Á leið á fimmtugustu tónleika sína með Paul Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. júlí 2018 10:00 Enginn venjulegur aðdáandi Pauls McCartney. Vísir/Getty „Það verður ekkert aftur snúið nema hann aflýsi einhverju,“ segir Davíð Steingrímsson, sem keypt hefur miða á sjö tónleika með Paul McCartney á þessu ári og mun því ná að fara á sína fimmtugustu tónleika með bítlinum áður en 2018 er á enda. Óhætt er að segja að Davíð Steingrímsson sé gríðarlegur bítlaaðdáandi, og þá sérstaklega aðdáandi Pauls McCartney. Hann rak um árabil tónlistarbarinn Obladi Oblada í miðbæ Reykjavíkur. Barinn var að vitanlega nefndur eftir bítlalagi. Árið 2002 fór Davíð á sína fyrstu tónleika með McCartney í Staples Center í Los Angeles. Nú eru tónleikarnir orðnir 43 talsins og þeir hafa borið hann til fjórtán landa. „Það var ólýsanlegt,“ segir Davíð um fyrstu McCartney-tónleikana. „Ég hef verið aðdáandi frá því ég var smápolli 1975.“ Davíð segir að þótt hann hafi verið búinn að heyra Bítlana oft áður þá hafi platan Venus and Mars, sem McCartney gerði með hljómsveit sinni Wings á þessum tíma, gripið hann algjörlega. Davíð segir fjölda gæðalaga frá McCartney öldungis ótrúlegan og að hann sé enn að og von á nýrri plötu í september. „Margir halda að hann hafi ekki verið að gera góða hluti síðustu ár af því að hann fær ekki sömu spilun og áður en ég er mjög ánægður með allt sem hann hefur gert.“ Þótt hann sé að spila mikið til sömu lögin er þetta aldrei sama upplifunin hverju sinni. Oft er fólk að mæta sem hefur dreymt um það alla ævi að sjá hann og er að sjá hann í fyrsta sinn – það eru miklar tilfinningar. Paul er farinn að kannast við Davíð sem yfirleitt reynir að vera fremst við sviðið á tónleikum. Aðspurður um uppáhaldstónleikana nefnir Davíð skiptið sem Paul spilaði fyrir hann óskalag. McCartney hafði þá spilað lagið Ram On að áeggjan bassaleikar ans heimsfræga Klaus Voorman á tónleikum tveimur dögum fyrir tónleika í Antwerpen. Við lagið er leikið undir á ukulele og þegar McCartney tók sér það hljóðfæri í hönd til að flytja bítlalagið Something að venju lét Davíð til skarar skríða. „Ég kallaði Paul! Ram on!“ lýsir Davíð. „For you I’ll do it, svaraði hann þá. Þetta var svakalegt.“ Davíð hefur hitt McCartney. Eitt skiptið var nærri heimili bítilsins sem býr ekki fjarri hinu rómaða hljóðveri Abbey Road. „Hann er þá að labba og ég fæ að taka í spaðann á honum og knúsa hann. Ég sagði honum að ég ætti bar sem héti Obladi Oblada og hann sagði bara, I love it. I love it man.“ Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Sjá meira
„Það verður ekkert aftur snúið nema hann aflýsi einhverju,“ segir Davíð Steingrímsson, sem keypt hefur miða á sjö tónleika með Paul McCartney á þessu ári og mun því ná að fara á sína fimmtugustu tónleika með bítlinum áður en 2018 er á enda. Óhætt er að segja að Davíð Steingrímsson sé gríðarlegur bítlaaðdáandi, og þá sérstaklega aðdáandi Pauls McCartney. Hann rak um árabil tónlistarbarinn Obladi Oblada í miðbæ Reykjavíkur. Barinn var að vitanlega nefndur eftir bítlalagi. Árið 2002 fór Davíð á sína fyrstu tónleika með McCartney í Staples Center í Los Angeles. Nú eru tónleikarnir orðnir 43 talsins og þeir hafa borið hann til fjórtán landa. „Það var ólýsanlegt,“ segir Davíð um fyrstu McCartney-tónleikana. „Ég hef verið aðdáandi frá því ég var smápolli 1975.“ Davíð segir að þótt hann hafi verið búinn að heyra Bítlana oft áður þá hafi platan Venus and Mars, sem McCartney gerði með hljómsveit sinni Wings á þessum tíma, gripið hann algjörlega. Davíð segir fjölda gæðalaga frá McCartney öldungis ótrúlegan og að hann sé enn að og von á nýrri plötu í september. „Margir halda að hann hafi ekki verið að gera góða hluti síðustu ár af því að hann fær ekki sömu spilun og áður en ég er mjög ánægður með allt sem hann hefur gert.“ Þótt hann sé að spila mikið til sömu lögin er þetta aldrei sama upplifunin hverju sinni. Oft er fólk að mæta sem hefur dreymt um það alla ævi að sjá hann og er að sjá hann í fyrsta sinn – það eru miklar tilfinningar. Paul er farinn að kannast við Davíð sem yfirleitt reynir að vera fremst við sviðið á tónleikum. Aðspurður um uppáhaldstónleikana nefnir Davíð skiptið sem Paul spilaði fyrir hann óskalag. McCartney hafði þá spilað lagið Ram On að áeggjan bassaleikar ans heimsfræga Klaus Voorman á tónleikum tveimur dögum fyrir tónleika í Antwerpen. Við lagið er leikið undir á ukulele og þegar McCartney tók sér það hljóðfæri í hönd til að flytja bítlalagið Something að venju lét Davíð til skarar skríða. „Ég kallaði Paul! Ram on!“ lýsir Davíð. „For you I’ll do it, svaraði hann þá. Þetta var svakalegt.“ Davíð hefur hitt McCartney. Eitt skiptið var nærri heimili bítilsins sem býr ekki fjarri hinu rómaða hljóðveri Abbey Road. „Hann er þá að labba og ég fæ að taka í spaðann á honum og knúsa hann. Ég sagði honum að ég ætti bar sem héti Obladi Oblada og hann sagði bara, I love it. I love it man.“
Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Sjá meira