Körfubolti

Sigurður Gunnar í ÍR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigurður Gunnar í landsleik á dögunum.
Sigurður Gunnar í landsleik á dögunum. vísir/ernir

Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur gert samning við ÍR í Dominos-deild karla um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Karfan greinir frá.

Greint var frá því eftir síðustu leiktíð að Sigurður Gunnar yrði ekki áfram í Grindavík þar sem hann lék á síðasta tímabili en nú hefur hann skrifað undir hjá ÍR.

Á síðustu leiktíð var hann með þrettán stig, níu fráköst og þrjár stoðsendingar. Hann var tíundi framlagshæsti leikmaður deildarinnar með rúm 20 framlagsstig.

ÍR endaði í öðru sæti í deildarkeppninni á síðustu leiktíð og datt síðan út fyrir Tindastól í undanúrslitum deildarinnar, 3-1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.