Hálfkveðnar vísur Samtaka ferðaþjónustunnar Magnús Guðmundsson skrifar 1. ágúst 2018 16:54 Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar skrifar grein í Fréttablaðið þann 1. ágúst 2018 með fyrirsögninni “Gerræði í þjóðgörðum”. Í greininni eru hálfkveðnar vísur og ýjað að því að þeir sem sitja við stjórnvölinn í íslenskum þjóðgörðum séu af fáfræði eða öðrum ástæðum að leggja steina í götu ferðaþjónustunnar á Íslandi. Hvað varðar Vatnajökulsþjóðgarð eru þessum ásökunum vísað á bug með eftirfarandi röksemdum. Vatnajökulsþjóðgarði eins og öðrum ríkisstofnunum ber að endurskoða og yfirfara gjaldskrá sína með reglubundnum hætti í takt við verðlagsbreytingar og kostnað vegna þjónustunnar sem veitt er. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs fer yfir og samþykkir tillögur að breytingum á gjaldskránni og síðan er hún send umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til yfirferðar og birtingar. Gjaldskráin er sett samkvæmt heimild í 21. grein laga nr. 60/2007 um Vatnajökulsþjóðgarð vegna tjaldstæða og þjónustu í Vatnajökulsþjóðgarði s.s. á gistingum í skálum, rafmagn fyrir húsbýla, hjólhýsi og fellihýsi. Að gefnu tilefni vill Vatnajökulsþjóðgarður vekja athygli á því að flestir þættir gjaldskrár stofnunarinnar héldust óbreyttir að þessu sinni s.s. fyrir rafmagn, sturtur og fleira. Almennt gjald fyrir eina nótt á tjaldsvæði í tjaldi, fellihýsi, tjaldvagni, hjólhýsi eða húsbíla hækkaði úr kr. 1.700 kr. í kr. 1.900 eða um 12%. Almennt gjald fyrir börn 13-16 ára hélst óbreytt, 800 krónur. Verð á gistingu í skálum lækkaði. Til viðbótar þessu voru tekin upp sérstök afsláttarkjör fyrir þá sem dvelja lengur en eina nótt á tjaldsvæðum þjóðgarðsins, m.a. til að koma til móts við þann stóra hóp landsmanna sem kemur reglulega í útilegu í þjóðgarðinum. Formaður SAF finnur sérstaklega að hækkun svæðisgjalda í Skaftafelli og fullyrðir að gjald fyrir algengustu stærð af hópferðabíl hafi hækkað um 80%. Sú fullyrðing kann vel að vera rétt að litlum hluta, en ef gjaldskráin er skoðuð í samhengi þá er hækkunin ekki eins gerræðisleg og formaðurinn gefur í skyn. Svæðisgjald, sem er innheimt af bifreiðum sem koma í Skaftafell, hækkaði úr kr. 600 í kr. 750 fyrir fólksbíla (25% hækkun) og úr kr. 900 í kr. 1.000 fyrir fólksbifreiðar 6-9 manna (11,1% hækkun). Gjald fyrir 10-18 manna rútu hélst óbreytt, kr. 1.800, og gjald fyrir 19-35 manna rútur lækkaði úr kr. 3.600 í kr. 3.500 (2,8% lækkun). Tveimur nýjum gjaldflokkum var bætt við vegna stærri rúta til að gæta jafnræðis í samanburði við minni ökutæki. Annars vegar var bætt við gjaldflokki fyrir 33-64 manna rútur, kr. 6.400, og hins vegar fyrir 65-90 manna rútu, kr. 9.000. Ef við gefum okkur að 48 farþegar séu á ferðinni í hópferðabifreið í flokki E þá er svæðisgjald fyrir hvern farþega nú 133 krónur í stað 75 krónur áður. Og séu 69 farþegar um borð í hópferðabifreið í flokki F þá er svæðisgjald fyrir hvern farþega nú 130 krónur í stað 52 krónur áður. Vissulega er hér um nokkra hækkun að ræða ef einblínt er á prósentur, en í krónum talið er hækkunin óveruleg. Miðað við forsendurnar að ofan er hún 78 krónur á hvern farþega ef hópferðabíllinn er í flokki F og 58 krónur ef hópferðabíllinn er í flokki E. Þannig má allt eins líta svo á að um smáhækkanir sé að ræða fyrir þau fyrirtæki sem eru að nýta sér sameiginlega auðlind allra landsmanna. Rétt er að minna á að Skaftafell er ein af helstu náttúruperlum Íslands og mikið álag er á svæðinu vegna fjölda ferðamanna og ásóknar fyrirtækja sem vilja veita ferðamönnum þjónustu innan þjóðgarðsins. Fjöldi ferðamanna í Skaftafelli hefur aukist hratt síðustu ár og nálgast gestafjöldinn nú eina milljón ár hvert. Þessum mikla fjölda fylgir þung krafa m.a. frá Samtökum ferðaþjónustunnar, um þjónustu á vegum þjóðgarðsins, s.s. landvörslu, bílastæði, tjaldsvæði og salerni. Svæðisgjöldum í Skaftafelli er ætlað að hjálpa til við að standa undir kostnaði vegna þessarar þjónustu. Að lokum er rétt að geta þess að fulltrúar Vatnajökulsþjóðgarðs eru að sjálfsögðu reiðubúnir til að eiga samstarf og samtal við fulltrúar Samtaka ferðaþjónustunnar hér eftir sem hingað til með það að leiðarljósi að tryggja varðveislu íslenskrar náttúru og að stuðla að ferðaþjónustu með sjálfbærni að leiðarljósi.Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar skrifar grein í Fréttablaðið þann 1. ágúst 2018 með fyrirsögninni “Gerræði í þjóðgörðum”. Í greininni eru hálfkveðnar vísur og ýjað að því að þeir sem sitja við stjórnvölinn í íslenskum þjóðgörðum séu af fáfræði eða öðrum ástæðum að leggja steina í götu ferðaþjónustunnar á Íslandi. Hvað varðar Vatnajökulsþjóðgarð eru þessum ásökunum vísað á bug með eftirfarandi röksemdum. Vatnajökulsþjóðgarði eins og öðrum ríkisstofnunum ber að endurskoða og yfirfara gjaldskrá sína með reglubundnum hætti í takt við verðlagsbreytingar og kostnað vegna þjónustunnar sem veitt er. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs fer yfir og samþykkir tillögur að breytingum á gjaldskránni og síðan er hún send umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til yfirferðar og birtingar. Gjaldskráin er sett samkvæmt heimild í 21. grein laga nr. 60/2007 um Vatnajökulsþjóðgarð vegna tjaldstæða og þjónustu í Vatnajökulsþjóðgarði s.s. á gistingum í skálum, rafmagn fyrir húsbýla, hjólhýsi og fellihýsi. Að gefnu tilefni vill Vatnajökulsþjóðgarður vekja athygli á því að flestir þættir gjaldskrár stofnunarinnar héldust óbreyttir að þessu sinni s.s. fyrir rafmagn, sturtur og fleira. Almennt gjald fyrir eina nótt á tjaldsvæði í tjaldi, fellihýsi, tjaldvagni, hjólhýsi eða húsbíla hækkaði úr kr. 1.700 kr. í kr. 1.900 eða um 12%. Almennt gjald fyrir börn 13-16 ára hélst óbreytt, 800 krónur. Verð á gistingu í skálum lækkaði. Til viðbótar þessu voru tekin upp sérstök afsláttarkjör fyrir þá sem dvelja lengur en eina nótt á tjaldsvæðum þjóðgarðsins, m.a. til að koma til móts við þann stóra hóp landsmanna sem kemur reglulega í útilegu í þjóðgarðinum. Formaður SAF finnur sérstaklega að hækkun svæðisgjalda í Skaftafelli og fullyrðir að gjald fyrir algengustu stærð af hópferðabíl hafi hækkað um 80%. Sú fullyrðing kann vel að vera rétt að litlum hluta, en ef gjaldskráin er skoðuð í samhengi þá er hækkunin ekki eins gerræðisleg og formaðurinn gefur í skyn. Svæðisgjald, sem er innheimt af bifreiðum sem koma í Skaftafell, hækkaði úr kr. 600 í kr. 750 fyrir fólksbíla (25% hækkun) og úr kr. 900 í kr. 1.000 fyrir fólksbifreiðar 6-9 manna (11,1% hækkun). Gjald fyrir 10-18 manna rútu hélst óbreytt, kr. 1.800, og gjald fyrir 19-35 manna rútur lækkaði úr kr. 3.600 í kr. 3.500 (2,8% lækkun). Tveimur nýjum gjaldflokkum var bætt við vegna stærri rúta til að gæta jafnræðis í samanburði við minni ökutæki. Annars vegar var bætt við gjaldflokki fyrir 33-64 manna rútur, kr. 6.400, og hins vegar fyrir 65-90 manna rútu, kr. 9.000. Ef við gefum okkur að 48 farþegar séu á ferðinni í hópferðabifreið í flokki E þá er svæðisgjald fyrir hvern farþega nú 133 krónur í stað 75 krónur áður. Og séu 69 farþegar um borð í hópferðabifreið í flokki F þá er svæðisgjald fyrir hvern farþega nú 130 krónur í stað 52 krónur áður. Vissulega er hér um nokkra hækkun að ræða ef einblínt er á prósentur, en í krónum talið er hækkunin óveruleg. Miðað við forsendurnar að ofan er hún 78 krónur á hvern farþega ef hópferðabíllinn er í flokki F og 58 krónur ef hópferðabíllinn er í flokki E. Þannig má allt eins líta svo á að um smáhækkanir sé að ræða fyrir þau fyrirtæki sem eru að nýta sér sameiginlega auðlind allra landsmanna. Rétt er að minna á að Skaftafell er ein af helstu náttúruperlum Íslands og mikið álag er á svæðinu vegna fjölda ferðamanna og ásóknar fyrirtækja sem vilja veita ferðamönnum þjónustu innan þjóðgarðsins. Fjöldi ferðamanna í Skaftafelli hefur aukist hratt síðustu ár og nálgast gestafjöldinn nú eina milljón ár hvert. Þessum mikla fjölda fylgir þung krafa m.a. frá Samtökum ferðaþjónustunnar, um þjónustu á vegum þjóðgarðsins, s.s. landvörslu, bílastæði, tjaldsvæði og salerni. Svæðisgjöldum í Skaftafelli er ætlað að hjálpa til við að standa undir kostnaði vegna þessarar þjónustu. Að lokum er rétt að geta þess að fulltrúar Vatnajökulsþjóðgarðs eru að sjálfsögðu reiðubúnir til að eiga samstarf og samtal við fulltrúar Samtaka ferðaþjónustunnar hér eftir sem hingað til með það að leiðarljósi að tryggja varðveislu íslenskrar náttúru og að stuðla að ferðaþjónustu með sjálfbærni að leiðarljósi.Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar