Handbolti

Afturelding semur við lettneskan landsliðsmann

Einar Sigurvinsson skrifar
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar. vísir/eyþór

Handknattleiksdeild Aftureldingar hefur gert þriggja ára samning við lettneska landsliðsmanninn Emils Kurzimniesk. Þetta staðfestir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar við Vísi.

Emils kemur til Aftureldingar frá lettnesku meisturunum í Tenax. Hann leikur í stöðu vinstri skyttu, er fæddur árið 1998 og 192 sentimetrar á hæð.

Emils lék 12 leiki Tenax á síðustu leiktíð og var fjórði markahæsti leikmaður liðsins með 32 mörk.

Afturelding lítur á Emils sem framtíðarmann og verður honum gefinn tími til að aðlagast nýju umhverfi í íslensku deildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.