Um græðgi og grátkóra Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 15. ágúst 2018 07:00 Ferðaþjónusta á Íslandi siglir nú í gegnum ákveðnar breytingar og jafnvel töluverðan samdrátt á sumum sviðum. Þetta kemur þeim sem lengi hafa starfað í greininni ekki á óvart. Þegar gengi krónunnar fór að styrkjast ískyggilega fyrir um tveimur árum var ljóst að það hefði áhrif á eftirspurn eftir Íslandsferðum og á hegðun ferðamanna á Íslandi. Auk styrkingar krónunnar hafa miklar launahækkanir, sem vega þungt í mannaflsfrekri atvinnugrein eins og ferðaþjónustan er, ásamt háum fjármagnskostnaði valdið því að rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja er nú erfiður. Þá má ekki gleyma því að fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa fjárfest gríðarlega í innviðum á síðustu árum, en á árunum 2015 til 2017 fjárfesti ferðaþjónustan fyrir 263 milljarða króna. Við þetta má svo bæta að stjórnvöldum hefur tekist að lauma inn alls kyns gjöldum og skattahækkunum á ferðamenn undanfarin ár – sem auðvitað hefur bein áhrif á verðlagið og veldur því að samkeppnishæfni Íslands hefur versnað umtalsvert. Það stendur ekki á sjálfskipuðum sérfræðingum um allt þjóðfélagið sem kjósa að hundsa staðreyndir og hrópa hátt að ferðaþjónustan sé fórnarlamb eigin græðgi. Þegar forsvarsmenn ferðaþjónustunnar benda á þessar staðreyndir eru þeir sagðir vera gengnir í grátkór og oft hnýtt aftan við að þeir séu komnir í samkór með forsvarsmönnum sjávarútvegsfyrirtækja. Allir eiga sín dæmi máli sínu til rökstuðnings í græðgistalinu. Allir geta sagt sögur af fiskrétti „úti á landi“ sem kostaði svona mikið og kaffibolla í miðborg Reykjavíkur sem kostaði heila formúu. Flestir Íslendingar hafa samkvæmt þessum sérfræðingum alls ekki efni á að ferðast innanlands. Á meðan hafa sjaldan fleiri Íslendingar ferðast til útlanda síðastliðin misseri. Sem er svo sem skiljanlegt, það fæst meira fyrir krónuna erlendis vegna sterks gengis krónunnar – sem er ferðaþjónustu á Íslandi að kenna eða þakka. Það gleymist auðvitað að taka það með í reikninginn. Græðgi, sem dregið er af orðinu að græða, er skammaryrði á Íslandi. Samt vilja allir græða – líka þeir sem hrópa hæst á torgum – en hins vegar er alls óljóst og óskilgreint hvenær eðlileg arðsemiskrafa í fyrirtækjarekstri er orðin að græðgi. Flokkast það t.d. undir græðgi að þurfa að eiga fyrir launum starfsmanna, launatengdum gjöldum, sköttum og skyldum, húsaleigu og almennum rekstrarkostnaði? Er það græðgi að vonast eftir að fjárfesting og ómæld vinna skili örlitlum arði? Ég fullyrði að það eru fá ef einhver ferðaþjónustufyrirtæki sem eru drifin áfram af óeðlilegri „græðgi“ og ég efast um að það hafi einhvern tímann verið tilfellið hjá fyrirtækjum sem vilja láta taka sig alvarlega. Því miður eru dæmi um svarta sauði í ferðaþjónustu rétt eins og í öðrum atvinnugreinum en langflestir eru ekki að tjalda til einnar nætur heldur byggja upp ferðaþjónustu, af miklum metnaði, til langrar framtíðar. Það er auðvitað ólíðandi og óþolandi að þeir sem horfa aðeins til skamms tíma og skila jafnvel ekki sköttum og skyldum fái að leika lausum hala. Á það höfum við í Samtökum ferðaþjónustunnar ítrekað bent og krafist aðgerða. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki berjast nú í bökkum við að láta enda ná saman. Það eru hagræðingaraðgerðir í gangi víðast hvar og menn leita leiða til að lækka verð til að þess að varan „Íslandsferð“ haldi áfram að vera samkeppnishæf á erlendum mörkuðum. Ef það kallast að vera í grátkór að benda á staðreyndir og vara við aðgerðum sem geta reynst hættulegar mikilvægustu útflutningsgrein okkar, þá skal ég syngja fyrsta sópran í þeim kór. Verði íslensk ferðaþjónusta af hvaða ástæðum sem er fyrir verulegum skakkaföllum á næstu misserum, þá verða það nefnilega ekki bara hinir meintu gróðapungar sem tapa, heldur allir Íslendingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta á Íslandi siglir nú í gegnum ákveðnar breytingar og jafnvel töluverðan samdrátt á sumum sviðum. Þetta kemur þeim sem lengi hafa starfað í greininni ekki á óvart. Þegar gengi krónunnar fór að styrkjast ískyggilega fyrir um tveimur árum var ljóst að það hefði áhrif á eftirspurn eftir Íslandsferðum og á hegðun ferðamanna á Íslandi. Auk styrkingar krónunnar hafa miklar launahækkanir, sem vega þungt í mannaflsfrekri atvinnugrein eins og ferðaþjónustan er, ásamt háum fjármagnskostnaði valdið því að rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja er nú erfiður. Þá má ekki gleyma því að fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa fjárfest gríðarlega í innviðum á síðustu árum, en á árunum 2015 til 2017 fjárfesti ferðaþjónustan fyrir 263 milljarða króna. Við þetta má svo bæta að stjórnvöldum hefur tekist að lauma inn alls kyns gjöldum og skattahækkunum á ferðamenn undanfarin ár – sem auðvitað hefur bein áhrif á verðlagið og veldur því að samkeppnishæfni Íslands hefur versnað umtalsvert. Það stendur ekki á sjálfskipuðum sérfræðingum um allt þjóðfélagið sem kjósa að hundsa staðreyndir og hrópa hátt að ferðaþjónustan sé fórnarlamb eigin græðgi. Þegar forsvarsmenn ferðaþjónustunnar benda á þessar staðreyndir eru þeir sagðir vera gengnir í grátkór og oft hnýtt aftan við að þeir séu komnir í samkór með forsvarsmönnum sjávarútvegsfyrirtækja. Allir eiga sín dæmi máli sínu til rökstuðnings í græðgistalinu. Allir geta sagt sögur af fiskrétti „úti á landi“ sem kostaði svona mikið og kaffibolla í miðborg Reykjavíkur sem kostaði heila formúu. Flestir Íslendingar hafa samkvæmt þessum sérfræðingum alls ekki efni á að ferðast innanlands. Á meðan hafa sjaldan fleiri Íslendingar ferðast til útlanda síðastliðin misseri. Sem er svo sem skiljanlegt, það fæst meira fyrir krónuna erlendis vegna sterks gengis krónunnar – sem er ferðaþjónustu á Íslandi að kenna eða þakka. Það gleymist auðvitað að taka það með í reikninginn. Græðgi, sem dregið er af orðinu að græða, er skammaryrði á Íslandi. Samt vilja allir græða – líka þeir sem hrópa hæst á torgum – en hins vegar er alls óljóst og óskilgreint hvenær eðlileg arðsemiskrafa í fyrirtækjarekstri er orðin að græðgi. Flokkast það t.d. undir græðgi að þurfa að eiga fyrir launum starfsmanna, launatengdum gjöldum, sköttum og skyldum, húsaleigu og almennum rekstrarkostnaði? Er það græðgi að vonast eftir að fjárfesting og ómæld vinna skili örlitlum arði? Ég fullyrði að það eru fá ef einhver ferðaþjónustufyrirtæki sem eru drifin áfram af óeðlilegri „græðgi“ og ég efast um að það hafi einhvern tímann verið tilfellið hjá fyrirtækjum sem vilja láta taka sig alvarlega. Því miður eru dæmi um svarta sauði í ferðaþjónustu rétt eins og í öðrum atvinnugreinum en langflestir eru ekki að tjalda til einnar nætur heldur byggja upp ferðaþjónustu, af miklum metnaði, til langrar framtíðar. Það er auðvitað ólíðandi og óþolandi að þeir sem horfa aðeins til skamms tíma og skila jafnvel ekki sköttum og skyldum fái að leika lausum hala. Á það höfum við í Samtökum ferðaþjónustunnar ítrekað bent og krafist aðgerða. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki berjast nú í bökkum við að láta enda ná saman. Það eru hagræðingaraðgerðir í gangi víðast hvar og menn leita leiða til að lækka verð til að þess að varan „Íslandsferð“ haldi áfram að vera samkeppnishæf á erlendum mörkuðum. Ef það kallast að vera í grátkór að benda á staðreyndir og vara við aðgerðum sem geta reynst hættulegar mikilvægustu útflutningsgrein okkar, þá skal ég syngja fyrsta sópran í þeim kór. Verði íslensk ferðaþjónusta af hvaða ástæðum sem er fyrir verulegum skakkaföllum á næstu misserum, þá verða það nefnilega ekki bara hinir meintu gróðapungar sem tapa, heldur allir Íslendingar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun