Handbolti

Strákarnir gerðu jafntefli við Serbíu

Bjarni þjálfar U20 ára landsliðið.
Bjarni þjálfar U20 ára landsliðið. vísir/ernir
Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri gerði jafntefli við Serbíu, 25-25, í fyrri leik liðsins í milliriðli 1 á EM í Slóveníu í dag. Íslenska liðið fékk tækifæri til að vinna leikinn í síðustu sókninni en það tókst ekki.

Stigið færir íslensku strákana upp fyrir Þjóðverja sem fylgdu okkar mönnum upp úr riðli í milliriðil eitt en Þýskaland mætir gestgjöfum Slóvena í kvöld.

Pétur Árni Hauksson, sem fór mikinn með Gróttu í Olís-deildinni á síðustu leiktíð, var markahæstur íslenska liðsins í dag með sex mörk en Pétur Árni skipti yfir í ÍR í sumar.

Eyjamaðurinn í vinstra horninu, Friðrik Hólm Jónsson, var næst markahæstur með fimm mörk en þeir Arnar Guðmundsson, Sveinn Jónsson og Ágúst Emil Grétarsson skoruðu þrjú mörk hver.

Ísland er með tvö stig í riðlinum, Serbía eitt líkt og Þýskaland en Slóvenía er með tvö stig. Þeir eiga enn góðan möguleika á því að komast í undanúrslit mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×