Af lífsgæðum Guðný Hjaltadóttir skrifar 30. ágúst 2018 14:04 Ég er menntuð kona, fædd á Íslandi. Ég á fjölskyldu sem hefur umvafið mig ást allt frá því ég opnaði fyrst augun. Ég hef lokið háskólanámi, haft frelsi til hugsjóna og áhyggjuleysis, gengið með barn og þó ég viti að ég er ekki brynvarin fyrir áföllum þá get ég í öruggu umhverfi horft á börnin mín leika sér. Ég er ómenntuð kona, fædd í Mjanmar. Ég átti fjölskyldu sem umvafði mig ást allt frá því ég opnaði fyrst augun. Ég er Róhingji. Af þeim sökum hefur mér verið skipað að fara úr landinu mínu, ég verið beitt gegndarlausu ofbeldi af stjórnarher landsins og ástvinir mínir myrtir. Ég veit ekki hvers vegna en ástæðurnar eru víst sögulegar. Ég er með barn á brjósti, annað litlu eldra. Ég er komin í flóttamannabúðir í Bangladess. Ég og börnin mín erum berskjölduð fyrir misþyrmingum, ég hef hvorki möguleika né rétt til að mennta mig og ég get ekki tryggt öryggi barnanna minna. Við mætum í þennan heim fullkomlega háð ást og umhyggju þeirra sem þar taka við okkur. Fullkomlega háð árangri baráttu þeirra sem á undan okkur mættu. Baráttu fyrir frelsi, jafnrétti, sjálfstæði, mannréttindum, menntun og velferð. Svipt eignum okkar og öryggi erum við öll berskjölduð fyrir ofríki annarra. Okkur Íslendingum hefur vegnað vel í alþjóðlegum samanburði. Stríðsþjáningar eru okkur fjarlægt fyrirbæri og við höfum lent þeim megin við línuna sem mannréttindi eru meginstef í samfélaginu. Mannréttindi eru þó enginn fasti, engin meginregla í heiminum. Þvert á móti er fyrirbærið ungt, undantekning í sögulegu samhengi og frá því sem stór hluti þessa heims þekkir. Staða þessara réttinda og lífsgæði okkar eru viðkvæm. Það sýna ýmis dæmi okkur, svo sem hryðjuverkaárásir, óverjandi ákvarðanir bandarískra yfirvalda um að aðskilja börn frá foreldrum sem reyna að búa þeim betra líf og fangelsun lýðræðissinnaðra einstaklinga í Tyrklandi. Lífsgæði okkar eru ekki bara, án nokkurrar tengingar við lífsgæði annarra. Við höfum hagsmuni af því að sem flestir hafi það gott í heiminum. Ef ekki af augljósum samúðarástæðum þá af eigingjarnari ástæðum, til að vernda lífsgæði okkar og mannréttindi. Besta leiðin í átt að betri heimi er að reyna að bæta stöðu annarra, færa þeim sem þurfa þau verkfæri sem eru nauðsynleg til að auka lífsgæði. Menntun, öryggi. Ráðast að rót vanda, reyna að bæta. Grípa inn í þegar okkar er þörf í stað þess að líta stuttlega upp frá matarborðinu og halda svo áfram að borða matinn okkar. Börn eru framtíðin. Velferð þeirra og menntun eitt það mikilvægasta sem við gætum fært mannkyninu. UNICEF hefur sent út neyðarákall vegna stöðu Róhingja í flóttamannabúðum í Bangladess en í dag búa þar ríflega 900.000 Róhingjar. Um 60% þeirra eru börn. UNICEF hefur sett upp svæði í flóttamannabúðunum þar sem börn fá menntun og öryggi en þörf er á auknum fjárstuðningi. Ætlar þú að verða við ákallinu eða ætlarðu að lesa þennan pistil og halda svo áfram að borða matinn þinn? SMS: BARN í nr. 1900 (1900 krónur) Reikningur: 701-26-102020, kt. 481203-2950. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðný Hjaltadóttir Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er menntuð kona, fædd á Íslandi. Ég á fjölskyldu sem hefur umvafið mig ást allt frá því ég opnaði fyrst augun. Ég hef lokið háskólanámi, haft frelsi til hugsjóna og áhyggjuleysis, gengið með barn og þó ég viti að ég er ekki brynvarin fyrir áföllum þá get ég í öruggu umhverfi horft á börnin mín leika sér. Ég er ómenntuð kona, fædd í Mjanmar. Ég átti fjölskyldu sem umvafði mig ást allt frá því ég opnaði fyrst augun. Ég er Róhingji. Af þeim sökum hefur mér verið skipað að fara úr landinu mínu, ég verið beitt gegndarlausu ofbeldi af stjórnarher landsins og ástvinir mínir myrtir. Ég veit ekki hvers vegna en ástæðurnar eru víst sögulegar. Ég er með barn á brjósti, annað litlu eldra. Ég er komin í flóttamannabúðir í Bangladess. Ég og börnin mín erum berskjölduð fyrir misþyrmingum, ég hef hvorki möguleika né rétt til að mennta mig og ég get ekki tryggt öryggi barnanna minna. Við mætum í þennan heim fullkomlega háð ást og umhyggju þeirra sem þar taka við okkur. Fullkomlega háð árangri baráttu þeirra sem á undan okkur mættu. Baráttu fyrir frelsi, jafnrétti, sjálfstæði, mannréttindum, menntun og velferð. Svipt eignum okkar og öryggi erum við öll berskjölduð fyrir ofríki annarra. Okkur Íslendingum hefur vegnað vel í alþjóðlegum samanburði. Stríðsþjáningar eru okkur fjarlægt fyrirbæri og við höfum lent þeim megin við línuna sem mannréttindi eru meginstef í samfélaginu. Mannréttindi eru þó enginn fasti, engin meginregla í heiminum. Þvert á móti er fyrirbærið ungt, undantekning í sögulegu samhengi og frá því sem stór hluti þessa heims þekkir. Staða þessara réttinda og lífsgæði okkar eru viðkvæm. Það sýna ýmis dæmi okkur, svo sem hryðjuverkaárásir, óverjandi ákvarðanir bandarískra yfirvalda um að aðskilja börn frá foreldrum sem reyna að búa þeim betra líf og fangelsun lýðræðissinnaðra einstaklinga í Tyrklandi. Lífsgæði okkar eru ekki bara, án nokkurrar tengingar við lífsgæði annarra. Við höfum hagsmuni af því að sem flestir hafi það gott í heiminum. Ef ekki af augljósum samúðarástæðum þá af eigingjarnari ástæðum, til að vernda lífsgæði okkar og mannréttindi. Besta leiðin í átt að betri heimi er að reyna að bæta stöðu annarra, færa þeim sem þurfa þau verkfæri sem eru nauðsynleg til að auka lífsgæði. Menntun, öryggi. Ráðast að rót vanda, reyna að bæta. Grípa inn í þegar okkar er þörf í stað þess að líta stuttlega upp frá matarborðinu og halda svo áfram að borða matinn okkar. Börn eru framtíðin. Velferð þeirra og menntun eitt það mikilvægasta sem við gætum fært mannkyninu. UNICEF hefur sent út neyðarákall vegna stöðu Róhingja í flóttamannabúðum í Bangladess en í dag búa þar ríflega 900.000 Róhingjar. Um 60% þeirra eru börn. UNICEF hefur sett upp svæði í flóttamannabúðunum þar sem börn fá menntun og öryggi en þörf er á auknum fjárstuðningi. Ætlar þú að verða við ákallinu eða ætlarðu að lesa þennan pistil og halda svo áfram að borða matinn þinn? SMS: BARN í nr. 1900 (1900 krónur) Reikningur: 701-26-102020, kt. 481203-2950.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun