Handbolti

Guðrún Ósk: Kostir og gallar við það

Anton Ingi Leifsson skrifar

Guðrún Ósk Maríasdóttir, sem gekk í raðir Stjörnunnar frá Fram í sumar, er spennt fyrir komandi vetri og segir að hún komi með ábyrgð inn í ungt lið Stjörnunnar en að henni fylgi enginn pressa.

Guðrún Ósk var valin mikilvægasti leikmaðurinn í úrslitakeppninni í fyrra þar sem hún varði mark Fram sem varð Íslandsmeistari. Einnig urðu Framstúlkur bikarmeistarar.

Guðrún hefur leikið 32 landsleiki og kemur hún nú inn í Stjörnuliðið sem olli vonbrigðum á síðustu leiktíð.

„Það var mjög erfið ákvörðun að skipta um lið og alltaf tilfinningar til liðsins sem maður hefur spilað. Sérstaklega þegar maður hefur unnið titla,” sagði Guðrún í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Ég á ekki mitt uppeldislið þannig að ég hef verið að flakka á milli. Það eru kostir og gallar við það.”

Sebastian Alexandersson tók við liði Stjörnunnar í sumar af Halldóri Harra Kristjánssyni og Guðrún segir að umhverfið í Garðabæ hafi heillað.

„Ég er mjög spennt og það sem heillaði mig mest var teymið og stjórnin bakvið Stjörnuna og einnig umhverfið sem þau ætla að reyna skapa í vetur. Mér finnst það spennandi.”

„Basti hefur verið viðloðandi þjálfun mína síðan ég var þrettán ára þannig það er kærkomið fyrir mig að fá að spreyta mig með honum,” en fylgir henni pressa að koma með titla í Garðabæ?

„Ég kem inn sem einn af reynslumestu leikmönnum liðsins og klárlega fylgir því ábyrgð en enginn pressa,” sagði Guðrún.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.