Lífið

Nicki Minaj lofar Margaret Thatcher

Sylvía Hall skrifar
Ummæli Minaj hafa vakið undrun á meðal aðdáenda hennar.
Ummæli Minaj hafa vakið undrun á meðal aðdáenda hennar. Vísir/Getty
Rapparinn Nicki Minaj kom mörgum aðdáendum sínum á óvart þegar hún lofaði Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, í útvarpsþætti sínum „Queen Radio show“. Þá kallaði hún Thatcher meðal annars drottningu. Þetta kemur fram á vef The Independent.

Í þættinum minntist Minaj á valdamiklar konur og sagði þær oft þurfa að gera hluti sem þær væru ekki sáttar við og minntist á Thatcher í því samhengi.

Shoutout á Margaret Thatcher. Stundum þurfa drottningar og valdamiklar konur að gera hluti sem þær vilja ekki gera, en þær vita að það er til hins betra fyrir það sem koma skal.“

Margir aðdáendur Minaj hafa lýst yfir undrun á ummælunum, en Thatcher var þekkt undir nafninu „Járnfrúin“ og var einn umdeildasti stjórnmálamaður sögunnar í Bretlandi. Undir forystu hennar var ráðist í mikla einkavæðingu og hækkaði atvinnuleysi úr 13,4% yfir í 22,2% á valdatíð hennar.



Þá lagðist hún gegn því að beita refsiaðgerðum gegn aðskilnaðarsinnum í Suður-Afríku og kallaði flokk Nelson Mandela hryðjuverkamenn, en Minaj hefur margoft talað gegn fordómum og mismunun í garð svartra og þykir þetta því skjóta skökku við.

Þetta er í annað skipti sem Minaj hneykslar aðdáendur sína á stuttum tíma, en hún reitti marga til reiði þegar hún starfaði með rapparanum 6ix9ine, en sá hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×