Á leið á fimmtugustu tónleika sína með Paul Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. júlí 2018 10:00 Enginn venjulegur aðdáandi Pauls McCartney. Vísir/Getty „Það verður ekkert aftur snúið nema hann aflýsi einhverju,“ segir Davíð Steingrímsson, sem keypt hefur miða á sjö tónleika með Paul McCartney á þessu ári og mun því ná að fara á sína fimmtugustu tónleika með bítlinum áður en 2018 er á enda. Óhætt er að segja að Davíð Steingrímsson sé gríðarlegur bítlaaðdáandi, og þá sérstaklega aðdáandi Pauls McCartney. Hann rak um árabil tónlistarbarinn Obladi Oblada í miðbæ Reykjavíkur. Barinn var að vitanlega nefndur eftir bítlalagi. Árið 2002 fór Davíð á sína fyrstu tónleika með McCartney í Staples Center í Los Angeles. Nú eru tónleikarnir orðnir 43 talsins og þeir hafa borið hann til fjórtán landa. „Það var ólýsanlegt,“ segir Davíð um fyrstu McCartney-tónleikana. „Ég hef verið aðdáandi frá því ég var smápolli 1975.“ Davíð segir að þótt hann hafi verið búinn að heyra Bítlana oft áður þá hafi platan Venus and Mars, sem McCartney gerði með hljómsveit sinni Wings á þessum tíma, gripið hann algjörlega. Davíð segir fjölda gæðalaga frá McCartney öldungis ótrúlegan og að hann sé enn að og von á nýrri plötu í september. „Margir halda að hann hafi ekki verið að gera góða hluti síðustu ár af því að hann fær ekki sömu spilun og áður en ég er mjög ánægður með allt sem hann hefur gert.“ Þótt hann sé að spila mikið til sömu lögin er þetta aldrei sama upplifunin hverju sinni. Oft er fólk að mæta sem hefur dreymt um það alla ævi að sjá hann og er að sjá hann í fyrsta sinn – það eru miklar tilfinningar. Paul er farinn að kannast við Davíð sem yfirleitt reynir að vera fremst við sviðið á tónleikum. Aðspurður um uppáhaldstónleikana nefnir Davíð skiptið sem Paul spilaði fyrir hann óskalag. McCartney hafði þá spilað lagið Ram On að áeggjan bassaleikar ans heimsfræga Klaus Voorman á tónleikum tveimur dögum fyrir tónleika í Antwerpen. Við lagið er leikið undir á ukulele og þegar McCartney tók sér það hljóðfæri í hönd til að flytja bítlalagið Something að venju lét Davíð til skarar skríða. „Ég kallaði Paul! Ram on!“ lýsir Davíð. „For you I’ll do it, svaraði hann þá. Þetta var svakalegt.“ Davíð hefur hitt McCartney. Eitt skiptið var nærri heimili bítilsins sem býr ekki fjarri hinu rómaða hljóðveri Abbey Road. „Hann er þá að labba og ég fæ að taka í spaðann á honum og knúsa hann. Ég sagði honum að ég ætti bar sem héti Obladi Oblada og hann sagði bara, I love it. I love it man.“ Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
„Það verður ekkert aftur snúið nema hann aflýsi einhverju,“ segir Davíð Steingrímsson, sem keypt hefur miða á sjö tónleika með Paul McCartney á þessu ári og mun því ná að fara á sína fimmtugustu tónleika með bítlinum áður en 2018 er á enda. Óhætt er að segja að Davíð Steingrímsson sé gríðarlegur bítlaaðdáandi, og þá sérstaklega aðdáandi Pauls McCartney. Hann rak um árabil tónlistarbarinn Obladi Oblada í miðbæ Reykjavíkur. Barinn var að vitanlega nefndur eftir bítlalagi. Árið 2002 fór Davíð á sína fyrstu tónleika með McCartney í Staples Center í Los Angeles. Nú eru tónleikarnir orðnir 43 talsins og þeir hafa borið hann til fjórtán landa. „Það var ólýsanlegt,“ segir Davíð um fyrstu McCartney-tónleikana. „Ég hef verið aðdáandi frá því ég var smápolli 1975.“ Davíð segir að þótt hann hafi verið búinn að heyra Bítlana oft áður þá hafi platan Venus and Mars, sem McCartney gerði með hljómsveit sinni Wings á þessum tíma, gripið hann algjörlega. Davíð segir fjölda gæðalaga frá McCartney öldungis ótrúlegan og að hann sé enn að og von á nýrri plötu í september. „Margir halda að hann hafi ekki verið að gera góða hluti síðustu ár af því að hann fær ekki sömu spilun og áður en ég er mjög ánægður með allt sem hann hefur gert.“ Þótt hann sé að spila mikið til sömu lögin er þetta aldrei sama upplifunin hverju sinni. Oft er fólk að mæta sem hefur dreymt um það alla ævi að sjá hann og er að sjá hann í fyrsta sinn – það eru miklar tilfinningar. Paul er farinn að kannast við Davíð sem yfirleitt reynir að vera fremst við sviðið á tónleikum. Aðspurður um uppáhaldstónleikana nefnir Davíð skiptið sem Paul spilaði fyrir hann óskalag. McCartney hafði þá spilað lagið Ram On að áeggjan bassaleikar ans heimsfræga Klaus Voorman á tónleikum tveimur dögum fyrir tónleika í Antwerpen. Við lagið er leikið undir á ukulele og þegar McCartney tók sér það hljóðfæri í hönd til að flytja bítlalagið Something að venju lét Davíð til skarar skríða. „Ég kallaði Paul! Ram on!“ lýsir Davíð. „For you I’ll do it, svaraði hann þá. Þetta var svakalegt.“ Davíð hefur hitt McCartney. Eitt skiptið var nærri heimili bítilsins sem býr ekki fjarri hinu rómaða hljóðveri Abbey Road. „Hann er þá að labba og ég fæ að taka í spaðann á honum og knúsa hann. Ég sagði honum að ég ætti bar sem héti Obladi Oblada og hann sagði bara, I love it. I love it man.“
Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira