Hundrað þúsund krónur Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 05:45 Haustið er spennandi tími fyrir flesta krakka. Skólinn og tómstundirnar hefjast á nýjan leik og þau hitta aftur félagana eftir sumarið. Þessi árstími getur hins vegar verið erfiður fyrir börn foreldra sem hafa lítið til skiptanna enda fylgir þessum tímamótum kostnaður sem getur verið þeim ofviða. Varlega áætlað verja foreldrar grunnskólabarns um 100 þúsund krónum á haustin til þess að útbúa barnið fyrir veturinn. Vetrarfatnaður, skór og e.t.v. ný skólataska kostar sitt og fyrir krakka sem stundar íþrótt þarf svo að greiða þátttökugjald í íþróttafélagið og e.t.v. endurnýja búning. Sambærileg útgjöld fylgja tónlistarnámi ef barnið kýs það fram yfir íþróttirnar. Auk þeirra útgjalda sem til falla í upphafi skólaársins greiða foreldrar mánaðarlega um 10 þúsund krónur fyrir hádegismat í skólanum og 17 þúsund krónur fyrir gæslu í frístund ef barnið er í 1.-4. bekk. En kemur ekki eitthvað á móti? Jú, og með ólíkum hætti milli sveitarfélaga. Í Reykjavík er tómstundastyrkur t.d. um 50 þúsund krónur á ári. Oftast dugar hann til að greiða fyrir vorönn í íþróttum eða listnámi. En hvað með barnabæturnar? Jú, þær nýtast fólki vissulega en misjafnlega. Fólk sem býr við kröpp kjör nýtir þær til að eiga fyrir mat út mánuðinn. Það skiptir mestu máli fyrir börn að alast upp við alúð og góð samskipti. Sem betur fer eru flestir foreldrar á Íslandi líka í þeirri stöðu að geta séð börnum sínum farborða, þar skiptir tengslanet stórfjölskyldu og vina miklu máli þegar mikið liggur við. Foreldrar sem leita til Hjálparstarfs kirkjunnar eru hins vegar í þeirri stöðu að hafa ekki efni á að útbúa börnin í upphafi vetrar. Margir þeirra er á leigumarkaði og að sligast undan hárri leigu, fólk sem býr eitt með barni sínu hefur aðeins einar tekjur til að sjá fyrir því og þegar fólk veikist eða slasast getur það haft mjög hamlandi áhrif, líka fjárhagslega. Þegar tengslanetið er gloppótt þurfum við að sanna okkur sem samfélag. Það á ekkert barn að vera útundan. Þau eiga öll að geta notið bernskunnar áhyggjulaus og virk í samfélagi við jafnaldra sína. Að því vill Hjálparstarfið vinna og biður um stuðning með því að senda valgreiðslu í heimabanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið er spennandi tími fyrir flesta krakka. Skólinn og tómstundirnar hefjast á nýjan leik og þau hitta aftur félagana eftir sumarið. Þessi árstími getur hins vegar verið erfiður fyrir börn foreldra sem hafa lítið til skiptanna enda fylgir þessum tímamótum kostnaður sem getur verið þeim ofviða. Varlega áætlað verja foreldrar grunnskólabarns um 100 þúsund krónum á haustin til þess að útbúa barnið fyrir veturinn. Vetrarfatnaður, skór og e.t.v. ný skólataska kostar sitt og fyrir krakka sem stundar íþrótt þarf svo að greiða þátttökugjald í íþróttafélagið og e.t.v. endurnýja búning. Sambærileg útgjöld fylgja tónlistarnámi ef barnið kýs það fram yfir íþróttirnar. Auk þeirra útgjalda sem til falla í upphafi skólaársins greiða foreldrar mánaðarlega um 10 þúsund krónur fyrir hádegismat í skólanum og 17 þúsund krónur fyrir gæslu í frístund ef barnið er í 1.-4. bekk. En kemur ekki eitthvað á móti? Jú, og með ólíkum hætti milli sveitarfélaga. Í Reykjavík er tómstundastyrkur t.d. um 50 þúsund krónur á ári. Oftast dugar hann til að greiða fyrir vorönn í íþróttum eða listnámi. En hvað með barnabæturnar? Jú, þær nýtast fólki vissulega en misjafnlega. Fólk sem býr við kröpp kjör nýtir þær til að eiga fyrir mat út mánuðinn. Það skiptir mestu máli fyrir börn að alast upp við alúð og góð samskipti. Sem betur fer eru flestir foreldrar á Íslandi líka í þeirri stöðu að geta séð börnum sínum farborða, þar skiptir tengslanet stórfjölskyldu og vina miklu máli þegar mikið liggur við. Foreldrar sem leita til Hjálparstarfs kirkjunnar eru hins vegar í þeirri stöðu að hafa ekki efni á að útbúa börnin í upphafi vetrar. Margir þeirra er á leigumarkaði og að sligast undan hárri leigu, fólk sem býr eitt með barni sínu hefur aðeins einar tekjur til að sjá fyrir því og þegar fólk veikist eða slasast getur það haft mjög hamlandi áhrif, líka fjárhagslega. Þegar tengslanetið er gloppótt þurfum við að sanna okkur sem samfélag. Það á ekkert barn að vera útundan. Þau eiga öll að geta notið bernskunnar áhyggjulaus og virk í samfélagi við jafnaldra sína. Að því vill Hjálparstarfið vinna og biður um stuðning með því að senda valgreiðslu í heimabanka.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar