Lífið

Flugþjónn WOW tók óborganlega eftirhermu af Magnúsi Hlyni í kallkerfinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nær Magnúsi Hlyn mjög vel, það verður að segjast alveg eins og er.
Nær Magnúsi Hlyn mjög vel, það verður að segjast alveg eins og er. vísir/vilhelm
Magnús Hlynur Hreiðarsson er fréttamaður á Stöð 2 og er hann helst þekktur fyrir skemmtilegar fréttir frá Suðurlandinu.

Magnús er ávallt líflegur í fréttunum og með nokkuð einkennandi talanda. Í gær var smá seinkun á flugi Wow Air og ákvað því flugþjónn í vélinni að ávarpa farþega með því að reyna að herma eftir Magnúsi Hlyn.

Jakob Kristinsson greinir frá þessu á Twitter og má með sannig segja að flugþjónninn hafi slegið í gegn eins og heyra má hér að neðan.

 

Magnús er sjálfur sáttur með sinn mann.

„Mér finnst frábært þegar það er gert grín að mér, vel gert,“ segir Magnús sjálfur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×