Lífið

Dara Ó Briain í Háskólabíói

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Dara Ó Briain skaust fyrst fram á sjónarsviðið með uppistandi sínu.
Dara Ó Briain skaust fyrst fram á sjónarsviðið með uppistandi sínu. vísir/getty

Írski uppistandarinn og þáttastjórnandinn Dara Ó Briain mun flytja nýtt uppistand sitt, Voice of Reason, í Háskólabíó þann 3. febrúar næstkomandi. 

Dara er einn þekktasti grínisti Bretlandseyja og hefur stýrt fjölda sjónvarpsþátta; á borð við Mock the Week, Star Gazing Live, Robot Wars og Go 8 Bit. 

Hann hefur alls gefið út fimm uppistandssýningar á DVD, sem allar hafa verið sýndar í breska ríkisútvarpinu í gegnum árin: Crowd Tickler (2015), Craic Dealer (2012), This is the Show (2010), Dara O Briain talks funny Live in London (2008) og Dara O Briain Live at the Theatre Royal (2006).

Fyrr á árinu gaf Ó Briain einnig út sína fyrstu barnabók Beyond the Sky: You and the Universe. Miðasala á uppistandssýningu kappans á Íslandi hefst á tix.is/dara á miðvikudaginn næstkomandi klukkan 10.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.