Körfubolti

Fimm leikmenn semja við ÍR

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hákon Örn í leik með ÍR.
Hákon Örn í leik með ÍR. vísir/hanna

ÍR-ingar ætla sér stóra hluti í Dominos-deild karla á komandi leiktíð en í gær endurnýjuðu fimm leikmenn samninga sína við félagið.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Daði Berg Grétarsson, Hákon Örn Hjálmarsson, Sigurkarl Róbert Jóhannesson, Sæþór Elmar Kristjánsson og Trausti Eiríksson.

Allir komu þeir töluvert við sögu með ÍR í fyrra og hjálpuðu liðinu að ná besta árangri félagsins í 40 ár að því er segir í tilkynningu frá ÍR.

Að auki er Sigurður Gunnar Þorsteinsson kominn til ÍR og ljóst að Breiðhyltingar ætla að fylgja á eftir góðu timabili í fyrra þar sem liðið hafnaði í 2.sæti deildarinnar og féll svo út í undanúrslitum úrslitakeppninnar gegn Tindastóli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.