Handbolti

Selfyssingar að landa pólskum markverði

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pawel Kiepulski leit vel út á Ragnarsmótinu.
Pawel Kiepulski leit vel út á Ragnarsmótinu.

Lið Selfoss í Olís-deild karla í handbolta er búið að finna markvörð til að standa vaktina hjá liðinu í vetur en það er að ganga frá samningum við Pólverjann Pawel Kiepulski, samkvæmt heimildum Vísis.

Pawel þessi spilaði með liðinu á Ragnarsmótinu í síðustu viku og stóð sig mjög vel en Selfyssingar voru í ákveðnum vandræðum með markvörslu á síðustu leiktíð. Þeir Helgi Hlynsson og Sölvi Ólafsson fá nú reyndan atvinnumann í samkeppni við sig.

Kiepulski er þrítugur þrautreyndur atvinnumaður sem hefur spilað í efstu deildinni í Póllandi nær allan sinn feril en hann er tæpir tveir metrar á hæð.

Selfyssingar hafa ekki verið mjög virkir á félagaskiptamarkaðnum í sumar en liðið er aðeins búið að fá til sín Matthías Örn Halldórsson sem spilaði síðast með Fjölni.

Selfoss er aftur á móti búið að missa stórskyttuna Teit Örn Einarsson í atvinnumennsku til Kristianstad og þá er varnartröllið Eyvindur Hrannar Gunnarsson fluttur til Danmerkur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.