Varð svo þunglyndur af leik í Ku Klux Klan-mynd að hann klippti Hobbitann í eina mynd Birgir Olgeirsson skrifar 1. ágúst 2018 10:07 Topher Grace leikur David Duke, sem var æðstiprestur í Ku Klux Klan-samtökunum í Bandaríkjunum, í nýrri bíómynd Spike Lee sem kallast BlacKkKlansman. Vísir/Getty Leikarinn Topher Grace, sem margir muna kannski eftir úr gamanþáttunum The 70´s Show, varð svo þunglyndur eftir að hafa leikið í Ku Klux Klan-mynd Spike Lee að hann klippti Hobbita-þríleikinn niður í eina bíómynd. Grace leikur David Duke, sem var æðstiprestur í Ku Klux Klan-samtökunum í Bandaríkjunum, í nýrri bíómynd Spike Lee sem kallast BlacKkKlansman. Hann segir leikinn í myndinni hafa reynt mikið á hann. „Ég varð svo þunglyndur. Það var svo truflandi að koma heim eftir að hafa leikið í bíómyndinni, og kveikja á sjónvarpinu og sjá fréttir þar sem þetta málefni er enn stór partur af okkar samfélagi,“ segir Grace við Indiewire og vísar þar í kynþáttaníð í Bandaríkjunum. Þegar Grace hafði lokið tökum á myndinni fór hann inn í bílskúr á heimili sínu og hófst handa við að klippa Hobbita-þríleikinn, sem Peter Jackson leikstýrði, niður í eina kvikmynd. Mörgum þótti þríleikur Jackson um Hobbita-söguna, sem J.R.R. Tolkien skrifaði, vera alltof langur og er Grace einn af þeim. „Margar af þessum kvikmyndaseríum stjórnast af peningum. Það er betra þegar listin ræður för,“ segir Grace. Hann lærði fyrst að nota klippiforrit árið 2012 og notaði þá kunnáttu til að klippa Star Wars-forleikinn, sem segir frá því hvernig Anakin Skywalker varð að Svarthöfða, niður í eina kvikmynd sem er 85 mínútur að lengd. BlacKkKlansman segir frá svörtum lögreglumanni sem ákveður að reyna að komast inn í Ku Klux Klan samtökin til að afhjúpa þá sem standa að baki þeim. Myndin er byggð á sjálfsævisögu Ron Stallworth og mun gerast á áttunda áratug síðustu aldar. Með aðalhlutverk fara John David Washington, Adam Driver, Laura Harrier og Topher Grace. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr í ár en verður frumsýnd í Bandaríkjunum 10. ágúst næstkomandi. Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
Leikarinn Topher Grace, sem margir muna kannski eftir úr gamanþáttunum The 70´s Show, varð svo þunglyndur eftir að hafa leikið í Ku Klux Klan-mynd Spike Lee að hann klippti Hobbita-þríleikinn niður í eina bíómynd. Grace leikur David Duke, sem var æðstiprestur í Ku Klux Klan-samtökunum í Bandaríkjunum, í nýrri bíómynd Spike Lee sem kallast BlacKkKlansman. Hann segir leikinn í myndinni hafa reynt mikið á hann. „Ég varð svo þunglyndur. Það var svo truflandi að koma heim eftir að hafa leikið í bíómyndinni, og kveikja á sjónvarpinu og sjá fréttir þar sem þetta málefni er enn stór partur af okkar samfélagi,“ segir Grace við Indiewire og vísar þar í kynþáttaníð í Bandaríkjunum. Þegar Grace hafði lokið tökum á myndinni fór hann inn í bílskúr á heimili sínu og hófst handa við að klippa Hobbita-þríleikinn, sem Peter Jackson leikstýrði, niður í eina kvikmynd. Mörgum þótti þríleikur Jackson um Hobbita-söguna, sem J.R.R. Tolkien skrifaði, vera alltof langur og er Grace einn af þeim. „Margar af þessum kvikmyndaseríum stjórnast af peningum. Það er betra þegar listin ræður för,“ segir Grace. Hann lærði fyrst að nota klippiforrit árið 2012 og notaði þá kunnáttu til að klippa Star Wars-forleikinn, sem segir frá því hvernig Anakin Skywalker varð að Svarthöfða, niður í eina kvikmynd sem er 85 mínútur að lengd. BlacKkKlansman segir frá svörtum lögreglumanni sem ákveður að reyna að komast inn í Ku Klux Klan samtökin til að afhjúpa þá sem standa að baki þeim. Myndin er byggð á sjálfsævisögu Ron Stallworth og mun gerast á áttunda áratug síðustu aldar. Með aðalhlutverk fara John David Washington, Adam Driver, Laura Harrier og Topher Grace. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr í ár en verður frumsýnd í Bandaríkjunum 10. ágúst næstkomandi.
Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning