Handbolti

Selfoss til Litháen en FH-ingar mæta króatísku liði

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Elvar Örn Jónsson og félagar í Selfossi mæta liði frá Litháen en Ásbjörn Friðriksson og hans menn í FH fara til Króatíu.
Elvar Örn Jónsson og félagar í Selfossi mæta liði frá Litháen en Ásbjörn Friðriksson og hans menn í FH fara til Króatíu. Vísir/Andri Marinó

Dregið var til fyrstu umferðar EHF-bikarsins í handbolta í dag í höfuðstöðvum evrópska handknattleikssambandsins en þar voru tvö íslensk lið í pottinum.

Selfoss, sem sló í gegn með ungt lið í Olís-deildinni á síðustu leiktíð, er komið aftur í Evrópu eftir langa bið en það mætir Klaipeda Dragunas frá Litháen í fyrstu umferð.

FH, sem sendi Selfyssinga í sumarfrí eftir magnaða fimm leikja undanúrslitarimmu, dróst á móti RK Dubrava frá Króatíu en FH-ingar voru hársbreidd frá því að komast í riðlakeppni EHF-bikarsins á síðustu leiktíð.

ÍBV er þriðja liðið sem tekur þátt í Evrópukeppni í ár en það kemur ekki inn fyrr en í annarri umferð EHF-bikarsins. Eyjamenn töpuðu í undanúrslitum Áskorendabikarsins í fyrra fyrir Potaissa Turda líkt og Valur gerði ári áður.

Fyrri leikirnir í fyrstu umferðinni fara fram 1.-2. september og 8.-9. september sem riðlar fyrstu umferð Olís-deildarinnar en svo á eftir að koma í ljós hvort Selfoss eða FH semji um að spila báða leikina sömu helgina heima eða að heiman.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.