John Cleese fluttur, hann kveður, hann er farinn, hann er fyrrverandi íbúi Bretlands Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 11. júlí 2018 20:57 Cleese heldur uppi páfagauk sem er látinn, dáinn, fallinn frá, farinn á vit feðra sinna og hefur sungið sitt síðasta. Þetta er fyrrverandi páfagaukur. Vísir/Getty Breski grínistinn John Cleese hefur sagt skilið við Bretland fyrir fullt og allt að eigin sögn og er fluttur til eyjarinnar Nevis í Karíbahafinu. Cleese er 78 ára gamall og á að baki glæstan feril sem einn virtasti frumkvöðull breskra gamanmála. Hann hefur gins vegar glímt við fjárhagsleg vandræði á efri árum og hefur þurft að halda áfram að vinna í stað þess að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Það er meðal annars ástæða þess að hann lék í auglýsingum Kaupþings á sínum tíma og ferðaðist um heiminn með sviðssýningar byggðar á fyrri verkum sínum. Cleese er sennilega þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum Monty Python, auk þess sem hann gerði hina sígildu þætti Fawlty Towers eða Hótel Tindastól.Cleese ásamt samleikurum sínum í Fawlty Towers þáttaröðinni, á kunnuglegum slóðumVísir/GettyÍ samtali við breska ríkisútvarpið segir Cleese að hann sé búinn að fá sig full saddan af lygum og ómerkilegheitum breskra fjölmiðla. Þá hafi öll umræða í bresku samfélagi í sambandi við úrsögn úr Evrópusambandinu verið á afar lágu plani. Brexit umræðan sé eitt það sorglegasta sem hann hafi fylgst með á Bretlandseyjum. Stjórnmálamenn hafi logið blákalt að kjósendum um að úrsögn úr Evrópusambandinu myndi spara endalausa milljarða sem myndu fara beint í að bæta heilbrigðiskerfið. Á sama tíma hafi þeir sem börðust gegn Brexit beitt gegndarlausum hræðsluáróðri án þess að hafa hugmynd um hvort verstu spár þeirra myndu rætast. Cleese er flokksbundinn Frjálslyndur Demókrati og hefur meðal annars barist fyrir lýðræðisumbótum og breytingum á lagaumhverfi fjölmiðla. Hann afþakkaði þó sæti í lávarðadeild breska þingsins sem honum bauðst árið 1999. Cleese segir að sér hafi sérstaklega fallist hendur eftir að núverandi hægristjórn gerði lítið úr niðurstöðum Levinson rannsóknarinnar og hefti framgöngu hennar. Rannsókn Levinsons beindist að starfsumhverfi og regluverki fjölmiðla í kjölfar uppljóstrana um símahleranir fjölmiðla í eigu Ruperts Murdoch. Segir Cleese að þá hafi sér endanlega verið nóg boðið og því hafi hann fest kaup á eigulegu húsi í Karíbahafinu. Húsið er á eyjunni Nevis og hyggst Cleese flytjast búferlum í haust. Hann verður þá einn aðeins 11 þúsund íbúa eyjunnar. Cleese segir Nevis vera einhverja fallegustu eyju sem hann hafi séð og fólkið sé yndislegt. Þá séu samskipti ólíkra kynþátta á Nevis til fyrirmyndar. Tengdar fréttir John Cleese kemur fram í Hörpu Síðasti séns til að sjá hann áður en hann deyr. 28. ágúst 2017 09:08 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Breski grínistinn John Cleese hefur sagt skilið við Bretland fyrir fullt og allt að eigin sögn og er fluttur til eyjarinnar Nevis í Karíbahafinu. Cleese er 78 ára gamall og á að baki glæstan feril sem einn virtasti frumkvöðull breskra gamanmála. Hann hefur gins vegar glímt við fjárhagsleg vandræði á efri árum og hefur þurft að halda áfram að vinna í stað þess að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Það er meðal annars ástæða þess að hann lék í auglýsingum Kaupþings á sínum tíma og ferðaðist um heiminn með sviðssýningar byggðar á fyrri verkum sínum. Cleese er sennilega þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum Monty Python, auk þess sem hann gerði hina sígildu þætti Fawlty Towers eða Hótel Tindastól.Cleese ásamt samleikurum sínum í Fawlty Towers þáttaröðinni, á kunnuglegum slóðumVísir/GettyÍ samtali við breska ríkisútvarpið segir Cleese að hann sé búinn að fá sig full saddan af lygum og ómerkilegheitum breskra fjölmiðla. Þá hafi öll umræða í bresku samfélagi í sambandi við úrsögn úr Evrópusambandinu verið á afar lágu plani. Brexit umræðan sé eitt það sorglegasta sem hann hafi fylgst með á Bretlandseyjum. Stjórnmálamenn hafi logið blákalt að kjósendum um að úrsögn úr Evrópusambandinu myndi spara endalausa milljarða sem myndu fara beint í að bæta heilbrigðiskerfið. Á sama tíma hafi þeir sem börðust gegn Brexit beitt gegndarlausum hræðsluáróðri án þess að hafa hugmynd um hvort verstu spár þeirra myndu rætast. Cleese er flokksbundinn Frjálslyndur Demókrati og hefur meðal annars barist fyrir lýðræðisumbótum og breytingum á lagaumhverfi fjölmiðla. Hann afþakkaði þó sæti í lávarðadeild breska þingsins sem honum bauðst árið 1999. Cleese segir að sér hafi sérstaklega fallist hendur eftir að núverandi hægristjórn gerði lítið úr niðurstöðum Levinson rannsóknarinnar og hefti framgöngu hennar. Rannsókn Levinsons beindist að starfsumhverfi og regluverki fjölmiðla í kjölfar uppljóstrana um símahleranir fjölmiðla í eigu Ruperts Murdoch. Segir Cleese að þá hafi sér endanlega verið nóg boðið og því hafi hann fest kaup á eigulegu húsi í Karíbahafinu. Húsið er á eyjunni Nevis og hyggst Cleese flytjast búferlum í haust. Hann verður þá einn aðeins 11 þúsund íbúa eyjunnar. Cleese segir Nevis vera einhverja fallegustu eyju sem hann hafi séð og fólkið sé yndislegt. Þá séu samskipti ólíkra kynþátta á Nevis til fyrirmyndar.
Tengdar fréttir John Cleese kemur fram í Hörpu Síðasti séns til að sjá hann áður en hann deyr. 28. ágúst 2017 09:08 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira