Lífið

Fjölskylda Prince kærir lækni söngvarans

Andri Eysteinsson skrifar
Tina Nelson, systir söngvarans er ein þeirra sem ákærir nú lækni bróður síns. Hér er hún við opnum Prince sýningar í London
Tina Nelson, systir söngvarans er ein þeirra sem ákærir nú lækni bróður síns. Hér er hún við opnum Prince sýningar í London Vísir/EPA
Michael Schulenberg, læknir tónlistarmannsins sáluga Prince, hefur nú verið kærður af fjölskyldu söngvarans. Prince lést árið 2016 vegna of stórs skammts af Fentanýl. BBC greinir frá.

Í ákærunni segir að Schulenberg hafi mistekist að greina og meðhöndla fíkn söngvarans og hafi ekki ráðlagt honum með viðeigandi hætti.

Einnig segir fjölskyldan að hann hafi ekki tekið réttu skrefin til að forðast fyrirsjáanlegt fráfall Prince vegna fíknarinnar.

Fjölskylda söngvarans sem hét fullu nafni Prince Rogers Nelson, eftir sviðsnafni föður síns, vill fá um 50.000 dali í skaðabætur frá Schulenberg sem neitar sök.

Prince fannst látinn í lyftu í hljóðveri sínu í Minnesota í apríl 2016. Prince taldi sig vera að taka lyfseðilsskylda lyfið Víkódín en var í raun að taka Víkódín blandað við Fentanýl.

Þegar andlát hans var rannsakað sögðu saksóknarar að engin sönnunargögn um að lyfin hafi komið frá lækni væru til staðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×