segja að læknastéttin á Íslandi sé því í fararbroddi við að brjóta niður staðalímyndir og stuðla að jöfnum tækifærum karla og kvenna. Mættu aðrir taka það sér til fyrirmyndar, en talsvert ber enn á þeim ranghugmyndum að í læknastétt veljist eingöngu karlar. Að Læknafélagi Íslands eiga fjögur félög aðild. Félag sjúkrahúslækna sem stofnað var í upphafi þessa árs og í eru læknar sem vinna aðallega á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum, Félag íslenskra heimilislækna sem í eru aðallega læknar sem starfa á heilsugæslustöðvum og við heimilislækningar, Læknafélag Reykjavíkur (LR) sem í eru læknar sem starfa sjálfstætt að hluta til eða öllu leyti og Félag almennra lækna sem í eru 340 læknar sem fengið hafa lækningaleyfi. Þeir starfa sem almennir læknar í íslenska heilbrigðiskerfinu, á sjúkrahúsum og heilsugæslunni. Þar eru konur meirihluti starfandi lækna.Þróun dagvinnulauna kandídata og almennra lækna hlutfallslega og í krónum borið saman við aðrar starfsstéttir hins opinbera frá 2007 til 2017.Hagstæðari gerðardómar Í skýrslu McKinsey og Co. um Landspítalann, sem unnin var fyrir heilbrigðisráðuneytið, er bent m.a. á að læknar séu hlutfallslega of fáir í starfsmannahópi Landspítalans. Höfundar töldu að brýnasta forgangsverkefni heilbrigðiskerfisins væri að fjölga læknum en með því yrði hægt að gera alla ákvarðanatöku markvissari og skjótari, stytta biðtíma eftir meðferð og fækka legudögum sjúklinga og þar með minnka álag á stoðþjónustu s.s. hjúkrun. Þar var einnig ábending um að almennir læknar standi of stutt við í starfi á Íslandi og fjölga þurfi framhaldsnámstækifærum. Ef horft er til launakjara almennra lækna og þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í landinu þarf þetta ekki að koma á óvart. Nýlega birti fjármálaráðuneytið yfirlit yfir launaþróun ýmissa starfsstétta í opinberri þjónustu og þar með talið heilbrigðisstétta og háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins frá árinu 2007 til 2017. Þegar launakjör félagsmanna í Félagi almennra lækna eru skoðuð kemur í ljós að þeir hafa að mörgu leyti borið skarðan hlut frá borði þegar horft er til launaþróunar, hvort sem horft er til hlutfallslegrar hækkunar eða breytinga á meðaltals dagvinnulaunum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Kjarabaráttan 2014 hefur ekki skilað sama ávinningi fyrir almenna lækna og úrskurðir kjararáðs eða gerðardómar annarra heilbrigðis- og háskólamenntaðra stétta með sambærilega eða styttri námslengd að baki. Þó iðulega sé vísað til kjarabaráttu lækna og að þeir hafi verið undanfarar í baráttu fyrir endurnýjun kaupmáttar launa eftir hrunið 2008 er ljóst að þeir sem á eftir hafa komið hafa ótvírætt notið meiri samúðar við launasetningu af hálfu hins opinbera og stofnana á þess vegum.Menntun og framhaldsnám Færst hefur í vöxt að læknar útskrifist úr sínu sex ára grunnnámi frá erlendum háskólum. Þessir ungu læknar leita heim á ný og koma til starfa sem almennir læknar og gegna mikilvægu hlutverki í læknisþjónustunni og heilbrigðiskerfinu í heild. Námskostnaður þessa hóps er hár og skiptir miljónum króna í skólagjöld við hina erlendu háskóla á ári hverju. Ekki verður séð með góðu móti að núverandi launakjör og stutt starfsævi geti staðið undir slíkum námskostnaði, þegar enn er að lágmarki 5 ára framhaldsnámi ólokið auk kandídatsársins. En full menntun og þjálfun til sérfræðiviðurkenningar læknis tekur 12 til 14 ár frá stúdentsprófi. Á Íslandi er nú boðið upp á að ljúka framhaldsnámi í heimilislækningum og geðlækningum einum sérgreina læknisfræðinnar. Hlutanám í fleiri sérgreinum er í boði, en sá böggull fylgir skammrifi að Embætti landlæknis hefur fyrr á þessu ári tekið fyrir að læknar sem stunda meirihluta framhaldsnáms í sérgrein hérlendis og ljúka því við erlenda heilbrigðisstofnun geti sótt beint um sérfræðiviðurkenningu íslenskra heilbrigðisyfirvalda að afloknum tilskildum námstíma skv. reglugerð. Þessi ákvörðun ef fær að standa óhögguð mun lengja í flestum tilvikum þann tíma sem íslenska lækna tekur að fá full starfsréttindi í sérgrein, ef sú sérgreinanámsleið að starfa eftir kandídatsár á Íslandi er valin. Þannig er fjárhagslega hagstæðara og markvissara fyrir almenna lækna að halda strax utan til framhaldsnáms. Slíkt myndi skapa alvarlegri krísu innan kerfisins en við höfum kynnst til þessa. Að mörgu er að hyggja fyrir yfirvöld ef þessi staða á ekki að skaða þjónustu heilbrigðiskerfisins og bitna á sjúklingum. Núverandi launasetning og launaþróun almennra lækna og óviss staða sem upp er komin um réttindi til sérfræðiviðurkenningar svo og vanfjármögnun framhaldsnáms er áhyggjuefni sem krefst tafarlausra viðbragða og úrbóta heilbrigðisstofnana og heilbrigðisyfirvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Mikið hefur áunnist í jafnréttismálum læknastéttarinnar. Í dag eru 40% lækna konur og í útskriftarárgöngum lækna eru nú tveir af hverjum þremur kandídötum konur. Um 80% lækna í framhaldsnámi í heimilislækningum eru konur. Konur í læknastétt eru greinilega góðar fyrirmyndir ungra kvenna þegar kemur að vali á háskólanámi og starfsvettvangi. Þannig má segja að læknastéttin á Íslandi sé því í fararbroddi við að brjóta niður staðalímyndir og stuðla að jöfnum tækifærum karla og kvenna. Mættu aðrir taka það sér til fyrirmyndar, en talsvert ber enn á þeim ranghugmyndum að í læknastétt veljist eingöngu karlar. Að Læknafélagi Íslands eiga fjögur félög aðild. Félag sjúkrahúslækna sem stofnað var í upphafi þessa árs og í eru læknar sem vinna aðallega á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum, Félag íslenskra heimilislækna sem í eru aðallega læknar sem starfa á heilsugæslustöðvum og við heimilislækningar, Læknafélag Reykjavíkur (LR) sem í eru læknar sem starfa sjálfstætt að hluta til eða öllu leyti og Félag almennra lækna sem í eru 340 læknar sem fengið hafa lækningaleyfi. Þeir starfa sem almennir læknar í íslenska heilbrigðiskerfinu, á sjúkrahúsum og heilsugæslunni. Þar eru konur meirihluti starfandi lækna.Þróun dagvinnulauna kandídata og almennra lækna hlutfallslega og í krónum borið saman við aðrar starfsstéttir hins opinbera frá 2007 til 2017.Hagstæðari gerðardómar Í skýrslu McKinsey og Co. um Landspítalann, sem unnin var fyrir heilbrigðisráðuneytið, er bent m.a. á að læknar séu hlutfallslega of fáir í starfsmannahópi Landspítalans. Höfundar töldu að brýnasta forgangsverkefni heilbrigðiskerfisins væri að fjölga læknum en með því yrði hægt að gera alla ákvarðanatöku markvissari og skjótari, stytta biðtíma eftir meðferð og fækka legudögum sjúklinga og þar með minnka álag á stoðþjónustu s.s. hjúkrun. Þar var einnig ábending um að almennir læknar standi of stutt við í starfi á Íslandi og fjölga þurfi framhaldsnámstækifærum. Ef horft er til launakjara almennra lækna og þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í landinu þarf þetta ekki að koma á óvart. Nýlega birti fjármálaráðuneytið yfirlit yfir launaþróun ýmissa starfsstétta í opinberri þjónustu og þar með talið heilbrigðisstétta og háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins frá árinu 2007 til 2017. Þegar launakjör félagsmanna í Félagi almennra lækna eru skoðuð kemur í ljós að þeir hafa að mörgu leyti borið skarðan hlut frá borði þegar horft er til launaþróunar, hvort sem horft er til hlutfallslegrar hækkunar eða breytinga á meðaltals dagvinnulaunum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Kjarabaráttan 2014 hefur ekki skilað sama ávinningi fyrir almenna lækna og úrskurðir kjararáðs eða gerðardómar annarra heilbrigðis- og háskólamenntaðra stétta með sambærilega eða styttri námslengd að baki. Þó iðulega sé vísað til kjarabaráttu lækna og að þeir hafi verið undanfarar í baráttu fyrir endurnýjun kaupmáttar launa eftir hrunið 2008 er ljóst að þeir sem á eftir hafa komið hafa ótvírætt notið meiri samúðar við launasetningu af hálfu hins opinbera og stofnana á þess vegum.Menntun og framhaldsnám Færst hefur í vöxt að læknar útskrifist úr sínu sex ára grunnnámi frá erlendum háskólum. Þessir ungu læknar leita heim á ný og koma til starfa sem almennir læknar og gegna mikilvægu hlutverki í læknisþjónustunni og heilbrigðiskerfinu í heild. Námskostnaður þessa hóps er hár og skiptir miljónum króna í skólagjöld við hina erlendu háskóla á ári hverju. Ekki verður séð með góðu móti að núverandi launakjör og stutt starfsævi geti staðið undir slíkum námskostnaði, þegar enn er að lágmarki 5 ára framhaldsnámi ólokið auk kandídatsársins. En full menntun og þjálfun til sérfræðiviðurkenningar læknis tekur 12 til 14 ár frá stúdentsprófi. Á Íslandi er nú boðið upp á að ljúka framhaldsnámi í heimilislækningum og geðlækningum einum sérgreina læknisfræðinnar. Hlutanám í fleiri sérgreinum er í boði, en sá böggull fylgir skammrifi að Embætti landlæknis hefur fyrr á þessu ári tekið fyrir að læknar sem stunda meirihluta framhaldsnáms í sérgrein hérlendis og ljúka því við erlenda heilbrigðisstofnun geti sótt beint um sérfræðiviðurkenningu íslenskra heilbrigðisyfirvalda að afloknum tilskildum námstíma skv. reglugerð. Þessi ákvörðun ef fær að standa óhögguð mun lengja í flestum tilvikum þann tíma sem íslenska lækna tekur að fá full starfsréttindi í sérgrein, ef sú sérgreinanámsleið að starfa eftir kandídatsár á Íslandi er valin. Þannig er fjárhagslega hagstæðara og markvissara fyrir almenna lækna að halda strax utan til framhaldsnáms. Slíkt myndi skapa alvarlegri krísu innan kerfisins en við höfum kynnst til þessa. Að mörgu er að hyggja fyrir yfirvöld ef þessi staða á ekki að skaða þjónustu heilbrigðiskerfisins og bitna á sjúklingum. Núverandi launasetning og launaþróun almennra lækna og óviss staða sem upp er komin um réttindi til sérfræðiviðurkenningar svo og vanfjármögnun framhaldsnáms er áhyggjuefni sem krefst tafarlausra viðbragða og úrbóta heilbrigðisstofnana og heilbrigðisyfirvalda.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun