Handbolti

Strákarnir gerðu jafntefli við Serbíu

Bjarni þjálfar U20 ára landsliðið.
Bjarni þjálfar U20 ára landsliðið. vísir/ernir

Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri gerði jafntefli við Serbíu, 25-25, í fyrri leik liðsins í milliriðli 1 á EM í Slóveníu í dag. Íslenska liðið fékk tækifæri til að vinna leikinn í síðustu sókninni en það tókst ekki.

Stigið færir íslensku strákana upp fyrir Þjóðverja sem fylgdu okkar mönnum upp úr riðli í milliriðil eitt en Þýskaland mætir gestgjöfum Slóvena í kvöld.

Pétur Árni Hauksson, sem fór mikinn með Gróttu í Olís-deildinni á síðustu leiktíð, var markahæstur íslenska liðsins í dag með sex mörk en Pétur Árni skipti yfir í ÍR í sumar.

Eyjamaðurinn í vinstra horninu, Friðrik Hólm Jónsson, var næst markahæstur með fimm mörk en þeir Arnar Guðmundsson, Sveinn Jónsson og Ágúst Emil Grétarsson skoruðu þrjú mörk hver.

Ísland er með tvö stig í riðlinum, Serbía eitt líkt og Þýskaland en Slóvenía er með tvö stig. Þeir eiga enn góðan möguleika á því að komast í undanúrslit mótsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.