Lífið

Svarar gagnrýni vegna barneigna á sextugsaldri

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Nielsen tilkynnti um óléttuna í maí með færslu á Instagram-reikningi sínum.
Nielsen tilkynnti um óléttuna í maí með færslu á Instagram-reikningi sínum. Instagram/@realbrigittenielsen
Leikkonan og fyrirsætan Brigitte Nielsen segist skilja af hverju fólk gagnrýnir hana fyrir að hafa átt barn á sextugsaldri. Hún bendir þó á að feður í eldri kantinum fái sjaldan yfir sig slíka holskeflu af gagnrýni.

Nielsen er 54 ára og eignaðist sitt fimmta barn, dótturina Fridu, með eiginmanni sínum Mattia Dessi í júní síðastliðnum. Dessi er 39 ára.

„Ég meina, já, ég skil af hverju fólk segir: „Hvernig dirfist hún?“ En hversu margir karlmenn eignast fyrstu börn sín á sextugs- og sjötugsaldri og hugsa sig ekki um tvisvar?“ er haft eftir Nielsen í viðtali við bandaríska tímaritið People.

Þá greinir Nielsen einnig frá því að hún hafi byrjað að fara í frjósemismeðferðir um leið og hún giftist eiginmanni sínum fyrir fjórtán árum síðan. Þau hjónin hafi alla tíð þráð að eignast barn saman, þó að líkurnar hafi ekki verið með þeim í hag.

Nielsen á fyrir fjóra syni úr fyrri hjónaböndum sínum en þeir eru ýmist á þrítugs eða fertugsaldri. Hún er þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Red Sonja, Rocky IV og Beverly Hills Cop II.  

 
family getting larger #me #family #brigittenielsen #babybump

A post shared by Brigitte Nielsen (@realbrigittenielsen) on May 27, 2018 at 1:03pm PDT






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.