Er „sjálfbærni“ bara einhverjar tölur? Ole Anton Bieltvedt skrifar 20. ágúst 2018 13:30 Morgunblaðið, netútgáfa, vitnaði í það nýlega, að Guðmundur Ingi, umhverfisráðherra, hefði látið þá skoðun í ljós á Alþingi fyrir nokkru, að hann efaðist um, að hvalveiðar væru sjálfbærar. Í framhaldi af því, ræddi blaðamaður við Gísla Víkingsson á Hafrannsóknastofnun, sem fullyrti, að enginn vafi væri á því, að þær langreyðaveiðar, sem í gangi eru, væru sjálfbærar. Í þessu sambandi vaknar auðvitað spurningin um það, hvað „sjálfbærni“ þýði. Það er illt til þess að vita, að jafn vel menntaður, reyndur og á margan hátt mætur maður og Gísli Víkingsson skuli halda, að „sjálfbærni“ þýði bara einhverjar tölur; svo og svo mörg dýr eru talin og þá má bara drepa svo og svo mörg dýr. Er matið á umhverfinu, lífríkinu, fánunni og hinum margvíslegu þáttum þess virkilega svona einfalt? Bara að telja og reikna, svo bara að byrja að veiða og drepa? Eftir að þetta viðtal við Gísla birtist, sendum við – Jarðarvinir – þessa athugasemd til blaðsins: „Nútímaleg skilgreining á „sjálfbærni“ við veiðar í „hinum siðmenntaða heimi“ er þessi:1. Stofn dýrs sé vel á sig kominn og veitt sé vel innan marka viðkomu stofns2. Þörf sé á veiðunum eða skýr efnahagslegur tilgangur sé með þeim3. Veitt sé með mannúðlegum aðferðum, þannig, að dýr séu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti.Skv. Þessari skilgreiningu eru þær langreyðaveiðar, sem í gangi eru, engan veginn sjálfbærar.2. Þörf á veiðunum er engin. Efnahagslegur tilgangur er líka vafasamur, þar sem illa hefur gengið að selja langreyðakjöt síðustu árin. Skv. CITES-samningnum, sem um 190 þjóðir eru aðilar að, er verzlun með og flutningur á langreyðaafurðum bönnuð í lögsögu þessara landa. Punktur 2 stenzt því ekki.3. Eins og skýrslur sýna, m.a. skýrsla dr. Egil Ole Öen frá 2014, er mörg langreyðurin drepin með hörmulegum og kvalafullum hætti, og stendur dauðastríð dýranna í allt að 15 mínútur – þar sem stálkló skutuls tætir líffæri, innyfli og hold dýranna, með heiftarlegum kvölum fyrir þau -, en þetta hefur auðvitað ekkert með „mannúðlega aflífun“, þar sem dýr eru drepin með skjótum og sársaukalausum hætti, að gera. Auk þess er verið að drepa nær fullþroska langreyðarkálfa, í kviði kúnna, með mæðrum þeirra. – Atriði 3 stenzt því heldur alls ekki.Ef punktur 1 einn sér á að gilda um „sjálfbærni“, verður sú skilgreining að teljast einföld, frumstæð og úrelt“. Því miður vildi blaðið ekki birta þessa athugasemd, en, í ágætu samtali undirritaðs við blaðamann, vildi hann fá að vita, hvaðan þessi skilgreining á sjálfbærni væri komin. Ef hún væri frá virtum og viðurkenndum alþjóðasamtökum komin, gæti hann skoðað birtingu. Margvísleg vitneskja og afstaða myndast með mönnum í gegnum langa ævi; á grundvelli lesturs og þess, sem maður heyrir og sér á förnum vegi. Undirritaður hefur lengi fylgst með þróun í umhverfis- og dýravernd, og höfum við – í Jarðarvinum – skilgreint nútímalega sjálfbærni við veiðar villtra dýra með ofangreindum hætti. Punktur 2, um það að ekki skuli veiða eða drepa dýr án þarfar eða efnahagslegs tilgangs, er, auk þess, sterklega studdur í lögum nr. 64/1994, þar sem öll vilt dýr eru fyrst friðuð skv. 6. grein, og undanþága frá friðun – leyfi til veiða – er háð skýru ákvæði um nýtingu bráðar, „að æskilegt sé að veiða“ (14. gr.) eða til að firra tjóni af völdum dýranna. Varðandi punkt 3, þá er hann í fullu samræmi við lög nr. 55/2013, þar sem m.a. segir í gr. 21 „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætt...“ og í gr. 27 „Við veiðar er óheimilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa limlestingum og kvölum“. Við teljum því, að okkar skilgreining á „sjálfbærni“ standist ekki aðeins á grunni nýrrar alþjóðlegrar vitundar, mannúðar og siðfræði, heldur líka á grunni gildandi íslenzkra laga. Hvort Gísla Víkingssyni beri skylda til, að skilja „sjálfbærni“ með sama hætti, er svo önnur saga, en hann ætti alla vega að fara varlega í svarthvítar yfirlýsingar um „sjálfbærni“. Það sama gildir um aðra vísindamenn svo og ráðamenn; ekki sízt margan ráðherrann.Höfundur er stofnandi Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Morgunblaðið, netútgáfa, vitnaði í það nýlega, að Guðmundur Ingi, umhverfisráðherra, hefði látið þá skoðun í ljós á Alþingi fyrir nokkru, að hann efaðist um, að hvalveiðar væru sjálfbærar. Í framhaldi af því, ræddi blaðamaður við Gísla Víkingsson á Hafrannsóknastofnun, sem fullyrti, að enginn vafi væri á því, að þær langreyðaveiðar, sem í gangi eru, væru sjálfbærar. Í þessu sambandi vaknar auðvitað spurningin um það, hvað „sjálfbærni“ þýði. Það er illt til þess að vita, að jafn vel menntaður, reyndur og á margan hátt mætur maður og Gísli Víkingsson skuli halda, að „sjálfbærni“ þýði bara einhverjar tölur; svo og svo mörg dýr eru talin og þá má bara drepa svo og svo mörg dýr. Er matið á umhverfinu, lífríkinu, fánunni og hinum margvíslegu þáttum þess virkilega svona einfalt? Bara að telja og reikna, svo bara að byrja að veiða og drepa? Eftir að þetta viðtal við Gísla birtist, sendum við – Jarðarvinir – þessa athugasemd til blaðsins: „Nútímaleg skilgreining á „sjálfbærni“ við veiðar í „hinum siðmenntaða heimi“ er þessi:1. Stofn dýrs sé vel á sig kominn og veitt sé vel innan marka viðkomu stofns2. Þörf sé á veiðunum eða skýr efnahagslegur tilgangur sé með þeim3. Veitt sé með mannúðlegum aðferðum, þannig, að dýr séu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti.Skv. Þessari skilgreiningu eru þær langreyðaveiðar, sem í gangi eru, engan veginn sjálfbærar.2. Þörf á veiðunum er engin. Efnahagslegur tilgangur er líka vafasamur, þar sem illa hefur gengið að selja langreyðakjöt síðustu árin. Skv. CITES-samningnum, sem um 190 þjóðir eru aðilar að, er verzlun með og flutningur á langreyðaafurðum bönnuð í lögsögu þessara landa. Punktur 2 stenzt því ekki.3. Eins og skýrslur sýna, m.a. skýrsla dr. Egil Ole Öen frá 2014, er mörg langreyðurin drepin með hörmulegum og kvalafullum hætti, og stendur dauðastríð dýranna í allt að 15 mínútur – þar sem stálkló skutuls tætir líffæri, innyfli og hold dýranna, með heiftarlegum kvölum fyrir þau -, en þetta hefur auðvitað ekkert með „mannúðlega aflífun“, þar sem dýr eru drepin með skjótum og sársaukalausum hætti, að gera. Auk þess er verið að drepa nær fullþroska langreyðarkálfa, í kviði kúnna, með mæðrum þeirra. – Atriði 3 stenzt því heldur alls ekki.Ef punktur 1 einn sér á að gilda um „sjálfbærni“, verður sú skilgreining að teljast einföld, frumstæð og úrelt“. Því miður vildi blaðið ekki birta þessa athugasemd, en, í ágætu samtali undirritaðs við blaðamann, vildi hann fá að vita, hvaðan þessi skilgreining á sjálfbærni væri komin. Ef hún væri frá virtum og viðurkenndum alþjóðasamtökum komin, gæti hann skoðað birtingu. Margvísleg vitneskja og afstaða myndast með mönnum í gegnum langa ævi; á grundvelli lesturs og þess, sem maður heyrir og sér á förnum vegi. Undirritaður hefur lengi fylgst með þróun í umhverfis- og dýravernd, og höfum við – í Jarðarvinum – skilgreint nútímalega sjálfbærni við veiðar villtra dýra með ofangreindum hætti. Punktur 2, um það að ekki skuli veiða eða drepa dýr án þarfar eða efnahagslegs tilgangs, er, auk þess, sterklega studdur í lögum nr. 64/1994, þar sem öll vilt dýr eru fyrst friðuð skv. 6. grein, og undanþága frá friðun – leyfi til veiða – er háð skýru ákvæði um nýtingu bráðar, „að æskilegt sé að veiða“ (14. gr.) eða til að firra tjóni af völdum dýranna. Varðandi punkt 3, þá er hann í fullu samræmi við lög nr. 55/2013, þar sem m.a. segir í gr. 21 „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætt...“ og í gr. 27 „Við veiðar er óheimilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa limlestingum og kvölum“. Við teljum því, að okkar skilgreining á „sjálfbærni“ standist ekki aðeins á grunni nýrrar alþjóðlegrar vitundar, mannúðar og siðfræði, heldur líka á grunni gildandi íslenzkra laga. Hvort Gísla Víkingssyni beri skylda til, að skilja „sjálfbærni“ með sama hætti, er svo önnur saga, en hann ætti alla vega að fara varlega í svarthvítar yfirlýsingar um „sjálfbærni“. Það sama gildir um aðra vísindamenn svo og ráðamenn; ekki sízt margan ráðherrann.Höfundur er stofnandi Jarðarvina.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun