Handbolti

Tryggðu jafntefli gegn Þjóðverjum á síðustu sekúndu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bjarni þjálfar U20 ára landsliðið.
Bjarni þjálfar U20 ára landsliðið. vísir/ernir

Íslenska karla­landsliðið í hand­bolta skipað leik­mönn­um tuttugu ára og yngri fylgdi á eftir glæsilegum sigri á Svíum í gær með því að gera jafntefli við Þýskaland í dag. Strákarnir etja kappi í lokakeppni EM en leikið er í Slóveníu.

Lokasekúndurnar í dag voru dramatískar en Birgir Már Birgisson skoraði jöfnunarmarkið í þann mund sem lokaflautið gall og lokatölur 25-25 eftir að Þjóðverjar höfðu haft frumkvæðið stærstan hluta leiksins.

Eftir slæmt tap gegn Rúmenum í fyrsta leik lýkur Ísland því riðlakeppninni með þrjú stig og eru í öðru sæti riðilsins sem stendur en í lokaleik riðilsins mætast Svíar og Rúmenar.

Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, þjálfar íslenska liðið sem þarf að treysta á sigur Svía til að fara upp úr riðlinum.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.