Mikill léttir 11. ágúst 2018 09:00 Fyrir fáum áratugum hokraði hér norður í ballarhafi einsleit og einangruð þjóð. Útlent fólk var sjaldséð, hvað þá fólk af asísku eða afrísku bergi brotið. Fáir tóku sér í munn orðin hommi og lesbía – þau voru skammaryrði. Við rákum upp stór augu þá sjaldan þeldökkt fólk eða gestir frá fjarlægum löndum í framandi klæðum sáust á ferli. Litbrigði mannlífsins voru fábreytt, að minnsta kosti á yfirborðinu. Hómósexúalismi var ræddur í skúmaskotum, margir litu hann hornauga og fóru ekki leynt með andúð sína á blásaklausu fólki. Hommum og lesbíum var gert óbærilegt að opinbera hneigðir sínar. Fyrirmyndarfólk, sem enn er í fullu fjöri, hraktist úr landi til að fá að vera það sjálft í friði. Flestir sem náð hafa miðjum aldri þekkja dæmi – eiga vini, kunningja eða ættingja sem flúðu til New York, London eða Kaupmannahafnar. Ekki vegna þess að í útlandinu hafi umburðarlyndið verið meira og almennara, frekar af því að þar býr fleira fólk og þar af leiðandi voru fleiri á sama báti. Samkynhneigðir mynduðu jaðarhópa og höfðu stuðning hver af öðrum. Sökum fámennis urðu slík samfélög óburðug hér á landi. Því var til skamms tíma ekki í mörg hús að venda. Við þekkjum margar sögur af landflótta ráðvilltum ungmennum. Hvílík grimmd – dökkur blettur nýliðins tíma. Samt voru Íslendingar líklega hvorki betri né verri en fólk í öðrum nálægum löndum. Alls staðar eru hópar sem láta hluti sem þeim koma ekki við eitra andrúmsloftið. Trúarofstæki, rasismi og andúð á fólki vegna kynhneigðar eru af sama toga. Sennilega er það óhamingjusamt fólk upp til hópa – oft brjóstumkennanlegt – sem sökum eigin ranghugmynda sér ógn í blásaklausu fólki. Málflutningur þeirra verður sem betur fer æ meira hjáróma. Sólarmerkin sem blasa við tala sínu máli. Veruleikinn afhjúpar hleypidómana. Við þekkjum flest fólk af erlendu bergi brotið – arabískt, asískst og afrískt – sem hefur aðlagast vel. Við höfum fylgst með því breyta daglegu lífi og bæta á fjölmörgum sviðum. Nægir að nefna matargerð, vísindi, listir og íþróttir. Með líku lagi eru hommar og lesbíur í forystuhlutverkum hér og hvar. Þetta fólk gerir dómhörkuna og heimóttarskapinn fáránlegan með breytni sinni. Líklega var hér alla tíð eins og víðast hvar lágvær meirihluti skynsamra, sem lét sér kynhneigð náungans í léttu rúmi liggja, leit á hana sem einkamál hvers og eins. Alltaf voru samkynhneigð pör, karlar og konur, sem fundu taktinn og lifðu lífinu án þess að láta forpokuð sjónarmið trufla sig með áberandi hætti. En um það var lítið talað – margir lifðu í felum. Nú er þetta allt sjálfsagt. Það er mikill léttir fyrir okkur öll. Hinsegin dagar og gleðiganga eru sigurhátíð fjölbreytileikans – sigurhátíð okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Sjá meira
Fyrir fáum áratugum hokraði hér norður í ballarhafi einsleit og einangruð þjóð. Útlent fólk var sjaldséð, hvað þá fólk af asísku eða afrísku bergi brotið. Fáir tóku sér í munn orðin hommi og lesbía – þau voru skammaryrði. Við rákum upp stór augu þá sjaldan þeldökkt fólk eða gestir frá fjarlægum löndum í framandi klæðum sáust á ferli. Litbrigði mannlífsins voru fábreytt, að minnsta kosti á yfirborðinu. Hómósexúalismi var ræddur í skúmaskotum, margir litu hann hornauga og fóru ekki leynt með andúð sína á blásaklausu fólki. Hommum og lesbíum var gert óbærilegt að opinbera hneigðir sínar. Fyrirmyndarfólk, sem enn er í fullu fjöri, hraktist úr landi til að fá að vera það sjálft í friði. Flestir sem náð hafa miðjum aldri þekkja dæmi – eiga vini, kunningja eða ættingja sem flúðu til New York, London eða Kaupmannahafnar. Ekki vegna þess að í útlandinu hafi umburðarlyndið verið meira og almennara, frekar af því að þar býr fleira fólk og þar af leiðandi voru fleiri á sama báti. Samkynhneigðir mynduðu jaðarhópa og höfðu stuðning hver af öðrum. Sökum fámennis urðu slík samfélög óburðug hér á landi. Því var til skamms tíma ekki í mörg hús að venda. Við þekkjum margar sögur af landflótta ráðvilltum ungmennum. Hvílík grimmd – dökkur blettur nýliðins tíma. Samt voru Íslendingar líklega hvorki betri né verri en fólk í öðrum nálægum löndum. Alls staðar eru hópar sem láta hluti sem þeim koma ekki við eitra andrúmsloftið. Trúarofstæki, rasismi og andúð á fólki vegna kynhneigðar eru af sama toga. Sennilega er það óhamingjusamt fólk upp til hópa – oft brjóstumkennanlegt – sem sökum eigin ranghugmynda sér ógn í blásaklausu fólki. Málflutningur þeirra verður sem betur fer æ meira hjáróma. Sólarmerkin sem blasa við tala sínu máli. Veruleikinn afhjúpar hleypidómana. Við þekkjum flest fólk af erlendu bergi brotið – arabískt, asískst og afrískt – sem hefur aðlagast vel. Við höfum fylgst með því breyta daglegu lífi og bæta á fjölmörgum sviðum. Nægir að nefna matargerð, vísindi, listir og íþróttir. Með líku lagi eru hommar og lesbíur í forystuhlutverkum hér og hvar. Þetta fólk gerir dómhörkuna og heimóttarskapinn fáránlegan með breytni sinni. Líklega var hér alla tíð eins og víðast hvar lágvær meirihluti skynsamra, sem lét sér kynhneigð náungans í léttu rúmi liggja, leit á hana sem einkamál hvers og eins. Alltaf voru samkynhneigð pör, karlar og konur, sem fundu taktinn og lifðu lífinu án þess að láta forpokuð sjónarmið trufla sig með áberandi hætti. En um það var lítið talað – margir lifðu í felum. Nú er þetta allt sjálfsagt. Það er mikill léttir fyrir okkur öll. Hinsegin dagar og gleðiganga eru sigurhátíð fjölbreytileikans – sigurhátíð okkar allra.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun