Af lífsgæðum Guðný Hjaltadóttir skrifar 30. ágúst 2018 14:04 Ég er menntuð kona, fædd á Íslandi. Ég á fjölskyldu sem hefur umvafið mig ást allt frá því ég opnaði fyrst augun. Ég hef lokið háskólanámi, haft frelsi til hugsjóna og áhyggjuleysis, gengið með barn og þó ég viti að ég er ekki brynvarin fyrir áföllum þá get ég í öruggu umhverfi horft á börnin mín leika sér. Ég er ómenntuð kona, fædd í Mjanmar. Ég átti fjölskyldu sem umvafði mig ást allt frá því ég opnaði fyrst augun. Ég er Róhingji. Af þeim sökum hefur mér verið skipað að fara úr landinu mínu, ég verið beitt gegndarlausu ofbeldi af stjórnarher landsins og ástvinir mínir myrtir. Ég veit ekki hvers vegna en ástæðurnar eru víst sögulegar. Ég er með barn á brjósti, annað litlu eldra. Ég er komin í flóttamannabúðir í Bangladess. Ég og börnin mín erum berskjölduð fyrir misþyrmingum, ég hef hvorki möguleika né rétt til að mennta mig og ég get ekki tryggt öryggi barnanna minna. Við mætum í þennan heim fullkomlega háð ást og umhyggju þeirra sem þar taka við okkur. Fullkomlega háð árangri baráttu þeirra sem á undan okkur mættu. Baráttu fyrir frelsi, jafnrétti, sjálfstæði, mannréttindum, menntun og velferð. Svipt eignum okkar og öryggi erum við öll berskjölduð fyrir ofríki annarra. Okkur Íslendingum hefur vegnað vel í alþjóðlegum samanburði. Stríðsþjáningar eru okkur fjarlægt fyrirbæri og við höfum lent þeim megin við línuna sem mannréttindi eru meginstef í samfélaginu. Mannréttindi eru þó enginn fasti, engin meginregla í heiminum. Þvert á móti er fyrirbærið ungt, undantekning í sögulegu samhengi og frá því sem stór hluti þessa heims þekkir. Staða þessara réttinda og lífsgæði okkar eru viðkvæm. Það sýna ýmis dæmi okkur, svo sem hryðjuverkaárásir, óverjandi ákvarðanir bandarískra yfirvalda um að aðskilja börn frá foreldrum sem reyna að búa þeim betra líf og fangelsun lýðræðissinnaðra einstaklinga í Tyrklandi. Lífsgæði okkar eru ekki bara, án nokkurrar tengingar við lífsgæði annarra. Við höfum hagsmuni af því að sem flestir hafi það gott í heiminum. Ef ekki af augljósum samúðarástæðum þá af eigingjarnari ástæðum, til að vernda lífsgæði okkar og mannréttindi. Besta leiðin í átt að betri heimi er að reyna að bæta stöðu annarra, færa þeim sem þurfa þau verkfæri sem eru nauðsynleg til að auka lífsgæði. Menntun, öryggi. Ráðast að rót vanda, reyna að bæta. Grípa inn í þegar okkar er þörf í stað þess að líta stuttlega upp frá matarborðinu og halda svo áfram að borða matinn okkar. Börn eru framtíðin. Velferð þeirra og menntun eitt það mikilvægasta sem við gætum fært mannkyninu. UNICEF hefur sent út neyðarákall vegna stöðu Róhingja í flóttamannabúðum í Bangladess en í dag búa þar ríflega 900.000 Róhingjar. Um 60% þeirra eru börn. UNICEF hefur sett upp svæði í flóttamannabúðunum þar sem börn fá menntun og öryggi en þörf er á auknum fjárstuðningi. Ætlar þú að verða við ákallinu eða ætlarðu að lesa þennan pistil og halda svo áfram að borða matinn þinn? SMS: BARN í nr. 1900 (1900 krónur) Reikningur: 701-26-102020, kt. 481203-2950. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðný Hjaltadóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er menntuð kona, fædd á Íslandi. Ég á fjölskyldu sem hefur umvafið mig ást allt frá því ég opnaði fyrst augun. Ég hef lokið háskólanámi, haft frelsi til hugsjóna og áhyggjuleysis, gengið með barn og þó ég viti að ég er ekki brynvarin fyrir áföllum þá get ég í öruggu umhverfi horft á börnin mín leika sér. Ég er ómenntuð kona, fædd í Mjanmar. Ég átti fjölskyldu sem umvafði mig ást allt frá því ég opnaði fyrst augun. Ég er Róhingji. Af þeim sökum hefur mér verið skipað að fara úr landinu mínu, ég verið beitt gegndarlausu ofbeldi af stjórnarher landsins og ástvinir mínir myrtir. Ég veit ekki hvers vegna en ástæðurnar eru víst sögulegar. Ég er með barn á brjósti, annað litlu eldra. Ég er komin í flóttamannabúðir í Bangladess. Ég og börnin mín erum berskjölduð fyrir misþyrmingum, ég hef hvorki möguleika né rétt til að mennta mig og ég get ekki tryggt öryggi barnanna minna. Við mætum í þennan heim fullkomlega háð ást og umhyggju þeirra sem þar taka við okkur. Fullkomlega háð árangri baráttu þeirra sem á undan okkur mættu. Baráttu fyrir frelsi, jafnrétti, sjálfstæði, mannréttindum, menntun og velferð. Svipt eignum okkar og öryggi erum við öll berskjölduð fyrir ofríki annarra. Okkur Íslendingum hefur vegnað vel í alþjóðlegum samanburði. Stríðsþjáningar eru okkur fjarlægt fyrirbæri og við höfum lent þeim megin við línuna sem mannréttindi eru meginstef í samfélaginu. Mannréttindi eru þó enginn fasti, engin meginregla í heiminum. Þvert á móti er fyrirbærið ungt, undantekning í sögulegu samhengi og frá því sem stór hluti þessa heims þekkir. Staða þessara réttinda og lífsgæði okkar eru viðkvæm. Það sýna ýmis dæmi okkur, svo sem hryðjuverkaárásir, óverjandi ákvarðanir bandarískra yfirvalda um að aðskilja börn frá foreldrum sem reyna að búa þeim betra líf og fangelsun lýðræðissinnaðra einstaklinga í Tyrklandi. Lífsgæði okkar eru ekki bara, án nokkurrar tengingar við lífsgæði annarra. Við höfum hagsmuni af því að sem flestir hafi það gott í heiminum. Ef ekki af augljósum samúðarástæðum þá af eigingjarnari ástæðum, til að vernda lífsgæði okkar og mannréttindi. Besta leiðin í átt að betri heimi er að reyna að bæta stöðu annarra, færa þeim sem þurfa þau verkfæri sem eru nauðsynleg til að auka lífsgæði. Menntun, öryggi. Ráðast að rót vanda, reyna að bæta. Grípa inn í þegar okkar er þörf í stað þess að líta stuttlega upp frá matarborðinu og halda svo áfram að borða matinn okkar. Börn eru framtíðin. Velferð þeirra og menntun eitt það mikilvægasta sem við gætum fært mannkyninu. UNICEF hefur sent út neyðarákall vegna stöðu Róhingja í flóttamannabúðum í Bangladess en í dag búa þar ríflega 900.000 Róhingjar. Um 60% þeirra eru börn. UNICEF hefur sett upp svæði í flóttamannabúðunum þar sem börn fá menntun og öryggi en þörf er á auknum fjárstuðningi. Ætlar þú að verða við ákallinu eða ætlarðu að lesa þennan pistil og halda svo áfram að borða matinn þinn? SMS: BARN í nr. 1900 (1900 krónur) Reikningur: 701-26-102020, kt. 481203-2950.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun