Lífið

Þriggja vasaklúta stikla úr heimildarmyndinni um Paul Walker

Stefán Árni Pálsson skrifar
Paul Walker lést árið 2013.
Paul Walker lést árið 2013.
Nú eru fimm ár liðin frá því að leikarinn Paul Walker lést í skelfilegu bílslysi.

Í ágúst kemur út ný heimildarmynd um Walker sem ber nafnið I Am Paul Walker en leikarinn sló í gegn í myndunum Fast and Furious.

Í myndinni má sjá tilfinningaþrungin viðtöl við systkini Walkers og leikara sem störfuðu með stjörnunni.

Nú er komin út glæný stikla úr myndinni og má með sanni segja að um sé að ræða þriggja vasaklúta myndbrot eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Skírði dóttur sína í höfuðið á Paul Walker

Leikarinn Vin Diesel og Paloma Jimenez eignuðust dóttur um miðjan mánuðinn, saman á parið þrjú börn. Í gær tilkynnti Diesel nafn dótturinnar í sjónvarpsþættinum Today og fékk hún nafnið Pauline.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.