Lífið

Sigur Rós tungubrjótur fyrir þennan þul

Stefán Árni Pálsson skrifar
Meðlimir Sigrrósar við opnunarhátíð Norður og niður tónlistarhátíðarinnar í Hörpu í desember síðastliðnum.
Meðlimir Sigrrósar við opnunarhátíð Norður og niður tónlistarhátíðarinnar í Hörpu í desember síðastliðnum. Vísir/Ernir
Platan Ágætis byrjun með Sigur Rós kom út árið 1999 og seldist hún í bílförmum fyrir tæplega tuttugu árum.

Um er að ræða ein allra vinsælasta plata Sigur Rósar en inni á vefsíðunni Pitchfork er fjallað ítarlega um plötuna í fimm mínútna myndbandi. 

Það verður ekki sagt að íslenskan sé auðvelt tungumál eins og heyrist svo vel þegar þulurinn ber fram nafn plötunnar og önnur lög sem Sigur Rós hefur gefið út.

Mjög skemmtileg úttekt hjá Pitchfork sem sjá má hér að neðan. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×