Hálfkveðnar vísur Samtaka ferðaþjónustunnar Magnús Guðmundsson skrifar 1. ágúst 2018 16:54 Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar skrifar grein í Fréttablaðið þann 1. ágúst 2018 með fyrirsögninni “Gerræði í þjóðgörðum”. Í greininni eru hálfkveðnar vísur og ýjað að því að þeir sem sitja við stjórnvölinn í íslenskum þjóðgörðum séu af fáfræði eða öðrum ástæðum að leggja steina í götu ferðaþjónustunnar á Íslandi. Hvað varðar Vatnajökulsþjóðgarð eru þessum ásökunum vísað á bug með eftirfarandi röksemdum. Vatnajökulsþjóðgarði eins og öðrum ríkisstofnunum ber að endurskoða og yfirfara gjaldskrá sína með reglubundnum hætti í takt við verðlagsbreytingar og kostnað vegna þjónustunnar sem veitt er. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs fer yfir og samþykkir tillögur að breytingum á gjaldskránni og síðan er hún send umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til yfirferðar og birtingar. Gjaldskráin er sett samkvæmt heimild í 21. grein laga nr. 60/2007 um Vatnajökulsþjóðgarð vegna tjaldstæða og þjónustu í Vatnajökulsþjóðgarði s.s. á gistingum í skálum, rafmagn fyrir húsbýla, hjólhýsi og fellihýsi. Að gefnu tilefni vill Vatnajökulsþjóðgarður vekja athygli á því að flestir þættir gjaldskrár stofnunarinnar héldust óbreyttir að þessu sinni s.s. fyrir rafmagn, sturtur og fleira. Almennt gjald fyrir eina nótt á tjaldsvæði í tjaldi, fellihýsi, tjaldvagni, hjólhýsi eða húsbíla hækkaði úr kr. 1.700 kr. í kr. 1.900 eða um 12%. Almennt gjald fyrir börn 13-16 ára hélst óbreytt, 800 krónur. Verð á gistingu í skálum lækkaði. Til viðbótar þessu voru tekin upp sérstök afsláttarkjör fyrir þá sem dvelja lengur en eina nótt á tjaldsvæðum þjóðgarðsins, m.a. til að koma til móts við þann stóra hóp landsmanna sem kemur reglulega í útilegu í þjóðgarðinum. Formaður SAF finnur sérstaklega að hækkun svæðisgjalda í Skaftafelli og fullyrðir að gjald fyrir algengustu stærð af hópferðabíl hafi hækkað um 80%. Sú fullyrðing kann vel að vera rétt að litlum hluta, en ef gjaldskráin er skoðuð í samhengi þá er hækkunin ekki eins gerræðisleg og formaðurinn gefur í skyn. Svæðisgjald, sem er innheimt af bifreiðum sem koma í Skaftafell, hækkaði úr kr. 600 í kr. 750 fyrir fólksbíla (25% hækkun) og úr kr. 900 í kr. 1.000 fyrir fólksbifreiðar 6-9 manna (11,1% hækkun). Gjald fyrir 10-18 manna rútu hélst óbreytt, kr. 1.800, og gjald fyrir 19-35 manna rútur lækkaði úr kr. 3.600 í kr. 3.500 (2,8% lækkun). Tveimur nýjum gjaldflokkum var bætt við vegna stærri rúta til að gæta jafnræðis í samanburði við minni ökutæki. Annars vegar var bætt við gjaldflokki fyrir 33-64 manna rútur, kr. 6.400, og hins vegar fyrir 65-90 manna rútu, kr. 9.000. Ef við gefum okkur að 48 farþegar séu á ferðinni í hópferðabifreið í flokki E þá er svæðisgjald fyrir hvern farþega nú 133 krónur í stað 75 krónur áður. Og séu 69 farþegar um borð í hópferðabifreið í flokki F þá er svæðisgjald fyrir hvern farþega nú 130 krónur í stað 52 krónur áður. Vissulega er hér um nokkra hækkun að ræða ef einblínt er á prósentur, en í krónum talið er hækkunin óveruleg. Miðað við forsendurnar að ofan er hún 78 krónur á hvern farþega ef hópferðabíllinn er í flokki F og 58 krónur ef hópferðabíllinn er í flokki E. Þannig má allt eins líta svo á að um smáhækkanir sé að ræða fyrir þau fyrirtæki sem eru að nýta sér sameiginlega auðlind allra landsmanna. Rétt er að minna á að Skaftafell er ein af helstu náttúruperlum Íslands og mikið álag er á svæðinu vegna fjölda ferðamanna og ásóknar fyrirtækja sem vilja veita ferðamönnum þjónustu innan þjóðgarðsins. Fjöldi ferðamanna í Skaftafelli hefur aukist hratt síðustu ár og nálgast gestafjöldinn nú eina milljón ár hvert. Þessum mikla fjölda fylgir þung krafa m.a. frá Samtökum ferðaþjónustunnar, um þjónustu á vegum þjóðgarðsins, s.s. landvörslu, bílastæði, tjaldsvæði og salerni. Svæðisgjöldum í Skaftafelli er ætlað að hjálpa til við að standa undir kostnaði vegna þessarar þjónustu. Að lokum er rétt að geta þess að fulltrúar Vatnajökulsþjóðgarðs eru að sjálfsögðu reiðubúnir til að eiga samstarf og samtal við fulltrúar Samtaka ferðaþjónustunnar hér eftir sem hingað til með það að leiðarljósi að tryggja varðveislu íslenskrar náttúru og að stuðla að ferðaþjónustu með sjálfbærni að leiðarljósi.Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar skrifar grein í Fréttablaðið þann 1. ágúst 2018 með fyrirsögninni “Gerræði í þjóðgörðum”. Í greininni eru hálfkveðnar vísur og ýjað að því að þeir sem sitja við stjórnvölinn í íslenskum þjóðgörðum séu af fáfræði eða öðrum ástæðum að leggja steina í götu ferðaþjónustunnar á Íslandi. Hvað varðar Vatnajökulsþjóðgarð eru þessum ásökunum vísað á bug með eftirfarandi röksemdum. Vatnajökulsþjóðgarði eins og öðrum ríkisstofnunum ber að endurskoða og yfirfara gjaldskrá sína með reglubundnum hætti í takt við verðlagsbreytingar og kostnað vegna þjónustunnar sem veitt er. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs fer yfir og samþykkir tillögur að breytingum á gjaldskránni og síðan er hún send umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til yfirferðar og birtingar. Gjaldskráin er sett samkvæmt heimild í 21. grein laga nr. 60/2007 um Vatnajökulsþjóðgarð vegna tjaldstæða og þjónustu í Vatnajökulsþjóðgarði s.s. á gistingum í skálum, rafmagn fyrir húsbýla, hjólhýsi og fellihýsi. Að gefnu tilefni vill Vatnajökulsþjóðgarður vekja athygli á því að flestir þættir gjaldskrár stofnunarinnar héldust óbreyttir að þessu sinni s.s. fyrir rafmagn, sturtur og fleira. Almennt gjald fyrir eina nótt á tjaldsvæði í tjaldi, fellihýsi, tjaldvagni, hjólhýsi eða húsbíla hækkaði úr kr. 1.700 kr. í kr. 1.900 eða um 12%. Almennt gjald fyrir börn 13-16 ára hélst óbreytt, 800 krónur. Verð á gistingu í skálum lækkaði. Til viðbótar þessu voru tekin upp sérstök afsláttarkjör fyrir þá sem dvelja lengur en eina nótt á tjaldsvæðum þjóðgarðsins, m.a. til að koma til móts við þann stóra hóp landsmanna sem kemur reglulega í útilegu í þjóðgarðinum. Formaður SAF finnur sérstaklega að hækkun svæðisgjalda í Skaftafelli og fullyrðir að gjald fyrir algengustu stærð af hópferðabíl hafi hækkað um 80%. Sú fullyrðing kann vel að vera rétt að litlum hluta, en ef gjaldskráin er skoðuð í samhengi þá er hækkunin ekki eins gerræðisleg og formaðurinn gefur í skyn. Svæðisgjald, sem er innheimt af bifreiðum sem koma í Skaftafell, hækkaði úr kr. 600 í kr. 750 fyrir fólksbíla (25% hækkun) og úr kr. 900 í kr. 1.000 fyrir fólksbifreiðar 6-9 manna (11,1% hækkun). Gjald fyrir 10-18 manna rútu hélst óbreytt, kr. 1.800, og gjald fyrir 19-35 manna rútur lækkaði úr kr. 3.600 í kr. 3.500 (2,8% lækkun). Tveimur nýjum gjaldflokkum var bætt við vegna stærri rúta til að gæta jafnræðis í samanburði við minni ökutæki. Annars vegar var bætt við gjaldflokki fyrir 33-64 manna rútur, kr. 6.400, og hins vegar fyrir 65-90 manna rútu, kr. 9.000. Ef við gefum okkur að 48 farþegar séu á ferðinni í hópferðabifreið í flokki E þá er svæðisgjald fyrir hvern farþega nú 133 krónur í stað 75 krónur áður. Og séu 69 farþegar um borð í hópferðabifreið í flokki F þá er svæðisgjald fyrir hvern farþega nú 130 krónur í stað 52 krónur áður. Vissulega er hér um nokkra hækkun að ræða ef einblínt er á prósentur, en í krónum talið er hækkunin óveruleg. Miðað við forsendurnar að ofan er hún 78 krónur á hvern farþega ef hópferðabíllinn er í flokki F og 58 krónur ef hópferðabíllinn er í flokki E. Þannig má allt eins líta svo á að um smáhækkanir sé að ræða fyrir þau fyrirtæki sem eru að nýta sér sameiginlega auðlind allra landsmanna. Rétt er að minna á að Skaftafell er ein af helstu náttúruperlum Íslands og mikið álag er á svæðinu vegna fjölda ferðamanna og ásóknar fyrirtækja sem vilja veita ferðamönnum þjónustu innan þjóðgarðsins. Fjöldi ferðamanna í Skaftafelli hefur aukist hratt síðustu ár og nálgast gestafjöldinn nú eina milljón ár hvert. Þessum mikla fjölda fylgir þung krafa m.a. frá Samtökum ferðaþjónustunnar, um þjónustu á vegum þjóðgarðsins, s.s. landvörslu, bílastæði, tjaldsvæði og salerni. Svæðisgjöldum í Skaftafelli er ætlað að hjálpa til við að standa undir kostnaði vegna þessarar þjónustu. Að lokum er rétt að geta þess að fulltrúar Vatnajökulsþjóðgarðs eru að sjálfsögðu reiðubúnir til að eiga samstarf og samtal við fulltrúar Samtaka ferðaþjónustunnar hér eftir sem hingað til með það að leiðarljósi að tryggja varðveislu íslenskrar náttúru og að stuðla að ferðaþjónustu með sjálfbærni að leiðarljósi.Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun