John Cleese fluttur, hann kveður, hann er farinn, hann er fyrrverandi íbúi Bretlands Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 11. júlí 2018 20:57 Cleese heldur uppi páfagauk sem er látinn, dáinn, fallinn frá, farinn á vit feðra sinna og hefur sungið sitt síðasta. Þetta er fyrrverandi páfagaukur. Vísir/Getty Breski grínistinn John Cleese hefur sagt skilið við Bretland fyrir fullt og allt að eigin sögn og er fluttur til eyjarinnar Nevis í Karíbahafinu. Cleese er 78 ára gamall og á að baki glæstan feril sem einn virtasti frumkvöðull breskra gamanmála. Hann hefur gins vegar glímt við fjárhagsleg vandræði á efri árum og hefur þurft að halda áfram að vinna í stað þess að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Það er meðal annars ástæða þess að hann lék í auglýsingum Kaupþings á sínum tíma og ferðaðist um heiminn með sviðssýningar byggðar á fyrri verkum sínum. Cleese er sennilega þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum Monty Python, auk þess sem hann gerði hina sígildu þætti Fawlty Towers eða Hótel Tindastól.Cleese ásamt samleikurum sínum í Fawlty Towers þáttaröðinni, á kunnuglegum slóðumVísir/GettyÍ samtali við breska ríkisútvarpið segir Cleese að hann sé búinn að fá sig full saddan af lygum og ómerkilegheitum breskra fjölmiðla. Þá hafi öll umræða í bresku samfélagi í sambandi við úrsögn úr Evrópusambandinu verið á afar lágu plani. Brexit umræðan sé eitt það sorglegasta sem hann hafi fylgst með á Bretlandseyjum. Stjórnmálamenn hafi logið blákalt að kjósendum um að úrsögn úr Evrópusambandinu myndi spara endalausa milljarða sem myndu fara beint í að bæta heilbrigðiskerfið. Á sama tíma hafi þeir sem börðust gegn Brexit beitt gegndarlausum hræðsluáróðri án þess að hafa hugmynd um hvort verstu spár þeirra myndu rætast. Cleese er flokksbundinn Frjálslyndur Demókrati og hefur meðal annars barist fyrir lýðræðisumbótum og breytingum á lagaumhverfi fjölmiðla. Hann afþakkaði þó sæti í lávarðadeild breska þingsins sem honum bauðst árið 1999. Cleese segir að sér hafi sérstaklega fallist hendur eftir að núverandi hægristjórn gerði lítið úr niðurstöðum Levinson rannsóknarinnar og hefti framgöngu hennar. Rannsókn Levinsons beindist að starfsumhverfi og regluverki fjölmiðla í kjölfar uppljóstrana um símahleranir fjölmiðla í eigu Ruperts Murdoch. Segir Cleese að þá hafi sér endanlega verið nóg boðið og því hafi hann fest kaup á eigulegu húsi í Karíbahafinu. Húsið er á eyjunni Nevis og hyggst Cleese flytjast búferlum í haust. Hann verður þá einn aðeins 11 þúsund íbúa eyjunnar. Cleese segir Nevis vera einhverja fallegustu eyju sem hann hafi séð og fólkið sé yndislegt. Þá séu samskipti ólíkra kynþátta á Nevis til fyrirmyndar. Tengdar fréttir John Cleese kemur fram í Hörpu Síðasti séns til að sjá hann áður en hann deyr. 28. ágúst 2017 09:08 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Breski grínistinn John Cleese hefur sagt skilið við Bretland fyrir fullt og allt að eigin sögn og er fluttur til eyjarinnar Nevis í Karíbahafinu. Cleese er 78 ára gamall og á að baki glæstan feril sem einn virtasti frumkvöðull breskra gamanmála. Hann hefur gins vegar glímt við fjárhagsleg vandræði á efri árum og hefur þurft að halda áfram að vinna í stað þess að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Það er meðal annars ástæða þess að hann lék í auglýsingum Kaupþings á sínum tíma og ferðaðist um heiminn með sviðssýningar byggðar á fyrri verkum sínum. Cleese er sennilega þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum Monty Python, auk þess sem hann gerði hina sígildu þætti Fawlty Towers eða Hótel Tindastól.Cleese ásamt samleikurum sínum í Fawlty Towers þáttaröðinni, á kunnuglegum slóðumVísir/GettyÍ samtali við breska ríkisútvarpið segir Cleese að hann sé búinn að fá sig full saddan af lygum og ómerkilegheitum breskra fjölmiðla. Þá hafi öll umræða í bresku samfélagi í sambandi við úrsögn úr Evrópusambandinu verið á afar lágu plani. Brexit umræðan sé eitt það sorglegasta sem hann hafi fylgst með á Bretlandseyjum. Stjórnmálamenn hafi logið blákalt að kjósendum um að úrsögn úr Evrópusambandinu myndi spara endalausa milljarða sem myndu fara beint í að bæta heilbrigðiskerfið. Á sama tíma hafi þeir sem börðust gegn Brexit beitt gegndarlausum hræðsluáróðri án þess að hafa hugmynd um hvort verstu spár þeirra myndu rætast. Cleese er flokksbundinn Frjálslyndur Demókrati og hefur meðal annars barist fyrir lýðræðisumbótum og breytingum á lagaumhverfi fjölmiðla. Hann afþakkaði þó sæti í lávarðadeild breska þingsins sem honum bauðst árið 1999. Cleese segir að sér hafi sérstaklega fallist hendur eftir að núverandi hægristjórn gerði lítið úr niðurstöðum Levinson rannsóknarinnar og hefti framgöngu hennar. Rannsókn Levinsons beindist að starfsumhverfi og regluverki fjölmiðla í kjölfar uppljóstrana um símahleranir fjölmiðla í eigu Ruperts Murdoch. Segir Cleese að þá hafi sér endanlega verið nóg boðið og því hafi hann fest kaup á eigulegu húsi í Karíbahafinu. Húsið er á eyjunni Nevis og hyggst Cleese flytjast búferlum í haust. Hann verður þá einn aðeins 11 þúsund íbúa eyjunnar. Cleese segir Nevis vera einhverja fallegustu eyju sem hann hafi séð og fólkið sé yndislegt. Þá séu samskipti ólíkra kynþátta á Nevis til fyrirmyndar.
Tengdar fréttir John Cleese kemur fram í Hörpu Síðasti séns til að sjá hann áður en hann deyr. 28. ágúst 2017 09:08 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira