Á leið á fimmtugustu tónleika sína með Paul Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. júlí 2018 10:00 Enginn venjulegur aðdáandi Pauls McCartney. Vísir/Getty „Það verður ekkert aftur snúið nema hann aflýsi einhverju,“ segir Davíð Steingrímsson, sem keypt hefur miða á sjö tónleika með Paul McCartney á þessu ári og mun því ná að fara á sína fimmtugustu tónleika með bítlinum áður en 2018 er á enda. Óhætt er að segja að Davíð Steingrímsson sé gríðarlegur bítlaaðdáandi, og þá sérstaklega aðdáandi Pauls McCartney. Hann rak um árabil tónlistarbarinn Obladi Oblada í miðbæ Reykjavíkur. Barinn var að vitanlega nefndur eftir bítlalagi. Árið 2002 fór Davíð á sína fyrstu tónleika með McCartney í Staples Center í Los Angeles. Nú eru tónleikarnir orðnir 43 talsins og þeir hafa borið hann til fjórtán landa. „Það var ólýsanlegt,“ segir Davíð um fyrstu McCartney-tónleikana. „Ég hef verið aðdáandi frá því ég var smápolli 1975.“ Davíð segir að þótt hann hafi verið búinn að heyra Bítlana oft áður þá hafi platan Venus and Mars, sem McCartney gerði með hljómsveit sinni Wings á þessum tíma, gripið hann algjörlega. Davíð segir fjölda gæðalaga frá McCartney öldungis ótrúlegan og að hann sé enn að og von á nýrri plötu í september. „Margir halda að hann hafi ekki verið að gera góða hluti síðustu ár af því að hann fær ekki sömu spilun og áður en ég er mjög ánægður með allt sem hann hefur gert.“ Þótt hann sé að spila mikið til sömu lögin er þetta aldrei sama upplifunin hverju sinni. Oft er fólk að mæta sem hefur dreymt um það alla ævi að sjá hann og er að sjá hann í fyrsta sinn – það eru miklar tilfinningar. Paul er farinn að kannast við Davíð sem yfirleitt reynir að vera fremst við sviðið á tónleikum. Aðspurður um uppáhaldstónleikana nefnir Davíð skiptið sem Paul spilaði fyrir hann óskalag. McCartney hafði þá spilað lagið Ram On að áeggjan bassaleikar ans heimsfræga Klaus Voorman á tónleikum tveimur dögum fyrir tónleika í Antwerpen. Við lagið er leikið undir á ukulele og þegar McCartney tók sér það hljóðfæri í hönd til að flytja bítlalagið Something að venju lét Davíð til skarar skríða. „Ég kallaði Paul! Ram on!“ lýsir Davíð. „For you I’ll do it, svaraði hann þá. Þetta var svakalegt.“ Davíð hefur hitt McCartney. Eitt skiptið var nærri heimili bítilsins sem býr ekki fjarri hinu rómaða hljóðveri Abbey Road. „Hann er þá að labba og ég fæ að taka í spaðann á honum og knúsa hann. Ég sagði honum að ég ætti bar sem héti Obladi Oblada og hann sagði bara, I love it. I love it man.“ Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira
„Það verður ekkert aftur snúið nema hann aflýsi einhverju,“ segir Davíð Steingrímsson, sem keypt hefur miða á sjö tónleika með Paul McCartney á þessu ári og mun því ná að fara á sína fimmtugustu tónleika með bítlinum áður en 2018 er á enda. Óhætt er að segja að Davíð Steingrímsson sé gríðarlegur bítlaaðdáandi, og þá sérstaklega aðdáandi Pauls McCartney. Hann rak um árabil tónlistarbarinn Obladi Oblada í miðbæ Reykjavíkur. Barinn var að vitanlega nefndur eftir bítlalagi. Árið 2002 fór Davíð á sína fyrstu tónleika með McCartney í Staples Center í Los Angeles. Nú eru tónleikarnir orðnir 43 talsins og þeir hafa borið hann til fjórtán landa. „Það var ólýsanlegt,“ segir Davíð um fyrstu McCartney-tónleikana. „Ég hef verið aðdáandi frá því ég var smápolli 1975.“ Davíð segir að þótt hann hafi verið búinn að heyra Bítlana oft áður þá hafi platan Venus and Mars, sem McCartney gerði með hljómsveit sinni Wings á þessum tíma, gripið hann algjörlega. Davíð segir fjölda gæðalaga frá McCartney öldungis ótrúlegan og að hann sé enn að og von á nýrri plötu í september. „Margir halda að hann hafi ekki verið að gera góða hluti síðustu ár af því að hann fær ekki sömu spilun og áður en ég er mjög ánægður með allt sem hann hefur gert.“ Þótt hann sé að spila mikið til sömu lögin er þetta aldrei sama upplifunin hverju sinni. Oft er fólk að mæta sem hefur dreymt um það alla ævi að sjá hann og er að sjá hann í fyrsta sinn – það eru miklar tilfinningar. Paul er farinn að kannast við Davíð sem yfirleitt reynir að vera fremst við sviðið á tónleikum. Aðspurður um uppáhaldstónleikana nefnir Davíð skiptið sem Paul spilaði fyrir hann óskalag. McCartney hafði þá spilað lagið Ram On að áeggjan bassaleikar ans heimsfræga Klaus Voorman á tónleikum tveimur dögum fyrir tónleika í Antwerpen. Við lagið er leikið undir á ukulele og þegar McCartney tók sér það hljóðfæri í hönd til að flytja bítlalagið Something að venju lét Davíð til skarar skríða. „Ég kallaði Paul! Ram on!“ lýsir Davíð. „For you I’ll do it, svaraði hann þá. Þetta var svakalegt.“ Davíð hefur hitt McCartney. Eitt skiptið var nærri heimili bítilsins sem býr ekki fjarri hinu rómaða hljóðveri Abbey Road. „Hann er þá að labba og ég fæ að taka í spaðann á honum og knúsa hann. Ég sagði honum að ég ætti bar sem héti Obladi Oblada og hann sagði bara, I love it. I love it man.“
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira