Lífið

Heiða Rún á stóra sviðinu í London

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heiða Rún lék í Poldark frá árinu 2015.
Heiða Rún lék í Poldark frá árinu 2015.
Heiða Rún Sigurðardóttir, betur þekkt sem Heida Reed á alþjóðlegri grundu, er komin með nýtt verkefni en hún fer með hlutverk í verkinu Foxfinder sem verður frumsýnt  í næsta mánuði í West End leikhúsinu Ambassadors í London.

Iwan Rheon fer með hlutverk í verkinu en hann vakti fyrst athygli í þáttunum Game Of Thrones. Í þáttunum lék Rheon Ramsay Bolton.

Heiða Rún lék eitt aðalhlutverkið í BBC1 þáttunum Poldark en hennar þátttöku er nú lokið.

Poldark er bresk þáttaröð sem hóf göngu sína á BBC1 árið 2015 og lék Heiða í þáttunum frá fyrsta degi.

Foxfinder verður á dagskrá frá 6. september til 5. janúar á næsta ári. Heiða býr í Kaliforníu ásamt unnusta sínum, Sam Ritz, og ætlar að flytja til London aftur meðan hún tekur þátt í verkinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×