Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júlí 2018 12:35 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. Vísir/eyþór Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður Samninganefndar ljósmæðra, á frekar von á því en ekki að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem hefur staðið yfir í tvo sólarhringa. Katrín segir þó að reiði og vantraust í garð ríkisstjórnarinnar gæti haft áhrif á niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Á fundi ljósmæðra sem haldinn var síðastliðið sunnudagskvöld hafi umræðurnar verið um þetta vantraust. Þær séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina og nokkrar ljósmæður velkist í vafa um það hvort hægt sé að treysta því sem sagt er. „Það endurspeglar það sem á undan hefur gengið,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Framganga ríkisstjórnarinnar í garð ljósmæðra hafi verið „harkaleg“ eins og Katrín kemst að orði. Það ríki ekki mikið traust til ríkisstjórnarinnar. Atkvæðagreiðsla Ljósmæðrafélagsins um miðlunartillögu ríkissáttasemjara hófst um hádegi í fyrradag og lauk nú um hádegi í dag. Fulltrúar úr báðum samninganefndum hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag til þess að fara yfir niðurstöðuna og laust eftir klukkan tvö verður gefin út tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. „Maður hefur aldrei kynnst öðru eins,“ segir Katrín sem vísar í ógreidd laun sem ljósmæður eiga inni samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. „Konur eiga inni fleiri hundruð þúsunda í ógreidd laun fyrir sannarlega unna vinnu þegar verkfallið stóð yfir 2015. Við förum með það í mál og vinnum það í Héraðsdómi og ríkið áfrýjar og málið situr enn á borði Hæstaréttar og ekki enn búið að taka það fyrir og síðan eru liðin þrjú ár,“ segir Katrín. Mesta reiðin eigi rætur sínar að rekja til þess tíma. Aðspurð segist Katrín ekki vita til þess að konur hafi dregið uppsagnir sínar til baka. Hún segir að það séu nokkrar ljósmæður, sem sögðu starfi sínu lausu, að bíða eftir því að vita hvað kemur út úr atkvæðagreiðslunni. Þá eru aðrar sem vilji vita niðurstöðu gerðardóms „svo það sé alveg á hreinu að það komi hlutlaust mat og að verðmætamatið endurspeglist í því“. Katrín segist auk þess vita dæmi þess að nokkrar ljósmæður sem sögðu starfi sínu lausu séu búnar að ráða sig annars staðar og hafi ekki í hyggju að snúa til baka. „Þær hafa bara fengið nóg, algjörlega, og geta ekki hugsað sér að snúa til baka og hugsa með sér að það sé ekki álagsins og áhættunnar virði.“ Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst á laugardaginn eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillöguna í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Fleiri fréttir Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Sjá meira
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður Samninganefndar ljósmæðra, á frekar von á því en ekki að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem hefur staðið yfir í tvo sólarhringa. Katrín segir þó að reiði og vantraust í garð ríkisstjórnarinnar gæti haft áhrif á niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Á fundi ljósmæðra sem haldinn var síðastliðið sunnudagskvöld hafi umræðurnar verið um þetta vantraust. Þær séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina og nokkrar ljósmæður velkist í vafa um það hvort hægt sé að treysta því sem sagt er. „Það endurspeglar það sem á undan hefur gengið,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Framganga ríkisstjórnarinnar í garð ljósmæðra hafi verið „harkaleg“ eins og Katrín kemst að orði. Það ríki ekki mikið traust til ríkisstjórnarinnar. Atkvæðagreiðsla Ljósmæðrafélagsins um miðlunartillögu ríkissáttasemjara hófst um hádegi í fyrradag og lauk nú um hádegi í dag. Fulltrúar úr báðum samninganefndum hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag til þess að fara yfir niðurstöðuna og laust eftir klukkan tvö verður gefin út tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. „Maður hefur aldrei kynnst öðru eins,“ segir Katrín sem vísar í ógreidd laun sem ljósmæður eiga inni samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. „Konur eiga inni fleiri hundruð þúsunda í ógreidd laun fyrir sannarlega unna vinnu þegar verkfallið stóð yfir 2015. Við förum með það í mál og vinnum það í Héraðsdómi og ríkið áfrýjar og málið situr enn á borði Hæstaréttar og ekki enn búið að taka það fyrir og síðan eru liðin þrjú ár,“ segir Katrín. Mesta reiðin eigi rætur sínar að rekja til þess tíma. Aðspurð segist Katrín ekki vita til þess að konur hafi dregið uppsagnir sínar til baka. Hún segir að það séu nokkrar ljósmæður, sem sögðu starfi sínu lausu, að bíða eftir því að vita hvað kemur út úr atkvæðagreiðslunni. Þá eru aðrar sem vilji vita niðurstöðu gerðardóms „svo það sé alveg á hreinu að það komi hlutlaust mat og að verðmætamatið endurspeglist í því“. Katrín segist auk þess vita dæmi þess að nokkrar ljósmæður sem sögðu starfi sínu lausu séu búnar að ráða sig annars staðar og hafi ekki í hyggju að snúa til baka. „Þær hafa bara fengið nóg, algjörlega, og geta ekki hugsað sér að snúa til baka og hugsa með sér að það sé ekki álagsins og áhættunnar virði.“ Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst á laugardaginn eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillöguna í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Fleiri fréttir Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Sjá meira
Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00
Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14
Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20