Á leið á fimmtugustu tónleika sína með Paul Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. júlí 2018 10:00 Enginn venjulegur aðdáandi Pauls McCartney. Vísir/Getty „Það verður ekkert aftur snúið nema hann aflýsi einhverju,“ segir Davíð Steingrímsson, sem keypt hefur miða á sjö tónleika með Paul McCartney á þessu ári og mun því ná að fara á sína fimmtugustu tónleika með bítlinum áður en 2018 er á enda. Óhætt er að segja að Davíð Steingrímsson sé gríðarlegur bítlaaðdáandi, og þá sérstaklega aðdáandi Pauls McCartney. Hann rak um árabil tónlistarbarinn Obladi Oblada í miðbæ Reykjavíkur. Barinn var að vitanlega nefndur eftir bítlalagi. Árið 2002 fór Davíð á sína fyrstu tónleika með McCartney í Staples Center í Los Angeles. Nú eru tónleikarnir orðnir 43 talsins og þeir hafa borið hann til fjórtán landa. „Það var ólýsanlegt,“ segir Davíð um fyrstu McCartney-tónleikana. „Ég hef verið aðdáandi frá því ég var smápolli 1975.“ Davíð segir að þótt hann hafi verið búinn að heyra Bítlana oft áður þá hafi platan Venus and Mars, sem McCartney gerði með hljómsveit sinni Wings á þessum tíma, gripið hann algjörlega. Davíð segir fjölda gæðalaga frá McCartney öldungis ótrúlegan og að hann sé enn að og von á nýrri plötu í september. „Margir halda að hann hafi ekki verið að gera góða hluti síðustu ár af því að hann fær ekki sömu spilun og áður en ég er mjög ánægður með allt sem hann hefur gert.“ Þótt hann sé að spila mikið til sömu lögin er þetta aldrei sama upplifunin hverju sinni. Oft er fólk að mæta sem hefur dreymt um það alla ævi að sjá hann og er að sjá hann í fyrsta sinn – það eru miklar tilfinningar. Paul er farinn að kannast við Davíð sem yfirleitt reynir að vera fremst við sviðið á tónleikum. Aðspurður um uppáhaldstónleikana nefnir Davíð skiptið sem Paul spilaði fyrir hann óskalag. McCartney hafði þá spilað lagið Ram On að áeggjan bassaleikar ans heimsfræga Klaus Voorman á tónleikum tveimur dögum fyrir tónleika í Antwerpen. Við lagið er leikið undir á ukulele og þegar McCartney tók sér það hljóðfæri í hönd til að flytja bítlalagið Something að venju lét Davíð til skarar skríða. „Ég kallaði Paul! Ram on!“ lýsir Davíð. „For you I’ll do it, svaraði hann þá. Þetta var svakalegt.“ Davíð hefur hitt McCartney. Eitt skiptið var nærri heimili bítilsins sem býr ekki fjarri hinu rómaða hljóðveri Abbey Road. „Hann er þá að labba og ég fæ að taka í spaðann á honum og knúsa hann. Ég sagði honum að ég ætti bar sem héti Obladi Oblada og hann sagði bara, I love it. I love it man.“ Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
„Það verður ekkert aftur snúið nema hann aflýsi einhverju,“ segir Davíð Steingrímsson, sem keypt hefur miða á sjö tónleika með Paul McCartney á þessu ári og mun því ná að fara á sína fimmtugustu tónleika með bítlinum áður en 2018 er á enda. Óhætt er að segja að Davíð Steingrímsson sé gríðarlegur bítlaaðdáandi, og þá sérstaklega aðdáandi Pauls McCartney. Hann rak um árabil tónlistarbarinn Obladi Oblada í miðbæ Reykjavíkur. Barinn var að vitanlega nefndur eftir bítlalagi. Árið 2002 fór Davíð á sína fyrstu tónleika með McCartney í Staples Center í Los Angeles. Nú eru tónleikarnir orðnir 43 talsins og þeir hafa borið hann til fjórtán landa. „Það var ólýsanlegt,“ segir Davíð um fyrstu McCartney-tónleikana. „Ég hef verið aðdáandi frá því ég var smápolli 1975.“ Davíð segir að þótt hann hafi verið búinn að heyra Bítlana oft áður þá hafi platan Venus and Mars, sem McCartney gerði með hljómsveit sinni Wings á þessum tíma, gripið hann algjörlega. Davíð segir fjölda gæðalaga frá McCartney öldungis ótrúlegan og að hann sé enn að og von á nýrri plötu í september. „Margir halda að hann hafi ekki verið að gera góða hluti síðustu ár af því að hann fær ekki sömu spilun og áður en ég er mjög ánægður með allt sem hann hefur gert.“ Þótt hann sé að spila mikið til sömu lögin er þetta aldrei sama upplifunin hverju sinni. Oft er fólk að mæta sem hefur dreymt um það alla ævi að sjá hann og er að sjá hann í fyrsta sinn – það eru miklar tilfinningar. Paul er farinn að kannast við Davíð sem yfirleitt reynir að vera fremst við sviðið á tónleikum. Aðspurður um uppáhaldstónleikana nefnir Davíð skiptið sem Paul spilaði fyrir hann óskalag. McCartney hafði þá spilað lagið Ram On að áeggjan bassaleikar ans heimsfræga Klaus Voorman á tónleikum tveimur dögum fyrir tónleika í Antwerpen. Við lagið er leikið undir á ukulele og þegar McCartney tók sér það hljóðfæri í hönd til að flytja bítlalagið Something að venju lét Davíð til skarar skríða. „Ég kallaði Paul! Ram on!“ lýsir Davíð. „For you I’ll do it, svaraði hann þá. Þetta var svakalegt.“ Davíð hefur hitt McCartney. Eitt skiptið var nærri heimili bítilsins sem býr ekki fjarri hinu rómaða hljóðveri Abbey Road. „Hann er þá að labba og ég fæ að taka í spaðann á honum og knúsa hann. Ég sagði honum að ég ætti bar sem héti Obladi Oblada og hann sagði bara, I love it. I love it man.“
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira