Geir hefur barist við kvíða í 39 ár: „Þarf að leggjast niður og get ekki gert neitt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. ágúst 2018 09:30 Geir Ólafsson hefur lengi lifað með kvíðanum. vísir/vilhelm „Þetta er svona öðruvísi nálgun á þessa tegund tónlistar sem hefur hljómað í eyrum landsmanna í áratugi. Margir hafa skorað á mig að syngja íslenskt efni og taka lög sem aðrir hafa gert ódauðleg í íslenskri tónlistarsögu,“ segir söngvarinn Geir Ólafsson. Geir er að gefa út plötuna Þú ert yndið mitt yngsta og besta í samstarfi við Þóri Baldursson. Hann settist niður með blaðamanni Vísis og ræddi um lífið og þá erfiðleika sem hann hefur gengið í gegnum um. Geir hefur barist við kvíða frá sex ára aldri. „Það sem er flókið við að taka svona mögnuð lög er að maður verður að reyna að gera þetta eins vel og hinir og jafnvel betur. Svo þarf maður líka að hugsa hvernig maður getur nálgast tónlistina á annan hátt en aðrir. Ég fór því að hugsa hvað ég gæti gert til að gera þetta í mínum stíl. Ég er búinn að vinna rosalega mikið með Þóri Baldurssyni og við tókum þá ákvörðun að gera þessa plötu bara með píanó og söng. Öll platan er tekin upp live og hvert lag var bara tekið upp einu sinni,“ segir Geir en á plötunni eru lög á borð við Bíddu pabbi, Þú átt mig ein, Vetrarsól, Nú andar suðrið, Barn og fleiri. Geir segir að það sé mikill heiður að fá að vinna með manni eins og Þóri sem sé algjör goðsögn í íslenskri tónlistarsögu.Kom út á afmælisdaginn „Við höfum unnið mikið saman áður en aldrei tekið upp heila plötu. Í undirbúningi fyrir plötuna áttaði ég mig á því hversu viðkvæmt þetta er í raun og veru. Þú ert að flytja lög sem eru búin að mynda sér fótfestu í líkama og huga okkar allra á Íslandi. Nálgunin og túlkunin þurfti því að vera hrein og skýr. Ég ætla auðvitað að láta aðra dæma verk mín en ég ætla gera mitt besta hvað það varðar að vera skýr í textanum og túlka lagið fallega. Á þessum diski er ég ekki með neina stæla, slaufustæla eða neitt. Ég syng þetta bara eins og lagið er og reyni að túlka það eins fallega og ég get.“Fann fyrst fyrir kvíða 6 ára en leitaði sér aðstoðar á fullorðins árum.vísir/vilhelmPlatan kom út 14. ágúst, á afmælisdegi Geirs en þá varð hann 45 ára. „Þessi lög eiga það öll sameiginlegt að vera falleg og ég er bara stoltur að fá þetta tækifæri, að fá að flytja þau á plötu. Viði stefnum að sjálfsögðu á útgáfutónleika á haustdögum en það á eftir að ganga betur frá því,“ segir Geir sem þessa dagana að undirbúa jónatónleika sína, The Last Christmas Show, sem hann heldur þriðja árið í röð í Gamla Bíói. „Þar er ég með risahljómsveit frá Bandaríkjunum og er að gefa mörgum ungum söngvurum tækifæri. Raggi Bjarna og Gunni Þórðar verða sérstakir heiðursgestir og þessir gæjar setja sýninguna á annað level.“ Nafnið á plötunni, Þú ert yndið mitt yngsta og besta er tileinkað dóttur Geirs. Anna Rós Geirsdóttir er tveggja og hálfs árs. „Hún hefur verið aðalorkugjafi minn síðan hún kom í heiminn og algjörlega yndisleg.“Kvíðinn er hans djöfull að draga Geir er búsettur hér á landi ásamt eiginkonu sinni sem heitir Adriana Patricia Sanchez Krieger og er frá Kólumbíu. Þau giftu sig fyrir tæpu ári í Bústaðakirkju. „Við höfum verið mikið á flakki. Bjuggum eitthvað í Kólumbíu og síðan nokkuð lengi í Madríd. Núna erum við bara hér í Reykjavík og erum í þessu hefðbundna greiðslumati. Við erum búin að finna íbúð og kauptilboðið hefur verið samþykkt. Svo við ætlum að setjast hér að í bili.“Nýja platan er tileinkuð dóttur Geirs.vísir/vilhelmSöngvarinn segist vera hamingjusamur en eins og allir hafi hann sinn djöful að draga. „Minn djöfull hefur fyrst og fremst verið minn sjúkdómur sem er mjög mikil kvíðaröskun sem hefur heft mig mjög mikið í gegnum tíðina. Þetta hefur haft áhrif á mig líkamlega sem gerir það að verkum að þegar ég fæ þessi köst þarf ég að leggjast niður og get ekki gert neitt. Þetta hefur verið minn akkilesarhæll í gegnum tíðina. Ég hef leitað mér hjálpar læknisfræðilega séð en það sem þetta hefur gert fyrir mig er að ég hef verið skikkaður að hugsa vel um mig á líkama og sál. Ég reyki ekki og ég drekk ekki. Ég er ekki upp á kant við neinn, ég hef ekki neinar pólitískar skoðanir, ég er ekki að gera lítið úr minnihlutahópum og ég reyni bara að lifa eins auðveldlega í sátt og samlyndi við guð og menn eins og hægt er,“ segir Geir og bætir við að honum finnst samfélagið stundum vera komið út í öfgar hvað það allt varðar. „Við erum alltaf að reyna kenna öðrum hvernig þau eiga að lifa lífi sínu en ég held að grundvallaratriðið sé að líta í eigin barm. Það er það sem ég og konan mín höfum stefnt að því að gera og þannig reynum við að ala upp dóttur okkar.“Þetta er ógeðslegt Geir segist oft hafa fengið kvíðakast rétt áður en hann stígur á svið. „Þá reynir maður bara að fara í gegnum það en það getur verið mjög óþægilegt og það reynir oft á mann. Aðalatriðið er að maður er alltaf að reyna halda andlitinu og halda haus. Nú er ég orðinn 45 ára gamall og ég er búinn að berjast við þetta í 39 ár, frá því að ég var sex ára. Það er kannski ástæðan fyrir því að ég er eins og ég er. Ég fór ekki að leita mér hjálpar fyrr en ég var kominn á fullorðinsár. Ég ráðlegg öllum að hlusta á börnin sín og leita hjálpar strax ef grunur er á því að þau séu kvíðin.“ Hann segir að það sé mikilvægt að vera meðvitaður um hvernig manni líður. „Þegar að barni líður illa þá á að gera eitthvað strax í því. Ekki reyna láta börnin hamla þessar tilfinningar og láta þeim líða eins og þau séu eitthvað öðruvísi. Það hefði gert mikið fyrir mig ef einhver hefði vitað hvað væri að angra mig. Maður var bara sendur út í sveit og álitinn eitthvað ruglaður, þannig var tíðarandinn. Ég reyndi alltaf að forðast þetta og vildi ekki viðurkenna hvað amaði að mér. Þetta er ógeðslegt, það er ógeðsleg tilfinning að vera með kvíða. Þetta er það versta sem kemur fyrir mig og rosalega líkamlegt. Ég fæ hjartsláttatruflanir og svakalega þreytu. Ég get ekki gert neitt. Svo kemur á móti að maður vinnur vinnuna sína þannig að þegar maður veit hvað er að manni, þá þarf maður að skoða þá þætti sem koma manni úr jafnvægi. Það er hugarfar, mataræði og sleppa öllum örvandi efnum,“ segir Geir sem hætti að drekka áfengi 27 ára gamall. Geir er sjálfur að selja plötuna sína og notar til þess Gmail. Hann biður fólk um að hafa samband við sig á geirolafs@gmail.comLagalisti plötunnar er eftirfarandi:Bíddu PabbiÉg elska þig ennÞú átt mig einBarnVetrarsólÞú ertNú andar suðrið (Ég bið að heilsa)Ég skal syngja fyrir þigDagnýÍ bljúgri bænHér að neðan má hlusta á eitt lag af plötunni, Bíddu Pabbi. Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Þetta er svona öðruvísi nálgun á þessa tegund tónlistar sem hefur hljómað í eyrum landsmanna í áratugi. Margir hafa skorað á mig að syngja íslenskt efni og taka lög sem aðrir hafa gert ódauðleg í íslenskri tónlistarsögu,“ segir söngvarinn Geir Ólafsson. Geir er að gefa út plötuna Þú ert yndið mitt yngsta og besta í samstarfi við Þóri Baldursson. Hann settist niður með blaðamanni Vísis og ræddi um lífið og þá erfiðleika sem hann hefur gengið í gegnum um. Geir hefur barist við kvíða frá sex ára aldri. „Það sem er flókið við að taka svona mögnuð lög er að maður verður að reyna að gera þetta eins vel og hinir og jafnvel betur. Svo þarf maður líka að hugsa hvernig maður getur nálgast tónlistina á annan hátt en aðrir. Ég fór því að hugsa hvað ég gæti gert til að gera þetta í mínum stíl. Ég er búinn að vinna rosalega mikið með Þóri Baldurssyni og við tókum þá ákvörðun að gera þessa plötu bara með píanó og söng. Öll platan er tekin upp live og hvert lag var bara tekið upp einu sinni,“ segir Geir en á plötunni eru lög á borð við Bíddu pabbi, Þú átt mig ein, Vetrarsól, Nú andar suðrið, Barn og fleiri. Geir segir að það sé mikill heiður að fá að vinna með manni eins og Þóri sem sé algjör goðsögn í íslenskri tónlistarsögu.Kom út á afmælisdaginn „Við höfum unnið mikið saman áður en aldrei tekið upp heila plötu. Í undirbúningi fyrir plötuna áttaði ég mig á því hversu viðkvæmt þetta er í raun og veru. Þú ert að flytja lög sem eru búin að mynda sér fótfestu í líkama og huga okkar allra á Íslandi. Nálgunin og túlkunin þurfti því að vera hrein og skýr. Ég ætla auðvitað að láta aðra dæma verk mín en ég ætla gera mitt besta hvað það varðar að vera skýr í textanum og túlka lagið fallega. Á þessum diski er ég ekki með neina stæla, slaufustæla eða neitt. Ég syng þetta bara eins og lagið er og reyni að túlka það eins fallega og ég get.“Fann fyrst fyrir kvíða 6 ára en leitaði sér aðstoðar á fullorðins árum.vísir/vilhelmPlatan kom út 14. ágúst, á afmælisdegi Geirs en þá varð hann 45 ára. „Þessi lög eiga það öll sameiginlegt að vera falleg og ég er bara stoltur að fá þetta tækifæri, að fá að flytja þau á plötu. Viði stefnum að sjálfsögðu á útgáfutónleika á haustdögum en það á eftir að ganga betur frá því,“ segir Geir sem þessa dagana að undirbúa jónatónleika sína, The Last Christmas Show, sem hann heldur þriðja árið í röð í Gamla Bíói. „Þar er ég með risahljómsveit frá Bandaríkjunum og er að gefa mörgum ungum söngvurum tækifæri. Raggi Bjarna og Gunni Þórðar verða sérstakir heiðursgestir og þessir gæjar setja sýninguna á annað level.“ Nafnið á plötunni, Þú ert yndið mitt yngsta og besta er tileinkað dóttur Geirs. Anna Rós Geirsdóttir er tveggja og hálfs árs. „Hún hefur verið aðalorkugjafi minn síðan hún kom í heiminn og algjörlega yndisleg.“Kvíðinn er hans djöfull að draga Geir er búsettur hér á landi ásamt eiginkonu sinni sem heitir Adriana Patricia Sanchez Krieger og er frá Kólumbíu. Þau giftu sig fyrir tæpu ári í Bústaðakirkju. „Við höfum verið mikið á flakki. Bjuggum eitthvað í Kólumbíu og síðan nokkuð lengi í Madríd. Núna erum við bara hér í Reykjavík og erum í þessu hefðbundna greiðslumati. Við erum búin að finna íbúð og kauptilboðið hefur verið samþykkt. Svo við ætlum að setjast hér að í bili.“Nýja platan er tileinkuð dóttur Geirs.vísir/vilhelmSöngvarinn segist vera hamingjusamur en eins og allir hafi hann sinn djöful að draga. „Minn djöfull hefur fyrst og fremst verið minn sjúkdómur sem er mjög mikil kvíðaröskun sem hefur heft mig mjög mikið í gegnum tíðina. Þetta hefur haft áhrif á mig líkamlega sem gerir það að verkum að þegar ég fæ þessi köst þarf ég að leggjast niður og get ekki gert neitt. Þetta hefur verið minn akkilesarhæll í gegnum tíðina. Ég hef leitað mér hjálpar læknisfræðilega séð en það sem þetta hefur gert fyrir mig er að ég hef verið skikkaður að hugsa vel um mig á líkama og sál. Ég reyki ekki og ég drekk ekki. Ég er ekki upp á kant við neinn, ég hef ekki neinar pólitískar skoðanir, ég er ekki að gera lítið úr minnihlutahópum og ég reyni bara að lifa eins auðveldlega í sátt og samlyndi við guð og menn eins og hægt er,“ segir Geir og bætir við að honum finnst samfélagið stundum vera komið út í öfgar hvað það allt varðar. „Við erum alltaf að reyna kenna öðrum hvernig þau eiga að lifa lífi sínu en ég held að grundvallaratriðið sé að líta í eigin barm. Það er það sem ég og konan mín höfum stefnt að því að gera og þannig reynum við að ala upp dóttur okkar.“Þetta er ógeðslegt Geir segist oft hafa fengið kvíðakast rétt áður en hann stígur á svið. „Þá reynir maður bara að fara í gegnum það en það getur verið mjög óþægilegt og það reynir oft á mann. Aðalatriðið er að maður er alltaf að reyna halda andlitinu og halda haus. Nú er ég orðinn 45 ára gamall og ég er búinn að berjast við þetta í 39 ár, frá því að ég var sex ára. Það er kannski ástæðan fyrir því að ég er eins og ég er. Ég fór ekki að leita mér hjálpar fyrr en ég var kominn á fullorðinsár. Ég ráðlegg öllum að hlusta á börnin sín og leita hjálpar strax ef grunur er á því að þau séu kvíðin.“ Hann segir að það sé mikilvægt að vera meðvitaður um hvernig manni líður. „Þegar að barni líður illa þá á að gera eitthvað strax í því. Ekki reyna láta börnin hamla þessar tilfinningar og láta þeim líða eins og þau séu eitthvað öðruvísi. Það hefði gert mikið fyrir mig ef einhver hefði vitað hvað væri að angra mig. Maður var bara sendur út í sveit og álitinn eitthvað ruglaður, þannig var tíðarandinn. Ég reyndi alltaf að forðast þetta og vildi ekki viðurkenna hvað amaði að mér. Þetta er ógeðslegt, það er ógeðsleg tilfinning að vera með kvíða. Þetta er það versta sem kemur fyrir mig og rosalega líkamlegt. Ég fæ hjartsláttatruflanir og svakalega þreytu. Ég get ekki gert neitt. Svo kemur á móti að maður vinnur vinnuna sína þannig að þegar maður veit hvað er að manni, þá þarf maður að skoða þá þætti sem koma manni úr jafnvægi. Það er hugarfar, mataræði og sleppa öllum örvandi efnum,“ segir Geir sem hætti að drekka áfengi 27 ára gamall. Geir er sjálfur að selja plötuna sína og notar til þess Gmail. Hann biður fólk um að hafa samband við sig á geirolafs@gmail.comLagalisti plötunnar er eftirfarandi:Bíddu PabbiÉg elska þig ennÞú átt mig einBarnVetrarsólÞú ertNú andar suðrið (Ég bið að heilsa)Ég skal syngja fyrir þigDagnýÍ bljúgri bænHér að neðan má hlusta á eitt lag af plötunni, Bíddu Pabbi.
Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira