Lífið

Keppandi í The Bachelorette sendur í leyfi eftir ásakanir um kynferðislega áreitni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leo komst nokkuð langt í þáttunum að þessu sinni en hann er hér lengst til vinstri
Leo komst nokkuð langt í þáttunum að þessu sinni en hann er hér lengst til vinstri
Þættirnir The Bachelorette njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum.

Í byrjun vikunnar kláraðist 14. þáttaröðin og gaf Becca Kufrin út síðustu rósina en þeir sem vilja lesa um það hvernig þáttaröðin endaði geta farið inn í þessa frétt.

Í þáttunum kepptu fjölmargir myndalegir karlmenn um hjarta Becca og einn af þeim er áhættuleikarinn Leo Dottavio.

Hann hefur starfað hjá framleiðslufyrirtækinu Universial Studios undanfarið en TMZ greinir frá því að hann hafi verið sendur í leyfi frá fyrirtækinu eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni fóru að berast frá samstarfskonum hans.

Nokkrar konur hafa stigið fram og lýst því hvernig Dottavio áreitti þær með því að faðma þær í tíð og ótíma og reyna ítrekað við þær og hafi verið mjög ágengur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×