Handbolti

Laugardalshöll á síðasta séns: „Skulum vona að ráðamenn vakni til lífsins“

Anton Ingi Leifsson skrifar

Íslenska handboltalandsliðið gæti þurft að spila heimaleiki sína utan Íslands verði ekki ráðist í breytingar á Laugardalshöllinni sem er orðið barns síns tíma.

Kröfurnar verða meiri með hverju árinu og í gær bárust fréttir af því að Færeyjar þurfa að spila sína heimaleiki í Danmörku vegna þess að höllin þeirra uppfyllir ekki skilyrði evrópska handboltasambandsins.

„Við vorum á fundi úti í vor þar sem við álitum það að Færeyingarnir voru í mikilli hættu. Við vorum bjartsýnir á það að halda okkar undanþágu fyrir þessa undankeppni,” sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ.

„Þetta er ekki þægileg staða til langs tíma. Hölllin er orðin rúmlega 50 ára gömul. Hún uppfyllir ekki þá staðla sem eru gerðir núna og ef sambandið herðir enn staðlana þá lendum við í miklum vandræðum.”

„Ef við missum undanþáguna þá þurfum við að leita annað. Það er ekkert annað hús á Íslandi sem uppfyllir þessi skilyrði. Danmörk er næsta land en við skulum vona að ráðamenn vakni til lífsins ag það verði gert eitthvað í þessum málum.”

Í spilaranum hér efst í fréttinni fjallar Róbert um þau samskipti við borgina og ráðherra ríkistjórnarinnar en þaðan hafa borist lítil viðbrögð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.